„Ólíkt síðasta tímabili ætlum við að breyta jafnteflum í sigra í vetur“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. september 2022 21:50 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með að hafa ekki tekið sigurinn í kvöld Vísir/Vilhelm Afturelding gerði jafntefli við FH í 2. umferð Olís deildar karla. Leikurinn var jafn og spennandi þar sem FH fékk lokasóknina en allt kom fyrir ekki og leikurinn endaði 25-25. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með aðeins eitt stig. „Við ætlum að breyta þessum jafnteflum í sigra í vetur. Ég er hundfúll með þetta þar sem við áttum að klára leikinn. Við byrjuðum seinni hálfleik illa en náðum svo góðum tökum á leiknum og vorum sjálfum okkur verstir að hafa ekki náð að klára leikinn og að mínu mati hefðum við átt að klára leikinn þegar um það bil fimm mínútur voru eftir.“ Einar Ingi Hrafnsson, línumaður Aftureldingar, fékk beint rautt spjald eftir sex mínútna leik. Gunnar átti eftir að sjá atvikið aftur en treysti dómurunum. „Ég á eftir að sjá atvikið aftur. Einar beygði sig en ég veit ekki hvernig reglurnar eru en dómararnir fóru í skjáinn og kíktu á þetta svo ég ætla treysta þeim.“ Gunnar var ánægður með áhlaup Aftureldingar í fyrri hálfleik sem skilaði sér í þriggja marka forskoti í hálfleik 14-11. „Ég var ánægður með margt. Vörnin var góð og sóknarlega var ég ánægður með Þorstein [Leó Gunnarsson] sem hefur ekki spilað handbolta í mánuð og var frábær en eðlilega var hann þreyttur í lokin. Þorsteinn og Blær geta samt ekki borið sóknarleikinn uppi einir. Við eigum aðra leikmenn inni og þá verður vopnabúrið okkar sterkara.“ Líkt og í síðustu umferð var Afturelding í hörkuleik alveg til enda. Gunnar hrósaði sínu liði fyrir að hafa náð stigi en gegn Val tapaðist leikurinn með einu marki. „Við fengum stigið í kvöld. Það hefði verið grátlegt að tapa þessum leik en auðvitað hefði ég viljað stig gegn Val líka og þar áttum við að fá víti. Við höfum spilað tvo erfiða leiki gegn Val og FH. Við byggjum ofan á þessa frammistöðu og verðum sterkari þegar fleiri leikmenn fara að spila betur,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sjá meira
„Við ætlum að breyta þessum jafnteflum í sigra í vetur. Ég er hundfúll með þetta þar sem við áttum að klára leikinn. Við byrjuðum seinni hálfleik illa en náðum svo góðum tökum á leiknum og vorum sjálfum okkur verstir að hafa ekki náð að klára leikinn og að mínu mati hefðum við átt að klára leikinn þegar um það bil fimm mínútur voru eftir.“ Einar Ingi Hrafnsson, línumaður Aftureldingar, fékk beint rautt spjald eftir sex mínútna leik. Gunnar átti eftir að sjá atvikið aftur en treysti dómurunum. „Ég á eftir að sjá atvikið aftur. Einar beygði sig en ég veit ekki hvernig reglurnar eru en dómararnir fóru í skjáinn og kíktu á þetta svo ég ætla treysta þeim.“ Gunnar var ánægður með áhlaup Aftureldingar í fyrri hálfleik sem skilaði sér í þriggja marka forskoti í hálfleik 14-11. „Ég var ánægður með margt. Vörnin var góð og sóknarlega var ég ánægður með Þorstein [Leó Gunnarsson] sem hefur ekki spilað handbolta í mánuð og var frábær en eðlilega var hann þreyttur í lokin. Þorsteinn og Blær geta samt ekki borið sóknarleikinn uppi einir. Við eigum aðra leikmenn inni og þá verður vopnabúrið okkar sterkara.“ Líkt og í síðustu umferð var Afturelding í hörkuleik alveg til enda. Gunnar hrósaði sínu liði fyrir að hafa náð stigi en gegn Val tapaðist leikurinn með einu marki. „Við fengum stigið í kvöld. Það hefði verið grátlegt að tapa þessum leik en auðvitað hefði ég viljað stig gegn Val líka og þar áttum við að fá víti. Við höfum spilað tvo erfiða leiki gegn Val og FH. Við byggjum ofan á þessa frammistöðu og verðum sterkari þegar fleiri leikmenn fara að spila betur,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum.
Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sjá meira