Hinn 23 ára gamli Tristan Freyr sleit krossband í ágúst á síðasta ári og var að nýlega snúinn aftur á völlinn í ágúst síðastliðnum þegar atvikið átti sér stað í leik gegn Keflavík. Var það aðeins hans þriðji leikur á tímabilinu.
Tristan Freyr staðfesti þetta í spjalli við Fótbolti.net en sagðist þó ekki hafa fundið fyrir neinum sársauka. Hann hafi þó fljótlega áttað sig á að ekki væri allt í lagi, sest niður og beðið um skiptingu. Varnarmaðurinn fer í aðgerð síðar í mánuðinum og ljóst er að hann spilar ekki meira með á þessari leiktíð.
Stjarnan vann FH í gær sem þýðir að liðið fer í efri úrslitakeppni Bestu deildarinnar.