Íslenska liðið var fjórða á svið í dag og hóf leik með æfingum á gólfi. Eftir góðar æfingar fékk Ísland 18,950 stig frá dómurum keppninnar. Eftir það var farið yfir í æfingar á dýnu. Gekk það almennt vel og fékk íslenska liðið 17,650 stig til viðbótar þar.
Íslenska liðið endaði svo á trampólíni. Þar var niðurstaðan 17,350 stig og bætti liðið stigafjölda sinn frá því í undanúrslitum.
Alls fékk Ísland 53,950 stig og endaði í 2. sæti á meðan Svíþjóð varð Evrópumeistari.