Brim kaupir aukinn kvóta og nýtt skip Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2022 14:31 Guðmundur Kristjánsson er eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og forstjóri Brims. Vísir/Vilhelm Brim hf. hefur gengið frá samkomulagi við Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. um kaup á félaginu RE 27 ehf. en eignir þess eru frystitogarinn Sólborg RE og veiðiheimildir. Markmið viðskiptanna er sagt vera að efla uppsjávarsvið Brims og styrkja uppsjávarvinnslu félagsins á Vopnafirði. Í tilkynningu til Kauphallar segir að verðmæti eigna félagsins séu 88,5 milljónir evra, en verðmæti kvóta miðist við markaðsverð í dag og óháðu mati skipasala á Sólborgu RE. ÚR festi kaup á frystitogaranum Sólborgu fyrir um ári, en togarinn hét þá Tasermiut var áður í eigu Arctic Prime Fisheries á Grænlandi. Togarinn var smíðaður árið 1988, er 76 metra langur og 13,2 metrar á breidd. Í tilkynningunni segir að skuldir RE 27 ehf. hjá viðskiptabanka nemi 81,5 milljónum evra og muni Brim yfirtaka þær. Kaupverð félagsins sé því sjö milljónir evra sem verði greiddar við frágang viðskipta og eftir að búið sé að uppfylla hefðbundna fyrirvara. Togarinn Sólborg RE-27 var smíðaður árið 1988, er 76 metra langur og 13,2 metrar á breidd.ÚR „Keyptar veiðiheimildir á Íslandsmiðum eru 5.84% aflahlutdeild í loðnu, 3.39% í makríl, 11.42% í gulllaxi og 16.86% af þorskveiðikvóta Íslendinga í Barentshafi. Aflaheimildir í loðnu eru ekki komnar til úthlutunar á þessu ári og heimildir til þorskveiða í Barentshafi eru ekki taldar með í heildaraflaheimildum og því eykur viðbótarkvótinn í makríl og gulllaxi aflaheimildir Brims úr 11.56% af heildarþorskígildistonnum í 11.82%. Ekki er komin úthlutun í loðnu fyrir þetta fiskveiðiár og þar af leiðandi er loðnan 0 þorskígildi í dag. Á síðasta ári fóru heildaraflaheimildir Brims í 14.19% við mikla úthlutun á loðnukvóta, þá var ígildisstuðullinn 0,36 í loðnu en er fyrir þetta fiskveiðiár 0,11. Markmið þessara viðskipta er að efla uppsjávarsvið Brims og styrkja uppsjávarvinnslu félagsins á Vopnafirði. Þá eykur félagið getu sína til veiða á Norðurslóðum. Á undanförnum árum hefur Brim fjárfest í auknum aflaheimildum m.a. með kaupum á félögunum Ögurvík í Reykjavik og Kambi í Hafnarfirði og hafa þau viðskipti bætt afkomu félagsins til muna og aukið arðsemi rekstrarins. Útgerðarfélag Reykjavíkur er eigandi að 43,97% af hlutafé í Brimi hf. og er eigandi félagsins, Guðmundur Kristjánsson, jafnframt forstjóri Brims,“ segir í tilkynningunni. Brim Sjávarútvegur Vopnafjörður Kauphöllin Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Í tilkynningu til Kauphallar segir að verðmæti eigna félagsins séu 88,5 milljónir evra, en verðmæti kvóta miðist við markaðsverð í dag og óháðu mati skipasala á Sólborgu RE. ÚR festi kaup á frystitogaranum Sólborgu fyrir um ári, en togarinn hét þá Tasermiut var áður í eigu Arctic Prime Fisheries á Grænlandi. Togarinn var smíðaður árið 1988, er 76 metra langur og 13,2 metrar á breidd. Í tilkynningunni segir að skuldir RE 27 ehf. hjá viðskiptabanka nemi 81,5 milljónum evra og muni Brim yfirtaka þær. Kaupverð félagsins sé því sjö milljónir evra sem verði greiddar við frágang viðskipta og eftir að búið sé að uppfylla hefðbundna fyrirvara. Togarinn Sólborg RE-27 var smíðaður árið 1988, er 76 metra langur og 13,2 metrar á breidd.ÚR „Keyptar veiðiheimildir á Íslandsmiðum eru 5.84% aflahlutdeild í loðnu, 3.39% í makríl, 11.42% í gulllaxi og 16.86% af þorskveiðikvóta Íslendinga í Barentshafi. Aflaheimildir í loðnu eru ekki komnar til úthlutunar á þessu ári og heimildir til þorskveiða í Barentshafi eru ekki taldar með í heildaraflaheimildum og því eykur viðbótarkvótinn í makríl og gulllaxi aflaheimildir Brims úr 11.56% af heildarþorskígildistonnum í 11.82%. Ekki er komin úthlutun í loðnu fyrir þetta fiskveiðiár og þar af leiðandi er loðnan 0 þorskígildi í dag. Á síðasta ári fóru heildaraflaheimildir Brims í 14.19% við mikla úthlutun á loðnukvóta, þá var ígildisstuðullinn 0,36 í loðnu en er fyrir þetta fiskveiðiár 0,11. Markmið þessara viðskipta er að efla uppsjávarsvið Brims og styrkja uppsjávarvinnslu félagsins á Vopnafirði. Þá eykur félagið getu sína til veiða á Norðurslóðum. Á undanförnum árum hefur Brim fjárfest í auknum aflaheimildum m.a. með kaupum á félögunum Ögurvík í Reykjavik og Kambi í Hafnarfirði og hafa þau viðskipti bætt afkomu félagsins til muna og aukið arðsemi rekstrarins. Útgerðarfélag Reykjavíkur er eigandi að 43,97% af hlutafé í Brimi hf. og er eigandi félagsins, Guðmundur Kristjánsson, jafnframt forstjóri Brims,“ segir í tilkynningunni.
Brim Sjávarútvegur Vopnafjörður Kauphöllin Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira