Fráfarandi þjálfari KR axlar ábyrgð „fyrst það er lítið um það“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. september 2022 07:30 Arnar Páll (t.h.) ásamt Jóhannesi Karli Sigursteinssyni sem hætti sem þjálfari liðsins fyrr í sumar vegna umgjarðarleysis. Vísir/Hulda Margrét Arnar Páll Garðarsson, sem þjálfaði fallið kvennalið KR í sumar en mun ljúka störfum í lok tímabils, segist eiga sinn þátt í því að börurnar voru ekki mannaðar í umtöluðum leik KR og Selfoss í Bestu deild kvenna á sunnudag. Mikið umtal hefur vaknað eftir leik sunnudagsins þar sem Hannah Tillett, leikmaður KR, meiddist illa og lá sárþjáð á vellinum í fleiri mínútur en KR hafði ekki mannað sjúkrabörur á vellinum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félagið sætir gagnrýni fyrir umgjörð leikja kvennaliðsins í sumar. Í viðtali við Vísi eftir leik sagði Christopher Harrington, annar þjálfara KR, að félagið yrði að sýna leikmönnum kvennaliðsins virðingu og þá myndi það skila sér á vellinum. Fyrirliði liðsins, Rebekka Sverrisdóttir, lét félagið heyra það í viðtali eftir leik vegna slæmrar umgjarðar í kringum kvennaliðið og metnaðarleysis gagnvart kvennahluta starfsins. Páll Kristjánsson, formaður félagsins, hefur svarað fyrir málið þar sem hann kennir um slökum árangri karla- og kvennaliðs KR í sumar og skorts á sjálfboðaliðum til að ganga í þau störf sem þurfi að fylla í kringum leiki liðsins. Hann segir fjölda sjálfboðaliða hafa verið á leiknum sem um ræðir og segir ómaklegt að gagnrýna störf þeirra sem gefa vinnu sína. Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður liðsins, svaraði Páli fullum hálsi á samfélagsmiðlinum Twitter í gær þar sem hún gerði að því skóna að Páll léti lítið sjá sig á leikjum kvennaliðsins. Í verkahring þjálfara liðsins að redda á börurnar Arnar Páll Garðarson, sem þjálfaði liðið ásamt áðurnefndum Harrington síðari hluta sumars, tók einnig til máls á Twitter í gærkvöld. Hann virðist þá gefa í skyn að þeir sem með valdið fara í félaginu taki litla ábyrgð í málinu og tekur sinn hluta hennar. Börurnar hafi verið í hans verkahring og honum hafi mistekist að manna þær eftir forföll með skömmum fyrirvara. „Ég ætla allavega að sýna fordæmi og taka sök á mig fyrst það er lítið um það virðist vera. Ásamt því að þjálf mfl kvk þá þjálfa ég einnig 3.fl kvk og á að fá leikmenn til að mæta á börur/miðasölu og gæslu. Ég gerði það fullseint, leikmenn sem voru boðaðir (með stuttum fyrirvara) þeir forfölluðust og því tíminn tæpur á að ná að redda þessu og finnst mér ömurlegt að Hannah hafi þurft að lenda í þessu en ömurlegast af þessu öllu eru auðvitað meiðslin hennar sem virðist gleymast,“ segir Arnar Páll á Twitter. Arnar Páll mun ekki starfa áfram fyrir KR að tímabilinu loknu en samningur hans við félagið er að renna út og var ekki endurnýjaður. Leiðrétting kl. 10:30: Í fréttinni var greint frá því að Arnari Páli hefði verið sagt upp störfum hjá KR. Hið rétta er að samningur hans náði til loka leiktíðarinnar og ákvörðun tekin um að hann skildi ekki endurnýjaður, fremur en að samningi hans hafi verið sagt upp. þeir forfölluðust og því tíminn tæpur á að ná að redda þessu og finnst mér ömurlegt að Hannah hafi þurft að lenda í þessu en ömurlegast af þessu öllu eru auðvitað meiðslin hennar sem virðist gleymast. #fotboltinet— Arnar Páll (@arnar9) September 19, 2022 KR Besta deild kvenna Jafnréttismál Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Sjá meira
Mikið umtal hefur vaknað eftir leik sunnudagsins þar sem Hannah Tillett, leikmaður KR, meiddist illa og lá sárþjáð á vellinum í fleiri mínútur en KR hafði ekki mannað sjúkrabörur á vellinum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félagið sætir gagnrýni fyrir umgjörð leikja kvennaliðsins í sumar. Í viðtali við Vísi eftir leik sagði Christopher Harrington, annar þjálfara KR, að félagið yrði að sýna leikmönnum kvennaliðsins virðingu og þá myndi það skila sér á vellinum. Fyrirliði liðsins, Rebekka Sverrisdóttir, lét félagið heyra það í viðtali eftir leik vegna slæmrar umgjarðar í kringum kvennaliðið og metnaðarleysis gagnvart kvennahluta starfsins. Páll Kristjánsson, formaður félagsins, hefur svarað fyrir málið þar sem hann kennir um slökum árangri karla- og kvennaliðs KR í sumar og skorts á sjálfboðaliðum til að ganga í þau störf sem þurfi að fylla í kringum leiki liðsins. Hann segir fjölda sjálfboðaliða hafa verið á leiknum sem um ræðir og segir ómaklegt að gagnrýna störf þeirra sem gefa vinnu sína. Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður liðsins, svaraði Páli fullum hálsi á samfélagsmiðlinum Twitter í gær þar sem hún gerði að því skóna að Páll léti lítið sjá sig á leikjum kvennaliðsins. Í verkahring þjálfara liðsins að redda á börurnar Arnar Páll Garðarson, sem þjálfaði liðið ásamt áðurnefndum Harrington síðari hluta sumars, tók einnig til máls á Twitter í gærkvöld. Hann virðist þá gefa í skyn að þeir sem með valdið fara í félaginu taki litla ábyrgð í málinu og tekur sinn hluta hennar. Börurnar hafi verið í hans verkahring og honum hafi mistekist að manna þær eftir forföll með skömmum fyrirvara. „Ég ætla allavega að sýna fordæmi og taka sök á mig fyrst það er lítið um það virðist vera. Ásamt því að þjálf mfl kvk þá þjálfa ég einnig 3.fl kvk og á að fá leikmenn til að mæta á börur/miðasölu og gæslu. Ég gerði það fullseint, leikmenn sem voru boðaðir (með stuttum fyrirvara) þeir forfölluðust og því tíminn tæpur á að ná að redda þessu og finnst mér ömurlegt að Hannah hafi þurft að lenda í þessu en ömurlegast af þessu öllu eru auðvitað meiðslin hennar sem virðist gleymast,“ segir Arnar Páll á Twitter. Arnar Páll mun ekki starfa áfram fyrir KR að tímabilinu loknu en samningur hans við félagið er að renna út og var ekki endurnýjaður. Leiðrétting kl. 10:30: Í fréttinni var greint frá því að Arnari Páli hefði verið sagt upp störfum hjá KR. Hið rétta er að samningur hans náði til loka leiktíðarinnar og ákvörðun tekin um að hann skildi ekki endurnýjaður, fremur en að samningi hans hafi verið sagt upp. þeir forfölluðust og því tíminn tæpur á að ná að redda þessu og finnst mér ömurlegt að Hannah hafi þurft að lenda í þessu en ömurlegast af þessu öllu eru auðvitað meiðslin hennar sem virðist gleymast. #fotboltinet— Arnar Páll (@arnar9) September 19, 2022
KR Besta deild kvenna Jafnréttismál Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti