„Þetta var draumur sem ég bjóst ekkert endilega við að myndi rætast“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. september 2022 07:00 Martha Hermannsdóttir hefur ákveðið að setja skóna upp í hillu og einbeita sér að tannlækningum. Vísir/Daníel Þór Martha Hermannsdóttir, fyrirliði KA/Þórs í Olís deild kvenna undanfarin ár, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir viðburðarríkan feril. Tannlækningar eiga nú hug hennar allan. Martha verður 39 ára síðar á árinu en hún hefur glímt við meiðsli síðustu tvö tímabil. Hún hefur því ákveðið að þetta sé rétti tímapunkturinn til að láta gott heita. „Þetta er búið að blunda aðeins í mér. Meiðsli hafa aðeins verið að hrjá mig þannig að eftir síðasta tímabil, þegar við urðum Íslandsmeistarar, var ég aðeins að spá í þetta en fannst ég ekki geta hætt. Þetta var svo ótrúlega skemmtilegt og þvílíkt ævintýri það tímabil,“ sagði Martha í viðtali við Stöð 2 og Vísi í dag, föstudag. „Það var ákveðið að við myndum fara í Evrópukeppnina eftir það. Ég tímdi ekki að sleppa því, að fara í Evrópukeppnina að með mínu uppeldisfélagi svo ég ákvað að taka eitt tímabil í viðbót. Svo fann ég eftir síðasta tímabil, það var mikið álag.“ „Við fórum til Kósovó og Spánar í Evrópukeppninni, undanúrslit í báðum bikarkeppnunum, þreföld umferð. Rosalega margir leikir og mikið álag. Skrokkurinn var orðinn ansi þreyttur í vor. Ég tók svo sem ekkert ákvörðunina alveg strax en mig grunaði að þetta myndi enda.“ Martha segist hafa íhugað að hætta þegar hún eignaðist sitt yngsta barn en síðan hafa liðið sjö ár og framlengdist ferillinn því töluvert. „Svo togar þetta í mann, þetta gefur manni svo mikið. Kannski helst eftir það (barnsburðinn) sem ég íhugaði að hætta en svo var ég fljót að komast í form. Var kominn á völlinn áður en ég vissi af. Martha hefur lengi verið burðarás hjá KA/Þór og eftir misjafnan árangur um árabil upplifði hún að verða bæði Íslands- og bikarmeistari með uppeldisfélaginu vorið 2021. „Þetta var draumur sem ég bjóst ekkert endilega við að myndi rætast hér á Akureyri. Ég spilaði náttúrulega með Haukum þegar ég var fyrir sunnan í náminu og varð Íslands- og bikarmeistari með þeim. En það er eitthvað sérstakt sætt við það að vinna með uppeldisfélaginu. Að vera hérna í KA heimilinu með sína áhorfendur og alla sem maður þekkir svo þetta var einstaklega sætt,“ sagði tannlæknirinn Martha Hermannsdóttir að endingu. Fyrirliðinn Martha Hermannsdóttir fagnar titlinum vorið 2021.vísir/hulda margrét Handbolti Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Martha verður 39 ára síðar á árinu en hún hefur glímt við meiðsli síðustu tvö tímabil. Hún hefur því ákveðið að þetta sé rétti tímapunkturinn til að láta gott heita. „Þetta er búið að blunda aðeins í mér. Meiðsli hafa aðeins verið að hrjá mig þannig að eftir síðasta tímabil, þegar við urðum Íslandsmeistarar, var ég aðeins að spá í þetta en fannst ég ekki geta hætt. Þetta var svo ótrúlega skemmtilegt og þvílíkt ævintýri það tímabil,“ sagði Martha í viðtali við Stöð 2 og Vísi í dag, föstudag. „Það var ákveðið að við myndum fara í Evrópukeppnina eftir það. Ég tímdi ekki að sleppa því, að fara í Evrópukeppnina að með mínu uppeldisfélagi svo ég ákvað að taka eitt tímabil í viðbót. Svo fann ég eftir síðasta tímabil, það var mikið álag.“ „Við fórum til Kósovó og Spánar í Evrópukeppninni, undanúrslit í báðum bikarkeppnunum, þreföld umferð. Rosalega margir leikir og mikið álag. Skrokkurinn var orðinn ansi þreyttur í vor. Ég tók svo sem ekkert ákvörðunina alveg strax en mig grunaði að þetta myndi enda.“ Martha segist hafa íhugað að hætta þegar hún eignaðist sitt yngsta barn en síðan hafa liðið sjö ár og framlengdist ferillinn því töluvert. „Svo togar þetta í mann, þetta gefur manni svo mikið. Kannski helst eftir það (barnsburðinn) sem ég íhugaði að hætta en svo var ég fljót að komast í form. Var kominn á völlinn áður en ég vissi af. Martha hefur lengi verið burðarás hjá KA/Þór og eftir misjafnan árangur um árabil upplifði hún að verða bæði Íslands- og bikarmeistari með uppeldisfélaginu vorið 2021. „Þetta var draumur sem ég bjóst ekkert endilega við að myndi rætast hér á Akureyri. Ég spilaði náttúrulega með Haukum þegar ég var fyrir sunnan í náminu og varð Íslands- og bikarmeistari með þeim. En það er eitthvað sérstakt sætt við það að vinna með uppeldisfélaginu. Að vera hérna í KA heimilinu með sína áhorfendur og alla sem maður þekkir svo þetta var einstaklega sætt,“ sagði tannlæknirinn Martha Hermannsdóttir að endingu. Fyrirliðinn Martha Hermannsdóttir fagnar titlinum vorið 2021.vísir/hulda margrét
Handbolti Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira