Fíóna sló út öllu rafmagni á Púertó Ríkó Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2022 10:26 Borgarbúar í San Juan á Púertó Ríkó húka inni í myrkrinu eftir að rafmagni sló út í fellibylnum Fíónu. Vísir/EPA Allir íbúar Karíbahafseyjarinnar Púertó Ríkó voru án rafmagns þegar fellibylurinn Fíóna gekk yfir hana í gær. Mikil flóð og aurskriður fylgdu bylnum sem var fyrsta stigs fellibylur. Vindhraðinn náði allt að 39 metrum á sekúndu þegar Fíóna gekk á land og sló öllu rafmagni út á eyjunni þar sem um 3,3 milljónir manna búa. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC hefur rafmagni sums staðar verið komið á aftur, þar á meðal á aðalsjúkrahúsinu í höfuðborginni San Juan. Það gæti þó tekið einhverja daga að koma rafmagni á alls staðar. Severe flooding in Puerto Rico right now as Hurricane Fiona moves in. Over 2 feet of rain expected. Via @GDELISCARpic.twitter.com/TfB7L29yxX— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 18, 2022 Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði og lýsti Joe Biden Bandaríkjaforseti yfir neyðarástandi á eyjunni. Hundruð manna þurftu að flýja heimili sín eða var bjargað undan flóðvatni. Höfnum var lokað og öllum flugferðum frá aðalflugvelli landsins var aflýst vegna bylsins. Skólar og opinberar stofnanir verða lokaðar í dag. Pedro Pierluisi, ríkisstjóri Púertó Ríkó, sagði tjónið af völdum Fíónu skelfilegt. Áfram er spáð úrhellisrigningu á eyjunni í dag. Fimm ár eru frá því að fellibylurinn María lék eyjaskeggja á Púertó Ríkó grátt. Þremur vikum eftir að veðrinu slotaði höfðu aðeins tíu prósent íbúa endurheimt rafmagn. Flutningskerfi eyjarinnar er ennþá sagt veikburða og tímabundið rafmagnsleysi er þar daglegt brauð. Þá hafast þúsundir manna enn við í hálfgerðum bráðabirgðaskýlum með aðeins bláan segldúk sem þak til að verja sig fyrir veðri og vindum, að sögn AP-fréttastofunnar. Fíóna stefnir nú á Dóminíska lýðveldið, Haítí og Turks- og Caicoseyjar í dag og gæti valdið usla á syðsta odda Bahamaeyja á morgun. Einn fórst þegar flóð skall á húsi hans á Gvadelúpeyjum áður en fellibylurinn náði að Púertó Ríkó. Púertó Ríkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Vindhraðinn náði allt að 39 metrum á sekúndu þegar Fíóna gekk á land og sló öllu rafmagni út á eyjunni þar sem um 3,3 milljónir manna búa. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC hefur rafmagni sums staðar verið komið á aftur, þar á meðal á aðalsjúkrahúsinu í höfuðborginni San Juan. Það gæti þó tekið einhverja daga að koma rafmagni á alls staðar. Severe flooding in Puerto Rico right now as Hurricane Fiona moves in. Over 2 feet of rain expected. Via @GDELISCARpic.twitter.com/TfB7L29yxX— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 18, 2022 Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði og lýsti Joe Biden Bandaríkjaforseti yfir neyðarástandi á eyjunni. Hundruð manna þurftu að flýja heimili sín eða var bjargað undan flóðvatni. Höfnum var lokað og öllum flugferðum frá aðalflugvelli landsins var aflýst vegna bylsins. Skólar og opinberar stofnanir verða lokaðar í dag. Pedro Pierluisi, ríkisstjóri Púertó Ríkó, sagði tjónið af völdum Fíónu skelfilegt. Áfram er spáð úrhellisrigningu á eyjunni í dag. Fimm ár eru frá því að fellibylurinn María lék eyjaskeggja á Púertó Ríkó grátt. Þremur vikum eftir að veðrinu slotaði höfðu aðeins tíu prósent íbúa endurheimt rafmagn. Flutningskerfi eyjarinnar er ennþá sagt veikburða og tímabundið rafmagnsleysi er þar daglegt brauð. Þá hafast þúsundir manna enn við í hálfgerðum bráðabirgðaskýlum með aðeins bláan segldúk sem þak til að verja sig fyrir veðri og vindum, að sögn AP-fréttastofunnar. Fíóna stefnir nú á Dóminíska lýðveldið, Haítí og Turks- og Caicoseyjar í dag og gæti valdið usla á syðsta odda Bahamaeyja á morgun. Einn fórst þegar flóð skall á húsi hans á Gvadelúpeyjum áður en fellibylurinn náði að Púertó Ríkó.
Púertó Ríkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12