Eplið fellur ekki langt frá eikinni hjá Sinfóníuhljómsveitinni Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. september 2022 20:41 T.v. Pör foreldra og barna innan Sinfóníuhljómsveitarinnar sem spila saman í kvöld. T.h. Af tónleikum hljómsveitarinnar frá 2019. Facebook/Svava Bernharðsdóttir, Vísir/Vilhelm. Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld munu fimm pör foreldra og barna spila saman ásamt fleirum. Svava Bernharðsdóttir víóluleikari segir Sinfóníuhljómsveitina vera stóra fjölskyldu. Í samtali við fréttastofu segir Svava börnin í hópnum koma alls staðar að til þess að spila með hljómsveitinni, til dæmis frá Bandaríkjunum og Þýskalandi. Hún segir óvenju mikið af pörum barna og foreldra spila saman í kvöld en það hefðu getað verið tvö í viðbót. Eplið falli sjaldan langt frá eikinni. Aðspurð hvort þetta skapi ekki skemmtilega stemmingu innan sveitarinnar svarar Svava því játandi og lýsir henni sem stórfjölskyldu. Hljómsveitin sé dugleg að gera margt saman, til dæmis grilla eftir hestaferðir og hreyfa sig. „Það er starfandi eitthvað sem kallast Sinfó-fit, það er cross-fit tvisvar í viku eftir æfingu og svo er starfandi gönguhópur og hlaupahópur og ýmislegt slíkt,“ segir Svava. Hún segir hljómsveitarmeðlimi alltaf tilheyra hópnum. „Þó þú sért ekki alltaf daglegur gestur á sviðinu þá tilheyrirðu þessu batteríi, kemur annað slagið og ert búinn að fylgjast að frá æsku yfirleitt,“ segir Svava. Í kvöld spilar Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu með söngkonunni Dísellu Lárusdóttur undir stjórn hljómsveitarstjórans David Danzmayr. Tónlist Sinfóníuhljómsveit Íslands Harpa Menning Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Svava börnin í hópnum koma alls staðar að til þess að spila með hljómsveitinni, til dæmis frá Bandaríkjunum og Þýskalandi. Hún segir óvenju mikið af pörum barna og foreldra spila saman í kvöld en það hefðu getað verið tvö í viðbót. Eplið falli sjaldan langt frá eikinni. Aðspurð hvort þetta skapi ekki skemmtilega stemmingu innan sveitarinnar svarar Svava því játandi og lýsir henni sem stórfjölskyldu. Hljómsveitin sé dugleg að gera margt saman, til dæmis grilla eftir hestaferðir og hreyfa sig. „Það er starfandi eitthvað sem kallast Sinfó-fit, það er cross-fit tvisvar í viku eftir æfingu og svo er starfandi gönguhópur og hlaupahópur og ýmislegt slíkt,“ segir Svava. Hún segir hljómsveitarmeðlimi alltaf tilheyra hópnum. „Þó þú sért ekki alltaf daglegur gestur á sviðinu þá tilheyrirðu þessu batteríi, kemur annað slagið og ert búinn að fylgjast að frá æsku yfirleitt,“ segir Svava. Í kvöld spilar Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu með söngkonunni Dísellu Lárusdóttur undir stjórn hljómsveitarstjórans David Danzmayr.
Tónlist Sinfóníuhljómsveit Íslands Harpa Menning Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira