Óttast ekki neikvæða umræðu: „Vinnum bara eftir reglum sem okkur eru gefnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2022 08:00 Aron Einar Gunnarsson er kominn aftur í íslenska landsliðið. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson óttast ekki að valið á Aroni Einari Gunnarssyni í íslenska fótboltalandsliðið eigi eftir að draga óþægilegan dilk á eftir sér. Aron Einar er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Venesúela í vináttulandsleik og Albaníu í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði. Þetta er í fyrsta sinn síðan í júní í fyrra sem Aron Einar er valinn í landsliðið en hann kom ekki til greina í það vegna ásakana um nauðgun. Í síðasta mánuði staðfesti ríkissaksóknari svo að málið sem var höfðað gegn Aroni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, leikmanni FH, hefði verið fellt niður af héraðssaksóknara. Samkvæmt reglum KSÍ var Arnari því frjálst að velja Aron aftur í landsliðið sem og hann gerði fyrir næstu leiki þess. Landsliðsþjálfarinn er mjög ánægður að hafa endurheimt Aron. „Hann er fyrirliði íslenska landsliðsins og leiðtogi. En það er ekki bara hann, það eru fleiri leiðtogar í þessu liði, eins og Birkir Bjarnason, sem hafa sýnt það undanfarna mánuði. En ég held að það viti það allir að Aron Einar er það góður fótboltamaður að hann er hluti af íslenska landsliðinu,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir blaðamannafund KSÍ í gær. Hann segist ekki hafa verið í vafa um að velja Aron og hefur ekki áhyggjur af því að möguleg neikvæð umræða vegna valsins hafi áhrif á íslenska liðið. „Nei, ég vel bara íslenska landsliðið sem þjálfari þess og það er mitt hlutverk. Við vinnum bara eftir ákveðnum reglum sem okkur eru gefnar. Ég hef engar áhyggjur af því að leikmennirnir geti ekki einbeitt sér að þessu skemmtilega og mikilvæga verkefni sem framundan eru,“ sagði Arnar. Aron lék síðast með landsliðinu í 2-2 jafntefli við Pólland í júní 2021. Alls hefur Akureyringurinn leikið 97 landsleiki og verið fyrirliði í meirihluta þeirra. Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Körfubolti Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Körfubolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Antony skoraði þegar lið Andra Lucasar tapaði stórt á heimavelli „Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang“ Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Orri byrjaði, skoraði ekki en fagnaði sigri Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Fyrsta tapið í 12 ár Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Sjá meira
Aron Einar er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Venesúela í vináttulandsleik og Albaníu í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði. Þetta er í fyrsta sinn síðan í júní í fyrra sem Aron Einar er valinn í landsliðið en hann kom ekki til greina í það vegna ásakana um nauðgun. Í síðasta mánuði staðfesti ríkissaksóknari svo að málið sem var höfðað gegn Aroni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, leikmanni FH, hefði verið fellt niður af héraðssaksóknara. Samkvæmt reglum KSÍ var Arnari því frjálst að velja Aron aftur í landsliðið sem og hann gerði fyrir næstu leiki þess. Landsliðsþjálfarinn er mjög ánægður að hafa endurheimt Aron. „Hann er fyrirliði íslenska landsliðsins og leiðtogi. En það er ekki bara hann, það eru fleiri leiðtogar í þessu liði, eins og Birkir Bjarnason, sem hafa sýnt það undanfarna mánuði. En ég held að það viti það allir að Aron Einar er það góður fótboltamaður að hann er hluti af íslenska landsliðinu,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir blaðamannafund KSÍ í gær. Hann segist ekki hafa verið í vafa um að velja Aron og hefur ekki áhyggjur af því að möguleg neikvæð umræða vegna valsins hafi áhrif á íslenska liðið. „Nei, ég vel bara íslenska landsliðið sem þjálfari þess og það er mitt hlutverk. Við vinnum bara eftir ákveðnum reglum sem okkur eru gefnar. Ég hef engar áhyggjur af því að leikmennirnir geti ekki einbeitt sér að þessu skemmtilega og mikilvæga verkefni sem framundan eru,“ sagði Arnar. Aron lék síðast með landsliðinu í 2-2 jafntefli við Pólland í júní 2021. Alls hefur Akureyringurinn leikið 97 landsleiki og verið fyrirliði í meirihluta þeirra.
Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Körfubolti Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Körfubolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Antony skoraði þegar lið Andra Lucasar tapaði stórt á heimavelli „Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang“ Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Orri byrjaði, skoraði ekki en fagnaði sigri Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Fyrsta tapið í 12 ár Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti