Mikilvægt að skoða hvort konur treysti heilbrigðiskerfinu fyrir krabbameinsskimunum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. september 2022 13:00 Yfirlæknir brjóstamiðstöðvar segir mikilvægt að skoða hvort konur treysti heilbrigðiskerfinu þegar kemur að krabbameinsskimunum í ljósi fyrri mistaka við greiningu leghálskrabbameina. Ný brjóstamiðstöð opnaði í morgun með það að markmiði að gera þjónustu við konur aðgengilegri. Heilbrigðisráðherra segir framtakið framfaraskref í heilsusögu kvenna. Ný brjóstamiðstöð Landspítlans var formlega vígð í morgun. Opnun miðstöðvarinnar er liður í að samþætta þjónustu við geiningu, meðferð og eftirlit brjóstmeina og jafnframt til að styrkja og efla starfsemina. Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, yfirmaður brjóstaskurðlækninga, segir markmiðið að byggja upp heildræna þjónustu fyrri konur í landinu. „Endurskipuleggja ferla og slíkt og gera þjónustuna aðgengilega þannig að greiningartími verði sem stystur og við sjáum meiri samfellu í flæði í gegnum greiningarferil, meðferðarferil og eftirlit.“ Þjónustan hafi verið of dreifð Svanheiður segir að þjónustan hafi verið allt of flókin og dreifð um heilbrigðiskerfið. „Já það hefur verið það og nú höfum við tækifæri til þess að fanga alla þjónustuna á einn stað. Það er hugmyndin með brjóstamiðstöð að hér er öll sú þjónusta sem konur þurfa að leita til vegna allra vandamála í brjóstum.“ Heldur þú að konur treysti kerfinu, t.d. eftir mistök við greiningu á leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu? „Já það er góð spurning. Það er eitt af því sem við þurfum að komast að. Ég held að reynslan muni sýna fram á það hvort þeir treysti kerfinu. Okkur er mjög annt um skimunina og við sem komum að skimunarverkefninu við vinnum saman og erum að endurskoða hvað við getum gert til að bæta þjónustuna og til þess að auka aðgengið þannig að konur hreinlega mæti.“ Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra.bjarni einarsson Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra segir að þjónustan hafi verið of brotakennd en með opnun miðstöðvarinnar sé, líkt og Svanheiður sagði, öll þjónusta komin á einn stað. „Í því fellst auðvitað efling þjónustu og samfella og samlegð sem við þekkjum frá teymisvinnu sem er alltaf að aukast í allri heilbrigðisþjónustu og hún er ekki síst nauðsynleg á þessu sviði,“ sagði Willum. Er þetta framfaraskref í heilsusögu kvenna? „Já mér finnst það, stórt framfaraskref.“ Landspítalinn Skimun fyrir krabbameini Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ný brjóstamiðstöð Landspítlans var formlega vígð í morgun. Opnun miðstöðvarinnar er liður í að samþætta þjónustu við geiningu, meðferð og eftirlit brjóstmeina og jafnframt til að styrkja og efla starfsemina. Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, yfirmaður brjóstaskurðlækninga, segir markmiðið að byggja upp heildræna þjónustu fyrri konur í landinu. „Endurskipuleggja ferla og slíkt og gera þjónustuna aðgengilega þannig að greiningartími verði sem stystur og við sjáum meiri samfellu í flæði í gegnum greiningarferil, meðferðarferil og eftirlit.“ Þjónustan hafi verið of dreifð Svanheiður segir að þjónustan hafi verið allt of flókin og dreifð um heilbrigðiskerfið. „Já það hefur verið það og nú höfum við tækifæri til þess að fanga alla þjónustuna á einn stað. Það er hugmyndin með brjóstamiðstöð að hér er öll sú þjónusta sem konur þurfa að leita til vegna allra vandamála í brjóstum.“ Heldur þú að konur treysti kerfinu, t.d. eftir mistök við greiningu á leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu? „Já það er góð spurning. Það er eitt af því sem við þurfum að komast að. Ég held að reynslan muni sýna fram á það hvort þeir treysti kerfinu. Okkur er mjög annt um skimunina og við sem komum að skimunarverkefninu við vinnum saman og erum að endurskoða hvað við getum gert til að bæta þjónustuna og til þess að auka aðgengið þannig að konur hreinlega mæti.“ Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra.bjarni einarsson Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra segir að þjónustan hafi verið of brotakennd en með opnun miðstöðvarinnar sé, líkt og Svanheiður sagði, öll þjónusta komin á einn stað. „Í því fellst auðvitað efling þjónustu og samfella og samlegð sem við þekkjum frá teymisvinnu sem er alltaf að aukast í allri heilbrigðisþjónustu og hún er ekki síst nauðsynleg á þessu sviði,“ sagði Willum. Er þetta framfaraskref í heilsusögu kvenna? „Já mér finnst það, stórt framfaraskref.“
Landspítalinn Skimun fyrir krabbameini Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira