„Gera þetta alveg jafn vel og karlarnir, kannski betur“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. september 2022 07:00 Krystyna Joanna Eiríksdóttir Stöð 2/Bjarni Einarsson Ung kona í málaraiðnnámi segist finna fyrir fordómum þegar hún fer að kaupa málningu. Þrátt fyrir töluverða fjölgun kvenna í iðngreinum telur hún aðeins hægt að uppræta fordóma með enn frekari fjölgun. Fyrir nokkrum árum var auglýst eftir fleiri stúlkum til náms í iðngreinum. Kynjahlutfallið er nú að breytast í fögum eins og dúkalögn, múraraiðn, pípulagningum, húsasmíði og málaraiðn. Sífellt fleiri stúlkur velja nú iðnnám að loknu grunnskólaprófi. „Það eru fleiri strákar en stelpur en stelpurnar eru að sækja á. Það er alltaf að aukast sem betur fer. Við viljum fá fleiri stelpur í deildina,“ segir Arnar Óskarsson, kennari í Málaraiðn við Tækniskólann. Fjallað var um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hentar öllum kynjum Í Danmörku er hlutfallið í málaranáminu mjög jafnt að sögn Arnars, strákar eru í meirihluta í Noregi en stelpurnar í Finnlandi. „Þannig að við erum aðeins eftir á hérna en þetta er allt að lagast. Áður voru mjög fáar stelpur í málarafaginu en fyrsti málarameistarinn, kvennmálarameistarinn hún var íslensk og hét Ásta málari. Hún tók prófið 1920.“ Arnar segir að margt hafi breyst við starfið og það henti í dag öllum kynjum. „Það eru komin góð tæki og góðar lyftur og fleira. Þetta hentar mjög vel fagurkerum og líka þeim sem vinna hratt og örugglega, eins og að mála blokk eftir blokk, hverfi eftir hverfi. Arnar segir málarastarfið mikið breytt og það henti vel öllum kynjum.“ Arnar Óskarsson kennari í málaraiðn við Tækniskólann.Stöð 2/Bjarni Einarsson „Stelpur sækjast í þetta“ Hann telur starfið frábært fyrir fagurkera. Varðandi ástæðu fjölgunar stúlkna í náminu segir Arnar: „Ég held að þetta fag gefi bara ágætlega af sér og þetta er ekkert lengur svona „karlajob“ og það er bara svoleiðis, heimurinn er að breytast. Þetta er ekki bara hjá málurum, þetta er líka hjá smiðum, dúkurum og pípurum. Það eru alltaf að koma fleiri og fleiri í iðnnám, stelpur sækjast í þetta. Það er bara fínt,“ útskýrir Arnar. „Sko málarar eru með stóra og mikla vasa, það er bara til að geta fyllt þá af seðlum en hitt er svo líka að þetta er mjög skemmtilegt starf, mjög svo,“ segir Arnar og hlær. Lítið af prófum og ekkert stress Stúlkum sem sækja um í iðnnámi í Tækniskólanum hefur fjölgað síðustu ár í ákveðnum greinum. Árið 2015 hóf engin stúlka nám í málaraiðn í skólanum en nú í haust voru þær átta. Stúlkur hafa líka bæst við nemendahópinn í fögum eins og dúkalögn. „Ég vissi að ég vildi ekki vinna við eitthvað sitjandi við tölvu allan daginn. Mig langaði að gera eitthvað í vinnunni, og ekki allt of mikið bóklegt nám“ segir Hildur Magnúsdóttir Eirúnardóttir nemandi í málaraiðn. „Ég ákvað þetta eiginlega bara þegar ég var að klára tíunda bekk.“ Hildur Magnúsdóttir EirúnardóttirStöð 2/Bjarni Einarsson Hún segir að námið sé mjög fínt. Það skemmtilegasta við námið að hennar mati er það hvað þetta er frjálst og nemendur ráða þessu mikið sjálfir. „Ógeðslega þægilegt og það er engin pressa eða neitt. Þetta er bara á mér og engin próf. Bara ekkert stress.“ En hvað finnst henni um kynjahlutfallið í náminu og í skólanum? „Það er alveg fullt af stelpum, fleiri en ég var að búast við líka.“ Mætti óboðin og byrjaði að mála Guðrún Margrét Björgvinsdóttir var að læra hárgreiðslu við skólann en fann sig ekki í náminu. Hún tók þá málin í eigin hendur. „Ég kom bara og prófaði að mála og mér fannst það ótrúlega skemmtilegt. Þannig að ég spurði Gunna skólastjóra hvort ég mætti fá að skipta,“ segir Guðrún um þessa ákvörðun. Kennari við skólann sagði fréttamanni að hún væri sennilega sú eina sem hefði brotist inn í málaradeildina. Guðrún Margrét BjörgvinsdóttirStöð 2/Bjarni Einarsson „Já ég mætti bara og náði í einhverja plötu og byrjaði eiginlega bara að mála. Ég spurði aðra nemendur hvernig ég ætti að gera þetta og þau sýndu mér.“ Guðrún segist ánægð með sína ákvörðun. Vön að vera eina stelpan Lóa Guðrún Björnsdóttir lætur kynjahlutfallið í sumum kennslustundunum ekki trufla sig. Þegar fréttamaður heimsótti skólann var hún í kennslu og var þá eina stúlkan nemendahópnum. „Þetta er eiginlega bara orðið venjulegt. Ég er náttúrulega á fjórða árinu mínu og ég var eiginlega líka eina stelpan á öllum hinum, þannig að það er orðið mjög venulegt fyrir mér.“ Lóa er í grunnnámi á byggingarbraut og stefnir á að læra húsasmíði. En hvað var það sem kom mest á óvart við námið? „Bara að við fáum að prófa alla brautina og sjá hvernig okkur finnst í stað þess að setja okkur beint á brautina.“ Aðspurð hvort konum sé að fjölga í skólanum svaraði hún: „Já. Ég er samt ekkert eitthvað mikið að pæla í því.“ Lóa Guðrún BjörnsdóttirStöð 2/Bjarni Einarsson Vantar enn fleiri stelpur Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 töluðu þær allar um góðar móttökur innan deildarinnar og vonast eftir góðu viðmóti í starfinu. Krystyna Joanna Eiríksdóttir var í námi í fatatækni en færði sig yfir í málaraiðn eftir að prófa að vinna við starfið eitt sumar. Helsti munurinn á náminu að hennar mati er kynjamunurinn. „Að fara frá ótrúlega mikið af konum og í fullt af körlum,“ segir Krystyna. „Hvernig sé horft á mann sem iðnaðarmann líka.“ Krystyna Joanna EiríksdóttirStöð 2/Bjarni Einarsson Krystyna segir að í skólanum hafi hún fengið góðar móttökur. Stúlkum hafi fjölgað í greininni en viðhorfið þurfi samt að breytast enn meira. „Ég finn fyrir því að ég sé kona,“ útskýrir Krystyna. „Þegar ég fer í málarabúðir þá finnst mér smá verið að líta niður á mig.“ En hvað þarf þá að breytast hvað varðar viðhorf til kvenna í iðngreinum? „Það þarf bara fleiri af okkur, til að vera alveg hreinskilin. Annars finnst mér við gera þetta alveg jafn vel og karlarnir, kannski betur.“ Skóla - og menntamál Jafnréttismál Framhaldsskólar Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Sjá meira
Fyrir nokkrum árum var auglýst eftir fleiri stúlkum til náms í iðngreinum. Kynjahlutfallið er nú að breytast í fögum eins og dúkalögn, múraraiðn, pípulagningum, húsasmíði og málaraiðn. Sífellt fleiri stúlkur velja nú iðnnám að loknu grunnskólaprófi. „Það eru fleiri strákar en stelpur en stelpurnar eru að sækja á. Það er alltaf að aukast sem betur fer. Við viljum fá fleiri stelpur í deildina,“ segir Arnar Óskarsson, kennari í Málaraiðn við Tækniskólann. Fjallað var um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hentar öllum kynjum Í Danmörku er hlutfallið í málaranáminu mjög jafnt að sögn Arnars, strákar eru í meirihluta í Noregi en stelpurnar í Finnlandi. „Þannig að við erum aðeins eftir á hérna en þetta er allt að lagast. Áður voru mjög fáar stelpur í málarafaginu en fyrsti málarameistarinn, kvennmálarameistarinn hún var íslensk og hét Ásta málari. Hún tók prófið 1920.“ Arnar segir að margt hafi breyst við starfið og það henti í dag öllum kynjum. „Það eru komin góð tæki og góðar lyftur og fleira. Þetta hentar mjög vel fagurkerum og líka þeim sem vinna hratt og örugglega, eins og að mála blokk eftir blokk, hverfi eftir hverfi. Arnar segir málarastarfið mikið breytt og það henti vel öllum kynjum.“ Arnar Óskarsson kennari í málaraiðn við Tækniskólann.Stöð 2/Bjarni Einarsson „Stelpur sækjast í þetta“ Hann telur starfið frábært fyrir fagurkera. Varðandi ástæðu fjölgunar stúlkna í náminu segir Arnar: „Ég held að þetta fag gefi bara ágætlega af sér og þetta er ekkert lengur svona „karlajob“ og það er bara svoleiðis, heimurinn er að breytast. Þetta er ekki bara hjá málurum, þetta er líka hjá smiðum, dúkurum og pípurum. Það eru alltaf að koma fleiri og fleiri í iðnnám, stelpur sækjast í þetta. Það er bara fínt,“ útskýrir Arnar. „Sko málarar eru með stóra og mikla vasa, það er bara til að geta fyllt þá af seðlum en hitt er svo líka að þetta er mjög skemmtilegt starf, mjög svo,“ segir Arnar og hlær. Lítið af prófum og ekkert stress Stúlkum sem sækja um í iðnnámi í Tækniskólanum hefur fjölgað síðustu ár í ákveðnum greinum. Árið 2015 hóf engin stúlka nám í málaraiðn í skólanum en nú í haust voru þær átta. Stúlkur hafa líka bæst við nemendahópinn í fögum eins og dúkalögn. „Ég vissi að ég vildi ekki vinna við eitthvað sitjandi við tölvu allan daginn. Mig langaði að gera eitthvað í vinnunni, og ekki allt of mikið bóklegt nám“ segir Hildur Magnúsdóttir Eirúnardóttir nemandi í málaraiðn. „Ég ákvað þetta eiginlega bara þegar ég var að klára tíunda bekk.“ Hildur Magnúsdóttir EirúnardóttirStöð 2/Bjarni Einarsson Hún segir að námið sé mjög fínt. Það skemmtilegasta við námið að hennar mati er það hvað þetta er frjálst og nemendur ráða þessu mikið sjálfir. „Ógeðslega þægilegt og það er engin pressa eða neitt. Þetta er bara á mér og engin próf. Bara ekkert stress.“ En hvað finnst henni um kynjahlutfallið í náminu og í skólanum? „Það er alveg fullt af stelpum, fleiri en ég var að búast við líka.“ Mætti óboðin og byrjaði að mála Guðrún Margrét Björgvinsdóttir var að læra hárgreiðslu við skólann en fann sig ekki í náminu. Hún tók þá málin í eigin hendur. „Ég kom bara og prófaði að mála og mér fannst það ótrúlega skemmtilegt. Þannig að ég spurði Gunna skólastjóra hvort ég mætti fá að skipta,“ segir Guðrún um þessa ákvörðun. Kennari við skólann sagði fréttamanni að hún væri sennilega sú eina sem hefði brotist inn í málaradeildina. Guðrún Margrét BjörgvinsdóttirStöð 2/Bjarni Einarsson „Já ég mætti bara og náði í einhverja plötu og byrjaði eiginlega bara að mála. Ég spurði aðra nemendur hvernig ég ætti að gera þetta og þau sýndu mér.“ Guðrún segist ánægð með sína ákvörðun. Vön að vera eina stelpan Lóa Guðrún Björnsdóttir lætur kynjahlutfallið í sumum kennslustundunum ekki trufla sig. Þegar fréttamaður heimsótti skólann var hún í kennslu og var þá eina stúlkan nemendahópnum. „Þetta er eiginlega bara orðið venjulegt. Ég er náttúrulega á fjórða árinu mínu og ég var eiginlega líka eina stelpan á öllum hinum, þannig að það er orðið mjög venulegt fyrir mér.“ Lóa er í grunnnámi á byggingarbraut og stefnir á að læra húsasmíði. En hvað var það sem kom mest á óvart við námið? „Bara að við fáum að prófa alla brautina og sjá hvernig okkur finnst í stað þess að setja okkur beint á brautina.“ Aðspurð hvort konum sé að fjölga í skólanum svaraði hún: „Já. Ég er samt ekkert eitthvað mikið að pæla í því.“ Lóa Guðrún BjörnsdóttirStöð 2/Bjarni Einarsson Vantar enn fleiri stelpur Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 töluðu þær allar um góðar móttökur innan deildarinnar og vonast eftir góðu viðmóti í starfinu. Krystyna Joanna Eiríksdóttir var í námi í fatatækni en færði sig yfir í málaraiðn eftir að prófa að vinna við starfið eitt sumar. Helsti munurinn á náminu að hennar mati er kynjamunurinn. „Að fara frá ótrúlega mikið af konum og í fullt af körlum,“ segir Krystyna. „Hvernig sé horft á mann sem iðnaðarmann líka.“ Krystyna Joanna EiríksdóttirStöð 2/Bjarni Einarsson Krystyna segir að í skólanum hafi hún fengið góðar móttökur. Stúlkum hafi fjölgað í greininni en viðhorfið þurfi samt að breytast enn meira. „Ég finn fyrir því að ég sé kona,“ útskýrir Krystyna. „Þegar ég fer í málarabúðir þá finnst mér smá verið að líta niður á mig.“ En hvað þarf þá að breytast hvað varðar viðhorf til kvenna í iðngreinum? „Það þarf bara fleiri af okkur, til að vera alveg hreinskilin. Annars finnst mér við gera þetta alveg jafn vel og karlarnir, kannski betur.“
Skóla - og menntamál Jafnréttismál Framhaldsskólar Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Sjá meira