Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2022 09:15 Lítill drengur í faðmi móður sinnar. Mæðginin voru í hópi 48 venesúelskra hælisleitenda sem ríkisstjóri Flórída sendi frá Texas til Vínekru Mörtu í síðustu viku. AP/Ray Ewing/Vineyard Gazette Venesúelskir hælisleitendur sem ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum lét fljúga með frá Texas til lítils sumardvalarstaðar í Massachusetts hafa stefnt honum fyrir blekkingar og mismunun. Lögmaður þeirra sakar ríkisstjórann um notfæra sér þá sem pólitísk peð. Ríkisstjórar úr röðum Repúblikanaflokknum í landamæraríkjunum Texas og Arizona hafa upp á síðkastið stundað það að senda hælisleitendur með rútum og flugvélum til borga eins og New York, Washington og Chigaco sem demókratar stýra og yfirlýst stefna yfirvalda er að taka ekki þátt í að vísa innflytjendum úr landi. Með því þykjast þeir mótmæla innflytjendastefnu demókrata og að ríki þeirra sitji ein eftir með að taka við straumi hælisleitenda á landamærunum. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tók slíka flutninga skrefinu lengra í síðustu viku þegar hann lét smala saman hópi venesúelskra hælisleitenda í Texas og flytja þá með flugvél til Vínekru Mörtu, lítillar og velmegandi sumardvalareyju í Massachusetts. Fólkinu hafði verið lofað aðstoð og störfum á áfangastað. Yfirvöld á eyjunni fengu engan fyrirvara um komu hælisleitendanna og voru alls óundirbúin. Samfélagið á eyjunni tók aftur á móti höndum saman um að skjóta yfir fólkið skjólshúsi, fæða það og klæða á meðan yfirvöld leystu úr málum þeirra. Svo virðist sem að hælisleitendurnir hafi ekki vitað hvar þeir voru staddir enda hafði þeim verið sagt að þeir færu til Boston. Flórída á ekki landamæri að Mexíkó, þaðan sem langflestir þeirra sem sækjast eftir hæli eða dvöl í Bandaríkjunum koma. DeSantis notaði peninga úr sjóð sem er ætlað að koma hælisleitendum fyrir til að greiða fyrir flutning á hópnum frá Texas til Massachusetts með millilendingu á Flórída. Segir fólkið hafa verið tælt á fölskum forsendum Nú hefur hluti hælisleitendanna stefnt DeSantis og samgönguráðherra hans fyrir alríkisdómstól í Boston og saka þá um sviksamlega og óréttláta áætlun um að koma þeim fyrir annars staðar, að sögn AP-fréttastofunnar. Í stefnunni er því haldið fram að hælisleitendurnir hafi verið tældir til ferðarinnar á fölskum forsendum. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þykir líklegur til að bjóða sig fram til forseta fyrir kosingarnar 2024. Hreppaflutningar hans á hælisleitendum frá Texas til Massachusetts hafa verið bendlaðar við þær framavonir hans.AP/Luis Santana „Engin manneskja ætti að vera notuð sem pólitískt peð,“ sagði Iván Espinoza-Madrigal, forstöðumaður samtaka sem vilja höfða hópmálsókn fyrir hönd hælisleitendanna. DeSantis og talsmenn hans hafa enga iðrun sýnt og ekki viljað staðfesta eða hafna fréttum um að ríkisstjórinn ætli að senda fleiri hælisleitendur um landið. „Það er tækifærismennska að aðgerðasinnar noti ólöglega innflytjendur í pólitískt leikhús,“ segir Taryn Fenske, samskiptastjóri DeSantis, um málsóknina. DeSantis hefur sjálfur verið sakaður um pólitísk bellibrögð með uppátækinu en hann er talinn líklegt forsetaefni Repúblikanaflokksins ef Donald Trump býður sig ekki fram aftur. Lögreglustjóri í San Antonio, þaðan sem hælisleitendunum var flogið, hefur sagt ætla að kanna hvort lögbrot hafi verið framið. Sumir demókratar hafa kallað eftir því að dómsmálaráðuneytið rannsaki flutningana þar sem fólkið var flutt yfir ríkjamörk. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hælisleitendur Tengdar fréttir Rannsaka hreppaflutninga vonarstjörnu repúblikana á hælisleitendum Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar. 20. september 2022 21:03 Flugu farandfólki óvænt til Martha's Vineyard Ríkisstjórar Texas og Arizona í Bandaríkjunum, sem eru Repúblikanar, hafa um mánaða skeið sent farandfólk með rútum til borga í Bandaríkjunum, án þess að láta Demókratana sem stjórna þar vita. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tók þetta skrefinu lengra á dögunum og flaug um fimmtíu manneskjum frá Texast til Martha‘s Vineyard í Massachusetts. 16. september 2022 09:19 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Ríkisstjórar úr röðum Repúblikanaflokknum í landamæraríkjunum Texas og Arizona hafa upp á síðkastið stundað það að senda hælisleitendur með rútum og flugvélum til borga eins og New York, Washington og Chigaco sem demókratar stýra og yfirlýst stefna yfirvalda er að taka ekki þátt í að vísa innflytjendum úr landi. Með því þykjast þeir mótmæla innflytjendastefnu demókrata og að ríki þeirra sitji ein eftir með að taka við straumi hælisleitenda á landamærunum. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tók slíka flutninga skrefinu lengra í síðustu viku þegar hann lét smala saman hópi venesúelskra hælisleitenda í Texas og flytja þá með flugvél til Vínekru Mörtu, lítillar og velmegandi sumardvalareyju í Massachusetts. Fólkinu hafði verið lofað aðstoð og störfum á áfangastað. Yfirvöld á eyjunni fengu engan fyrirvara um komu hælisleitendanna og voru alls óundirbúin. Samfélagið á eyjunni tók aftur á móti höndum saman um að skjóta yfir fólkið skjólshúsi, fæða það og klæða á meðan yfirvöld leystu úr málum þeirra. Svo virðist sem að hælisleitendurnir hafi ekki vitað hvar þeir voru staddir enda hafði þeim verið sagt að þeir færu til Boston. Flórída á ekki landamæri að Mexíkó, þaðan sem langflestir þeirra sem sækjast eftir hæli eða dvöl í Bandaríkjunum koma. DeSantis notaði peninga úr sjóð sem er ætlað að koma hælisleitendum fyrir til að greiða fyrir flutning á hópnum frá Texas til Massachusetts með millilendingu á Flórída. Segir fólkið hafa verið tælt á fölskum forsendum Nú hefur hluti hælisleitendanna stefnt DeSantis og samgönguráðherra hans fyrir alríkisdómstól í Boston og saka þá um sviksamlega og óréttláta áætlun um að koma þeim fyrir annars staðar, að sögn AP-fréttastofunnar. Í stefnunni er því haldið fram að hælisleitendurnir hafi verið tældir til ferðarinnar á fölskum forsendum. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þykir líklegur til að bjóða sig fram til forseta fyrir kosingarnar 2024. Hreppaflutningar hans á hælisleitendum frá Texas til Massachusetts hafa verið bendlaðar við þær framavonir hans.AP/Luis Santana „Engin manneskja ætti að vera notuð sem pólitískt peð,“ sagði Iván Espinoza-Madrigal, forstöðumaður samtaka sem vilja höfða hópmálsókn fyrir hönd hælisleitendanna. DeSantis og talsmenn hans hafa enga iðrun sýnt og ekki viljað staðfesta eða hafna fréttum um að ríkisstjórinn ætli að senda fleiri hælisleitendur um landið. „Það er tækifærismennska að aðgerðasinnar noti ólöglega innflytjendur í pólitískt leikhús,“ segir Taryn Fenske, samskiptastjóri DeSantis, um málsóknina. DeSantis hefur sjálfur verið sakaður um pólitísk bellibrögð með uppátækinu en hann er talinn líklegt forsetaefni Repúblikanaflokksins ef Donald Trump býður sig ekki fram aftur. Lögreglustjóri í San Antonio, þaðan sem hælisleitendunum var flogið, hefur sagt ætla að kanna hvort lögbrot hafi verið framið. Sumir demókratar hafa kallað eftir því að dómsmálaráðuneytið rannsaki flutningana þar sem fólkið var flutt yfir ríkjamörk.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hælisleitendur Tengdar fréttir Rannsaka hreppaflutninga vonarstjörnu repúblikana á hælisleitendum Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar. 20. september 2022 21:03 Flugu farandfólki óvænt til Martha's Vineyard Ríkisstjórar Texas og Arizona í Bandaríkjunum, sem eru Repúblikanar, hafa um mánaða skeið sent farandfólk með rútum til borga í Bandaríkjunum, án þess að láta Demókratana sem stjórna þar vita. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tók þetta skrefinu lengra á dögunum og flaug um fimmtíu manneskjum frá Texast til Martha‘s Vineyard í Massachusetts. 16. september 2022 09:19 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Rannsaka hreppaflutninga vonarstjörnu repúblikana á hælisleitendum Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar. 20. september 2022 21:03
Flugu farandfólki óvænt til Martha's Vineyard Ríkisstjórar Texas og Arizona í Bandaríkjunum, sem eru Repúblikanar, hafa um mánaða skeið sent farandfólk með rútum til borga í Bandaríkjunum, án þess að láta Demókratana sem stjórna þar vita. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tók þetta skrefinu lengra á dögunum og flaug um fimmtíu manneskjum frá Texast til Martha‘s Vineyard í Massachusetts. 16. september 2022 09:19