Einar: Vantaði aðeins meiri klókindi Smári Jökull Jónsson skrifar 15. september 2022 22:05 Einar Jónsson var svekktur eftir að Framarar köstuðu frá sér einu stigi gegn Stjörnunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Hann ver rosalega bolta hér í lokin og svo síðasta markið þeirra, við þurfum að læra af þessu. Við vorum talsvert betri en þeir í þessum leik að mínu mati en við förum með þetta sjálfir,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram eftir jafnteflið gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Leó Snær Pétursson jafnaði fyrir Stjörnuna á síðustu andartökum leiksins eftir að Lárus Helgi Ólafsson í marki Fram hafði varið en Framarar misst fremur klaufalega af frákastinu. Lokatölur 24-24 en Framarar geta nagað sig í handarbökin því þeir voru þremur mörkum yfir og tveimur leikmönnum fleiri þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum. „Þegar það eru 2-3 sekúndur eftir þá verða menn náttúrulega bara að bíða og taka frákast, við þurfum að læra af þessu því þetta er dýrt. Það er hiti í leiknum og hátt spennustig og við viljum keyra og menn eru innstilltir á það, ég er svo sem ánægður með það, menn vilja alltaf keyra. Það vantaði aðeins meiri klókindi að sitja í horninu og taka frákast,“ sagði Einar við Vísi strax eftir leik í kvöld. Bæði lið áttu langa kafla í leiknum þar sem þau voru í vandræðum sóknarlega, gerðu mikið af tæknilegum mistökum og misstu boltann klaufalega. „Ég er sammála, mér fannst þetta bara ekkert sérstakur handboltaleikur að öðru leyti en því að hann var spennandi og margt að gerast. Það var lélegt tempó í þessum leik og höktandi sóknarleikur. Vörn og markvarsla var svo sem í lagi í dag en við getum spilað betur,“ sagði Einar að endingu. Olís-deild karla Fram Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fram 24-24 | Jafntefli í hádramatískum leik Stjarnan og Fram gerðu jafntefli í leik sem bauð upp á allt undir lok leiks eftir að hafa verið vægast sagt drepleiðinlegur framan af. Hádramatík undir lok leiks og lokatölur 24-24 í Garðabæ. Umfjöllun og viðtöl á leiðinni. 15. september 2022 21:35 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Leó Snær Pétursson jafnaði fyrir Stjörnuna á síðustu andartökum leiksins eftir að Lárus Helgi Ólafsson í marki Fram hafði varið en Framarar misst fremur klaufalega af frákastinu. Lokatölur 24-24 en Framarar geta nagað sig í handarbökin því þeir voru þremur mörkum yfir og tveimur leikmönnum fleiri þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum. „Þegar það eru 2-3 sekúndur eftir þá verða menn náttúrulega bara að bíða og taka frákast, við þurfum að læra af þessu því þetta er dýrt. Það er hiti í leiknum og hátt spennustig og við viljum keyra og menn eru innstilltir á það, ég er svo sem ánægður með það, menn vilja alltaf keyra. Það vantaði aðeins meiri klókindi að sitja í horninu og taka frákast,“ sagði Einar við Vísi strax eftir leik í kvöld. Bæði lið áttu langa kafla í leiknum þar sem þau voru í vandræðum sóknarlega, gerðu mikið af tæknilegum mistökum og misstu boltann klaufalega. „Ég er sammála, mér fannst þetta bara ekkert sérstakur handboltaleikur að öðru leyti en því að hann var spennandi og margt að gerast. Það var lélegt tempó í þessum leik og höktandi sóknarleikur. Vörn og markvarsla var svo sem í lagi í dag en við getum spilað betur,“ sagði Einar að endingu.
Olís-deild karla Fram Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fram 24-24 | Jafntefli í hádramatískum leik Stjarnan og Fram gerðu jafntefli í leik sem bauð upp á allt undir lok leiks eftir að hafa verið vægast sagt drepleiðinlegur framan af. Hádramatík undir lok leiks og lokatölur 24-24 í Garðabæ. Umfjöllun og viðtöl á leiðinni. 15. september 2022 21:35 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Fram 24-24 | Jafntefli í hádramatískum leik Stjarnan og Fram gerðu jafntefli í leik sem bauð upp á allt undir lok leiks eftir að hafa verið vægast sagt drepleiðinlegur framan af. Hádramatík undir lok leiks og lokatölur 24-24 í Garðabæ. Umfjöllun og viðtöl á leiðinni. 15. september 2022 21:35