„Selfoss græðir á því og hún græðir á því“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2022 15:30 Ásdís Þóra Ágústsdóttir spilar með Selfyssingum í vetur. mynd/Selfoss Ásdís Þóra Ágústsdóttir kom að láni til Selfoss frá Val fyrir tímabilið í Olís-deildinni í handbolta og sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni hafa mikla trú á að hún reynist nýliðunum dýrmæt. Ásdís Þóra átti sinn þátt í góðum sigri nýliðanna frá Selfossi gegn HK í fyrstu umferð. Hún sleit krossband í hné fyrir einu og hálfu ári síðan, þá nýbúin að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannssamning við sænska félagið Lugi. Hún sneri aftur til Vals í sumar, þar sem hún hefur leikið undir stjórn pabba síns, Ágústs Jóhannssonar, en fór að láni til Selfoss eins og fyrr segir. „Það að Selfyssingar fái leikstjórnanda, og leikmann sem verið hefur í efstu deild, í lykilhlutverki því hún var í stóru hlutverki hjá Val áður en hún fór út, það gefur liðinu helling,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Ásdís Þóra í Selfossi „Mér fannst hún smellpassa inn í spilastíl Selfoss,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir og bætti við: „Hún hefur gríðarlegan skilning á handknattleik, eins og við sáum á þessum sendingum. Mér fannst hún pínu róleg í þessum leik en maður sá hvað hún passar vel inn í þennan hóp. Bæði fyrir liðið og hana, eftir svona erfið meiðsli, að fá traustið og spila er mjög gott næsta skref hjá henni.“ Þurfi að nýta tímann vel Aðspurður hvort ekki væri mikilvægt fyrir Selfoss að nýta tímann vel á meðan að Ásdís Þóra væri til staðar, þar sem ekki væri vitað hvenær hún færi aftur á Hlíðarenda, sagði Árni Stefán Guðjónsson: „Engin spurning. Ásdís er algjör gæðaleikmaður og á eftir að spila sig í betra stand eftir þessi erfiðu meiðsli sem hún glímdi við. En það væri frábært fyrir Selfossliðið að ná að vinna eins mikið af leikjum og hægt er meðan hún er enn með þeim.“ „Maður veit svo sem ekki hvenær hún fer til baka. Bensínverðið fer hækkandi og Gústi verður kannski orðinn brjálaður um áramótin,“ sagði Árni léttur og bætti við: „Valsliðið er vel mannað eins og er, og á meðan svo er þá er þetta „win-win“ staða. Selfoss græðir á því og hún græðir á því.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild kvenna UMF Selfoss Valur Seinni bylgjan Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Sjá meira
Ásdís Þóra átti sinn þátt í góðum sigri nýliðanna frá Selfossi gegn HK í fyrstu umferð. Hún sleit krossband í hné fyrir einu og hálfu ári síðan, þá nýbúin að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannssamning við sænska félagið Lugi. Hún sneri aftur til Vals í sumar, þar sem hún hefur leikið undir stjórn pabba síns, Ágústs Jóhannssonar, en fór að láni til Selfoss eins og fyrr segir. „Það að Selfyssingar fái leikstjórnanda, og leikmann sem verið hefur í efstu deild, í lykilhlutverki því hún var í stóru hlutverki hjá Val áður en hún fór út, það gefur liðinu helling,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Ásdís Þóra í Selfossi „Mér fannst hún smellpassa inn í spilastíl Selfoss,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir og bætti við: „Hún hefur gríðarlegan skilning á handknattleik, eins og við sáum á þessum sendingum. Mér fannst hún pínu róleg í þessum leik en maður sá hvað hún passar vel inn í þennan hóp. Bæði fyrir liðið og hana, eftir svona erfið meiðsli, að fá traustið og spila er mjög gott næsta skref hjá henni.“ Þurfi að nýta tímann vel Aðspurður hvort ekki væri mikilvægt fyrir Selfoss að nýta tímann vel á meðan að Ásdís Þóra væri til staðar, þar sem ekki væri vitað hvenær hún færi aftur á Hlíðarenda, sagði Árni Stefán Guðjónsson: „Engin spurning. Ásdís er algjör gæðaleikmaður og á eftir að spila sig í betra stand eftir þessi erfiðu meiðsli sem hún glímdi við. En það væri frábært fyrir Selfossliðið að ná að vinna eins mikið af leikjum og hægt er meðan hún er enn með þeim.“ „Maður veit svo sem ekki hvenær hún fer til baka. Bensínverðið fer hækkandi og Gústi verður kannski orðinn brjálaður um áramótin,“ sagði Árni léttur og bætti við: „Valsliðið er vel mannað eins og er, og á meðan svo er þá er þetta „win-win“ staða. Selfoss græðir á því og hún græðir á því.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild kvenna UMF Selfoss Valur Seinni bylgjan Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni