Víkingar mest með boltann | ÍBV með flestar langar sendingar og brot Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 14:02 Eiður Aron Sigurbjörnsson og félagar hafa verið duglegir að brjóta af sér í sumar. Vísir/Diego Líkt og undanfarin ár heldur WyScout utan um alla tölfræði tengda Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. Þegar tölfræði Bestu deildar karla er skoðuð eru nokkrir hlutir sem koma á óvart, til að mynda að Breiðablik sé með næstflestar langar sendingar í deildinni og að Stjarnan sé aðeins með fjórða lægsta meðalaldurinn. Hefðbundinni deildarkeppni Bestu deildar karla lauk á laugardag með sex leikjum. Breiðablik jók forskot sitt á toppnum á meðan sigur Leiknis Reykjavíkur lyfti þeim upp úr fallsæti. Ef mótið væri með hefðbundnu sniði þá væri Breiðablik löngu orðið Íslandsmeistari á meðan FH og ÍA væru fallin niður í Lengjudeildina. Það eru hins vegar fimm umferðir eftir og að þeim loknum verður loks ljóst hvaða lið stendur uppi sem sigurvegari, hvaða lið fara í Evrópu og hvaða lið falla. Á vef WyScout má finna ýmsa tölfræði, sumar áhugaverðari en aðra. Víkingur, markahæsta lið deildarinnar með 58 mörk - þremur meira en topplið Breiðabliks, var aðeins með 42 í xG eða vænt mörk. Það þýðir að færin sem Víkingar hafa skapað sér ættu öllu jafna að leiða til 42 marka. Erlingur Agnarsson er markahæstur Víkinga með sjö mörk.Vísir/Hulda Margrét Að liðið hafi skorað 58 þýðir annað hvort að markverðir deildarinnar hafi nær alltaf átt slakan dag gegn Víkingum eða að leikmenn liðsins hafi reimað á sig markaskóna leik eftir leik. Þá virðist sem Skagamenn hafi fengið alltof mörg mörk á sig. Alls fékk liðið á sig 53 mörk í leikjunum 22 en xG mótherja liðsins var aðeins upp á 43.5 mörk. Árni Marinó Einarsson hefur staðið milli stanganna í sjö af 22 leikjum ÍA í sumar. Hann er fæddur árið 2002.Vísir/Diego ÍA var með yngsta meðalaldur deildarinnar eða 24.1 ár. Stjarnan, sem hefur fengið mikið hrós fyrir fjölda ungra leikmanna í leikmannahópi sínum, var með meðalaldur upp á 25.7 ár. Íslandsmeistarar Víkings hélt boltanum hvað best í hinni hefðbundnu deildarkeppni. Var liðið með boltann 59.7 prósent að meðaltali í leik. Þar á eftir er topplið Breiðabliks með 57.6 prósent og svo FH með 54.6 prósent en Hafnfirðingar eru skera sig úr þar sem Breiðablik og Víkingur eru efstu tvö lið deildarinnar á meðan FH er í fallsæti. FH-ingar elska að vera með boltann og senda á milli. Það hefur þó ekki gefið þeim mörg stig í sumar.Vísir/Hulda Margrét Liðin sem voru hvað mest með boltann eru einnig þau lið sem hafa átt flestar sendingar. Alls gáfu Víkingar 10.856 sendingar, Blikar gáfu 10.104 og FH-ingar gáfu 9823. ÍBV var hins vegar það lið sem gaf flestar langar sendingar eða 1308 talsins á meðan Breiðablik er nokkuð óvænt í öðru sæti þess lista með 1267 langar sendingar. Eyjamenn voru einnig á toppnum yfir flest brot í deildinni en alls var 311 flautað á lærisveina Hermanns Hreiðarssonar. Þar á eftir koma KR (306) og Keflavík (301). Athygli vekur þó að ÍBV er ekki meðal fimm efstu liða þegar kemr að gulum spjöldum. Keflavík toppar þann lista með 72 slík á meðan Valsmenn nældu í 65 gul spjöld í sumar og KR-ingar 60 stykki. Eyjamenn nældu sér þó í fjögur rauð spjöld, flest allra í deildinni. Theodór Elmar Bjarnason gefur eina af 600 fyrirgjöfum KR í sumar.Vísir/Hulda Margrét Þá var ekkert lið nálægt KR þegar kom að því að gefa boltann fyrir markið. Lærisveinar Rúnars Kristinssonar hafa alls gefið 600 fyrirgjafir í sumar. FH er næst með 467 fyrirgjafir og KA þar á eftir með 461 fyrirgjöf. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Hefðbundinni deildarkeppni Bestu deildar karla lauk á laugardag með sex leikjum. Breiðablik jók forskot sitt á toppnum á meðan sigur Leiknis Reykjavíkur lyfti þeim upp úr fallsæti. Ef mótið væri með hefðbundnu sniði þá væri Breiðablik löngu orðið Íslandsmeistari á meðan FH og ÍA væru fallin niður í Lengjudeildina. Það eru hins vegar fimm umferðir eftir og að þeim loknum verður loks ljóst hvaða lið stendur uppi sem sigurvegari, hvaða lið fara í Evrópu og hvaða lið falla. Á vef WyScout má finna ýmsa tölfræði, sumar áhugaverðari en aðra. Víkingur, markahæsta lið deildarinnar með 58 mörk - þremur meira en topplið Breiðabliks, var aðeins með 42 í xG eða vænt mörk. Það þýðir að færin sem Víkingar hafa skapað sér ættu öllu jafna að leiða til 42 marka. Erlingur Agnarsson er markahæstur Víkinga með sjö mörk.Vísir/Hulda Margrét Að liðið hafi skorað 58 þýðir annað hvort að markverðir deildarinnar hafi nær alltaf átt slakan dag gegn Víkingum eða að leikmenn liðsins hafi reimað á sig markaskóna leik eftir leik. Þá virðist sem Skagamenn hafi fengið alltof mörg mörk á sig. Alls fékk liðið á sig 53 mörk í leikjunum 22 en xG mótherja liðsins var aðeins upp á 43.5 mörk. Árni Marinó Einarsson hefur staðið milli stanganna í sjö af 22 leikjum ÍA í sumar. Hann er fæddur árið 2002.Vísir/Diego ÍA var með yngsta meðalaldur deildarinnar eða 24.1 ár. Stjarnan, sem hefur fengið mikið hrós fyrir fjölda ungra leikmanna í leikmannahópi sínum, var með meðalaldur upp á 25.7 ár. Íslandsmeistarar Víkings hélt boltanum hvað best í hinni hefðbundnu deildarkeppni. Var liðið með boltann 59.7 prósent að meðaltali í leik. Þar á eftir er topplið Breiðabliks með 57.6 prósent og svo FH með 54.6 prósent en Hafnfirðingar eru skera sig úr þar sem Breiðablik og Víkingur eru efstu tvö lið deildarinnar á meðan FH er í fallsæti. FH-ingar elska að vera með boltann og senda á milli. Það hefur þó ekki gefið þeim mörg stig í sumar.Vísir/Hulda Margrét Liðin sem voru hvað mest með boltann eru einnig þau lið sem hafa átt flestar sendingar. Alls gáfu Víkingar 10.856 sendingar, Blikar gáfu 10.104 og FH-ingar gáfu 9823. ÍBV var hins vegar það lið sem gaf flestar langar sendingar eða 1308 talsins á meðan Breiðablik er nokkuð óvænt í öðru sæti þess lista með 1267 langar sendingar. Eyjamenn voru einnig á toppnum yfir flest brot í deildinni en alls var 311 flautað á lærisveina Hermanns Hreiðarssonar. Þar á eftir koma KR (306) og Keflavík (301). Athygli vekur þó að ÍBV er ekki meðal fimm efstu liða þegar kemr að gulum spjöldum. Keflavík toppar þann lista með 72 slík á meðan Valsmenn nældu í 65 gul spjöld í sumar og KR-ingar 60 stykki. Eyjamenn nældu sér þó í fjögur rauð spjöld, flest allra í deildinni. Theodór Elmar Bjarnason gefur eina af 600 fyrirgjöfum KR í sumar.Vísir/Hulda Margrét Þá var ekkert lið nálægt KR þegar kom að því að gefa boltann fyrir markið. Lærisveinar Rúnars Kristinssonar hafa alls gefið 600 fyrirgjafir í sumar. FH er næst með 467 fyrirgjafir og KA þar á eftir með 461 fyrirgjöf.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira