Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-ÍR 43-28 | Stórsigur Eyjamanna gegn nýliðum ÍR Einar Kárason skrifar 22. september 2022 20:45 Rúnar skoraði átta mörk gegn ÍR. Vísir/Vilhelm ÍBV tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjamenn í leit að sínum fyrsta sigri en ÍR með það í huga að sjokkera annað stórlið eftir sigur á Haukum. Golíat hafði hinsvegar betur gegn Davíð og vann ÍBV með fimmtán mörkum, 43-28. Eyjaliðið hafði bara leikið einn leik í deild fyrir leik kvöldsins en liðið sat hjá í annari umferð vegna þáttöku í Evrópu. Liðið gerði þá jafntefli gegn KA, 35-35. Gestirnir byrjuðu hinsvegar mótið á stóru tapi áður en þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu Hauka í annari umferð. ÍBV hóf leikinn af krafti og skoraði fyrstu fjögur mörk leiksins áður en ÍR tók leikhlé eftir rúmlega fimm mínútna leik. Gestirnir skoruðu loks sitt fyrsta mark eftir leikhlé og komst jafnvægi á leikinn þar sem liðin skiptust á að skora. Þannig gekk það þar til hraðinn í leiknum fór upp úr öllu valdi og Eyjamenn juku forskot sitt í sex mörk, 11-5 eftir rúman stundarfjórðung. Mikið fjör og mikið gaman var í fyrri hálfleiknum og gerðust hlutirnir hratt. Heimamönnum gekk þó betur að koma boltanum í netið og juku þeir forskot sitt hægt og rólega fram að hálfleik en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 23-15. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði en bæði lið mættu vel gíruð til leiks. Mikill hraði og mörg mörk á kostnað varnarleiks og markvörslu einkenndi upphafsmínútur síðari hálfleiks. Sagan endurtók sig en vörn og markvarsla Eyjaliðsins var áberandi betri og þegar stundarfjórðungur eftir lifði leiks var munurinn ellefu mörk, 35-24. ÍBV sýndi klára yfirburði í þessum leik og léku heimamenn á alls oddi í síðari hálfleik og fjarlægðust Breiðhyltinga með hverri mínútunni. Þegar klukkan sló sextíu var munurinn fimmtán mörk og fyrsti sigur ÍBV í vetur færður til bókar. Af hverju vann ÍBV? Eyjaliðið byrjaði leikinn betur og gáfu tóninn fyrir það sem koma skildi. Varnarleikur liðsins hélst í hendur við frábæra markvörslu og varð leikurinn í raun aldrei spennandi allar sextíu mínúturnar. ÍBV rúllaði vel á hópnum og fengum við að sjá framlag frá öllum þeim sem stigu inn á parketið. Gestirnir úr Breiðholti fóru illa með mörg fín tækifæri í upphafi leiks og voru í eltingaleik það sem eftir lifði. Þeir skoruðu tuttugu og átta mörk sem er ekkert til að skammast sín fyrir, en það er vont að fá á sig fjörtíu og þrjú í leiðinni. Hverjir stóðu upp úr? Petar Jokanovic var frábær í marki ÍBV í dag og varði sautján bolta. Það gerði hann með hjálp liðsins sem spilaði góða vörn heilt yfir. Rúnar Kárason skoraði átta mörk en þeir Danjál Ragnarsson, Nökkvi Snær Óðinsson og Kári Kristján Kristjánsson skoruðu sex mörk hver. Í liði gestanna var Viktor Sigurðsson atkvæðamestur með átta mörk á meðan Dagur Sverrir Kristjánsson skoraði sex. Hvað gekk illa? Eins og áður kom fram byrjuðu Breiðhyltingar leikinn illa og varð róðurinn strax orðinn erfiður eftir fimm mínútur. Færanýting gestanna var ekki góð og réðu þeir illa við hraðaupphlaup heimamanna. Hvað gerist næst? Eyjaliðið tekur bátinn upp á meginlandið og keyra stutta stund á Selfoss á fimmtudaginn næstkomandi en ÍR-ingar taka á móti Ísfirðingum þann sama dag. Erlingur: Vörn og markvarsla var góð Erlingur Richardsson.vísir/vilhelm Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með strákana sína að leik loknum. ,,Við vorum vel skipulagðir og vissum að ÍR-ingar kæmi sterkir inn. Þeir sýndu frábæran leik á móti Haukum og eru með frábærar skyttur sem við þurfum að vera tilbúnir að taka á móti. Það tókst mestmegnis og markvarslan hjá okkur var góð. Vörn og markvarsla var góð og við fengum slatta af hraðaupphlaupum úr því, sérstaklega í fyrri hálfleiknum." Halda haus og bæta í ,,Við þurftum að ýta við hópnum og þurftum að gera hlutina með stæl fyrst við höfðum tækifæri til þess. Við héldum heilt yfir haus til að klára leikinn. Það þarf stundum að æfa það að halda haus og bæta í hægt og rólega þó munurinn sé orðinn einhver. Það er enginn tími til að slaka á." ,,Okkur tókst að nota hópinn og ekkert bara undir lokin heldur allan leikinn. Það er hlutverk okkar þjálfaranna að nota þessa leikmenn sem við höfum. Það þarf að álagsstýra og okkur vantar enn þrjá leikmenn inn á gólf." ,,Ég held að mótið verði jafnara en menn hafa verið að spá. Það er fullt af ungum leikmönnum að koma upp í mörgum liðum sem er spennandi að sjá. Þó svo ÍR hafi ekki átt sinn besta dag í dag þá sýndu þeir á móti Haukum að þeir eru sprækir og með efnilegt lið. Það er fullt af öðrum liðum sem spáð er neðar í deildinni sem munu kannski stríða efri liðum." Bjarni: Kúnst að koma til Eyja Bjarni Fritzson.VÍSIR/BÁRA ,,ÍBV er svakalega gott lið og þeir 'overpowera' okkur," sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR. ,,Ég var alls ekki óánægður með mitt lið. Við vorum klaufar og lélegir að nýta ekki færin betur í fyrri hálfleik og það skóp þennan mun. Hefðu þau færi dottið inn hefðum við kannski hangið lengur inn í þessum leik." Vond byrjun ,,Það er kúnst að koma hérna til Eyja. Það krefst reynslu og ég hef einu sinni tekið leikhlé hérna eftir eina mínútu. Það er oft sem menn mæta ekki alveg klárir. Eyjaliðið er ótrúlega flott og sterkt og þeir keyra þig bara niður. Markmaðurinn hjá þeim (Petar Jokanovic) var mjög góður og við vorum ekki að nýta sjénsana okkar. Sóknarlega var ég ánægður, keyrslulega var ég ánægður en varnarlega var ég ekki ánægður." ,,Ég rúllaði á liðinu í lokin og þá óx munurinn milli liðanna svo úrslitin gefa kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum en við erum í þeim fasa að reyna að bæta okkur í öllum þáttum leiksins. Ég var ánægður með margt en annað var ég ekki ánægður með. Það er bara verkefni. Það að koma hingað er geggjað test við bestu aðstæður og besta liðið. Það er bara gaman af því." Kaflaskipt upphaf móts: Stórt tap - frábær sigur - stórt tap ,,Eina sem ég pæli í er mómentið sem við er í gangi núna. Næsti leikur, næsta æfingar og það sem við erum að gera. Við erum bara að hugsa um að bæta okkur og það sjá það allir að það eru fullt af hæfileikum í liðinu og við gerum fullt af flottum hlutum. Svo er ýmislegt sem við þurfum að vera í og við verðum betri í. " Olís-deild karla ÍBV ÍR
ÍBV tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjamenn í leit að sínum fyrsta sigri en ÍR með það í huga að sjokkera annað stórlið eftir sigur á Haukum. Golíat hafði hinsvegar betur gegn Davíð og vann ÍBV með fimmtán mörkum, 43-28. Eyjaliðið hafði bara leikið einn leik í deild fyrir leik kvöldsins en liðið sat hjá í annari umferð vegna þáttöku í Evrópu. Liðið gerði þá jafntefli gegn KA, 35-35. Gestirnir byrjuðu hinsvegar mótið á stóru tapi áður en þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu Hauka í annari umferð. ÍBV hóf leikinn af krafti og skoraði fyrstu fjögur mörk leiksins áður en ÍR tók leikhlé eftir rúmlega fimm mínútna leik. Gestirnir skoruðu loks sitt fyrsta mark eftir leikhlé og komst jafnvægi á leikinn þar sem liðin skiptust á að skora. Þannig gekk það þar til hraðinn í leiknum fór upp úr öllu valdi og Eyjamenn juku forskot sitt í sex mörk, 11-5 eftir rúman stundarfjórðung. Mikið fjör og mikið gaman var í fyrri hálfleiknum og gerðust hlutirnir hratt. Heimamönnum gekk þó betur að koma boltanum í netið og juku þeir forskot sitt hægt og rólega fram að hálfleik en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 23-15. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði en bæði lið mættu vel gíruð til leiks. Mikill hraði og mörg mörk á kostnað varnarleiks og markvörslu einkenndi upphafsmínútur síðari hálfleiks. Sagan endurtók sig en vörn og markvarsla Eyjaliðsins var áberandi betri og þegar stundarfjórðungur eftir lifði leiks var munurinn ellefu mörk, 35-24. ÍBV sýndi klára yfirburði í þessum leik og léku heimamenn á alls oddi í síðari hálfleik og fjarlægðust Breiðhyltinga með hverri mínútunni. Þegar klukkan sló sextíu var munurinn fimmtán mörk og fyrsti sigur ÍBV í vetur færður til bókar. Af hverju vann ÍBV? Eyjaliðið byrjaði leikinn betur og gáfu tóninn fyrir það sem koma skildi. Varnarleikur liðsins hélst í hendur við frábæra markvörslu og varð leikurinn í raun aldrei spennandi allar sextíu mínúturnar. ÍBV rúllaði vel á hópnum og fengum við að sjá framlag frá öllum þeim sem stigu inn á parketið. Gestirnir úr Breiðholti fóru illa með mörg fín tækifæri í upphafi leiks og voru í eltingaleik það sem eftir lifði. Þeir skoruðu tuttugu og átta mörk sem er ekkert til að skammast sín fyrir, en það er vont að fá á sig fjörtíu og þrjú í leiðinni. Hverjir stóðu upp úr? Petar Jokanovic var frábær í marki ÍBV í dag og varði sautján bolta. Það gerði hann með hjálp liðsins sem spilaði góða vörn heilt yfir. Rúnar Kárason skoraði átta mörk en þeir Danjál Ragnarsson, Nökkvi Snær Óðinsson og Kári Kristján Kristjánsson skoruðu sex mörk hver. Í liði gestanna var Viktor Sigurðsson atkvæðamestur með átta mörk á meðan Dagur Sverrir Kristjánsson skoraði sex. Hvað gekk illa? Eins og áður kom fram byrjuðu Breiðhyltingar leikinn illa og varð róðurinn strax orðinn erfiður eftir fimm mínútur. Færanýting gestanna var ekki góð og réðu þeir illa við hraðaupphlaup heimamanna. Hvað gerist næst? Eyjaliðið tekur bátinn upp á meginlandið og keyra stutta stund á Selfoss á fimmtudaginn næstkomandi en ÍR-ingar taka á móti Ísfirðingum þann sama dag. Erlingur: Vörn og markvarsla var góð Erlingur Richardsson.vísir/vilhelm Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með strákana sína að leik loknum. ,,Við vorum vel skipulagðir og vissum að ÍR-ingar kæmi sterkir inn. Þeir sýndu frábæran leik á móti Haukum og eru með frábærar skyttur sem við þurfum að vera tilbúnir að taka á móti. Það tókst mestmegnis og markvarslan hjá okkur var góð. Vörn og markvarsla var góð og við fengum slatta af hraðaupphlaupum úr því, sérstaklega í fyrri hálfleiknum." Halda haus og bæta í ,,Við þurftum að ýta við hópnum og þurftum að gera hlutina með stæl fyrst við höfðum tækifæri til þess. Við héldum heilt yfir haus til að klára leikinn. Það þarf stundum að æfa það að halda haus og bæta í hægt og rólega þó munurinn sé orðinn einhver. Það er enginn tími til að slaka á." ,,Okkur tókst að nota hópinn og ekkert bara undir lokin heldur allan leikinn. Það er hlutverk okkar þjálfaranna að nota þessa leikmenn sem við höfum. Það þarf að álagsstýra og okkur vantar enn þrjá leikmenn inn á gólf." ,,Ég held að mótið verði jafnara en menn hafa verið að spá. Það er fullt af ungum leikmönnum að koma upp í mörgum liðum sem er spennandi að sjá. Þó svo ÍR hafi ekki átt sinn besta dag í dag þá sýndu þeir á móti Haukum að þeir eru sprækir og með efnilegt lið. Það er fullt af öðrum liðum sem spáð er neðar í deildinni sem munu kannski stríða efri liðum." Bjarni: Kúnst að koma til Eyja Bjarni Fritzson.VÍSIR/BÁRA ,,ÍBV er svakalega gott lið og þeir 'overpowera' okkur," sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR. ,,Ég var alls ekki óánægður með mitt lið. Við vorum klaufar og lélegir að nýta ekki færin betur í fyrri hálfleik og það skóp þennan mun. Hefðu þau færi dottið inn hefðum við kannski hangið lengur inn í þessum leik." Vond byrjun ,,Það er kúnst að koma hérna til Eyja. Það krefst reynslu og ég hef einu sinni tekið leikhlé hérna eftir eina mínútu. Það er oft sem menn mæta ekki alveg klárir. Eyjaliðið er ótrúlega flott og sterkt og þeir keyra þig bara niður. Markmaðurinn hjá þeim (Petar Jokanovic) var mjög góður og við vorum ekki að nýta sjénsana okkar. Sóknarlega var ég ánægður, keyrslulega var ég ánægður en varnarlega var ég ekki ánægður." ,,Ég rúllaði á liðinu í lokin og þá óx munurinn milli liðanna svo úrslitin gefa kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum en við erum í þeim fasa að reyna að bæta okkur í öllum þáttum leiksins. Ég var ánægður með margt en annað var ég ekki ánægður með. Það er bara verkefni. Það að koma hingað er geggjað test við bestu aðstæður og besta liðið. Það er bara gaman af því." Kaflaskipt upphaf móts: Stórt tap - frábær sigur - stórt tap ,,Eina sem ég pæli í er mómentið sem við er í gangi núna. Næsti leikur, næsta æfingar og það sem við erum að gera. Við erum bara að hugsa um að bæta okkur og það sjá það allir að það eru fullt af hæfileikum í liðinu og við gerum fullt af flottum hlutum. Svo er ýmislegt sem við þurfum að vera í og við verðum betri í. "
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti