Leikurinn var nokkuð jafn framan af en Magdeburg leiddi með einu marki í hálfleik, staðan þá 14-15. Í síðari hálfleik steig meistaraliðið á bensíngjöfina og vann á endanum öruggan fimm marka sigur.
Ómar Ingi gerði sér lítið fyrir og lagði upp 9 mörk fyrir samherja sína ásamt því að skora 5 sjálfur. Gísli Þorgeir skoraði 4 og lagði upp 5 mörk.
Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach unnu eins marks sigur á Wetzlar á útivelli, lokatölur 29-30. Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark í leiknum.
Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk í þriggja marka tapi Melsungen gegn Hannover og Viggó Kristjánsson skoraði tvo og lagði upp eitt í eins marks tapi Leipzig gegn Hamburg.