Norska konungsfjölskyldan greinir frá þessu að því er segir í frétt Verdens Gang. Þar kemur ennfremur að Hákon muni einnig eiga fundi með fulltrúum atvinnulífsins þar sem áhersla sé lögð á grænar lausnir.
Krónprinsinn mun einnig halda á slóðir nýja hraunsins í Fagradalsfjalli í fylgd með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.
Ráðstefna Hringborðs norðurslóða fer fram dagana 13. til 16. október í Hörpu í Reykjavík.
Hinn 49 ára Hákon er sonur Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar.