Ragnhildur áfram rektor HR Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2022 11:02 Nýja stjórn Háskólans í Reykjavík skipa þau Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir (formaður),Tanya Zharov aðstoðarforstjóri Alvotech og Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. HR Ný stjórn Háskólans í Reykjavík hefur framlengt ráðningarsamning Ragnhildar Helgadóttur rektors til ársins 2026. Ragnhildur tók við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni árið 2021, en hann hafði þá verið rektor í ellefu ár. Ragnhildur gerði upphaflega samning til eins árs, sem hefur nú verið framlengdur. Frá þessu segir í tilkynningu frá HR. Í fyrsta sinn er nú samið við rektor um að gegna starfinu í tiltekinn tíma – fjögur ár – en möguleiki er á að sami einstaklingur gegni starfinu í tvö tímabil. Þetta sé í samræmi við það sem þekkist í öðrum háskólum á Norðurlöndunum. Haft er eftir Ragnhildi að undanfarið ár hafi bæði verið skemmtilegt og krefjandi. „Háskólinn í Reykjavík stendur faglega sterkar en nokkru sinni og það gengur allt afskaplega vel. Skólinn hefur á að skipa frábæru starfsfólki og nemendahópurinn hefur aldrei verið stærri eða sterkari, en 300 starfsmenn og 350 stundakennarar vinna nú með ríflega fjögur þúsund nemendum skólans. Yfirlýst hlutverk HR er að undirbúa samfélagið fyrir framtíðina og það gerum við með því að skapa og miðla þekkingu. Skólinn stendur mjög vel á alþjóðlegum listum yfir gæði háskóla. Í mínum verkahring er sem fyrr að hugsa um hag skólans í heild. Það gerum við til dæmis með því að efla mannauð okkar í námi, rannsóknum og starfi. Þegar vel tekst til nærum við vaxtarsprota sem leiða til nýsköpunar í atvinnulífi. Við vitum um sextíu sprotafyrirtæki með rætur í verkefnum í HR. Það þykir mér harla gott fyrir ungan skóla af hóflegri stærð,“ segir Ragnhildur. Ragnhildur Helgadóttir tók við rektorsstöðunni í HR á síðasta ári.HR Viðamikil reynsla Um Ragnhildur segir að hún hafi um tveggja áratuga skeið verið meðal virkustu vísindamanna Háskólans í Reykjavík, en hún hafi jafnframt viðamikla reynslu af stjórnun. „Hún var forseti samfélagssviðs HR 2019-2021, deildarforseti lagadeildar 2014-2019 og prófessor við lagadeild frá 2006. Kennslu við skólann hóf hún árið 2002. Ragnhildur var í sex ár formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs og hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Hún hefur kennt við háskóla í Montreal, Ottawa, París og Toulouse.“ Háskólinn í Reykjavík er hlutafélag og eru hluthafar og eignarhluti þeirra eftirfarandi: Menntasjóður Viðskiptaráðs Íslands 64 prósent, Samtök iðnaðarins 24 prósent og Samtök atvinnulífsins tólf prósent. „Eigendur hafa ekki fjárhagslegan ávinning af rekstri HR og það er óheimilt að greiða arð til hluthafa. HR er því rekinn eins og um sjálfseignarstofnun sé að ræða og ávinningurinn snýst um að efla menntun í landinu. Stjórnin sinnir almennum stjórnarstörfum og ber ábyrgð á stefnumótun, stjórnskipulagi, fjármálum og almennum rekstri,“ segir um HR í tilkynningunni. Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá HR. Í fyrsta sinn er nú samið við rektor um að gegna starfinu í tiltekinn tíma – fjögur ár – en möguleiki er á að sami einstaklingur gegni starfinu í tvö tímabil. Þetta sé í samræmi við það sem þekkist í öðrum háskólum á Norðurlöndunum. Haft er eftir Ragnhildi að undanfarið ár hafi bæði verið skemmtilegt og krefjandi. „Háskólinn í Reykjavík stendur faglega sterkar en nokkru sinni og það gengur allt afskaplega vel. Skólinn hefur á að skipa frábæru starfsfólki og nemendahópurinn hefur aldrei verið stærri eða sterkari, en 300 starfsmenn og 350 stundakennarar vinna nú með ríflega fjögur þúsund nemendum skólans. Yfirlýst hlutverk HR er að undirbúa samfélagið fyrir framtíðina og það gerum við með því að skapa og miðla þekkingu. Skólinn stendur mjög vel á alþjóðlegum listum yfir gæði háskóla. Í mínum verkahring er sem fyrr að hugsa um hag skólans í heild. Það gerum við til dæmis með því að efla mannauð okkar í námi, rannsóknum og starfi. Þegar vel tekst til nærum við vaxtarsprota sem leiða til nýsköpunar í atvinnulífi. Við vitum um sextíu sprotafyrirtæki með rætur í verkefnum í HR. Það þykir mér harla gott fyrir ungan skóla af hóflegri stærð,“ segir Ragnhildur. Ragnhildur Helgadóttir tók við rektorsstöðunni í HR á síðasta ári.HR Viðamikil reynsla Um Ragnhildur segir að hún hafi um tveggja áratuga skeið verið meðal virkustu vísindamanna Háskólans í Reykjavík, en hún hafi jafnframt viðamikla reynslu af stjórnun. „Hún var forseti samfélagssviðs HR 2019-2021, deildarforseti lagadeildar 2014-2019 og prófessor við lagadeild frá 2006. Kennslu við skólann hóf hún árið 2002. Ragnhildur var í sex ár formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs og hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Hún hefur kennt við háskóla í Montreal, Ottawa, París og Toulouse.“ Háskólinn í Reykjavík er hlutafélag og eru hluthafar og eignarhluti þeirra eftirfarandi: Menntasjóður Viðskiptaráðs Íslands 64 prósent, Samtök iðnaðarins 24 prósent og Samtök atvinnulífsins tólf prósent. „Eigendur hafa ekki fjárhagslegan ávinning af rekstri HR og það er óheimilt að greiða arð til hluthafa. HR er því rekinn eins og um sjálfseignarstofnun sé að ræða og ávinningurinn snýst um að efla menntun í landinu. Stjórnin sinnir almennum stjórnarstörfum og ber ábyrgð á stefnumótun, stjórnskipulagi, fjármálum og almennum rekstri,“ segir um HR í tilkynningunni.
Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira