Arnar Þór: Ungu strákarnir fá stórt hlutverk gegn Albaníu Atli Arason skrifar 25. september 2022 10:45 Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands. Getty/Juan Manuel Serrano Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, telur afar mikilvægt að Ísland sæki til sigurs gegn Albaníu á þriðjudaginn í leik þar sem ungu strákarnir fá að njóta sín. U-21 landsliðið leikur á sama tíma gífurlega mikilvægan leik gegn Tékklandi í umspili um laust sæti á EM yngri landsliða. Eftir sigur Ísrael á Albaníu í gær er ljóst að Ísrael hefur tryggt sér sigur í riðlinum en ekkert lið fellur úr riðlinum þar sem Rússar voru dæmdir úr leik. Ísland getur því annað hvort endað í öðru eða þriðja sæti riðilsins. Arnar útskýrir þó í viðtali við KSÍ TV að enn þá er nóg um að keppa. „Það er helst að nefna tvær ástæður. Annars vegar drátturinn fyrir undankeppni EM núna í október. Með því að enda í öðru sæti riðilsins eigum við möguleika á því að vera í styrkleikaflokk númer tvö fyrir dráttinn,“ sagði Arnar, áður en hann bætti við. „Hins vegar, með því að enda í öðru sæti fyrir ofan Albaníu, gæfi það okkur aukna möguleika að fá að taka þátt í umspilinu í mars 2024, ef við þyrftum á því að halda. Stefnan er að sjálfsögðu sett á að komast inn á EM í gegnum undankeppnina en með því að lenda í öðru sæti þá gætum við orðið eitt þeirra liða sem fær bakdyraleið inn á mótið, sem við þekkjum mjög vel.“ Alls eru 7 leikmenn í A-landsliðshópnum sem eru gjaldgengir í U-21 liðið. Það eru þeir Andri Lucas Guðjohnsen, Elías Rafn Ólafsson, Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Egill Ellertsson, Patrik Sigurður Gunnarsson og Þórir Jóhann Helgason. „Við erum rosalega stoltir af þeim en eins og ég sagði áðan þá er þetta mjög mikilvægur leikur á þriðjudaginn [gegn Albaníu]. Þeir hafa verið að sinna stórum hlutverkum hjá okkur hvort sem þeir hafa byrjað leikinn eða komið inn á.“ „Það er sterkt að vera með góða blöndu í liðinu. Þegar blandan er góð þá eru þeir yngri að læra af þeim eldri og þeir eldri að sækja orku í þá yngri. Það er ekki hollt að vera með of gamalt lið og það er ekki heldur holt að vera með of ungt lið. Þegar þessi blanda er komin þá fá allir þessir leikmenn hlutverk hvort sem þeir eru eldri eða yngri. Ég sé fram á stórt hlutverk fyrir þessa ungu stráka á þriðjudaginn,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
U-21 landsliðið leikur á sama tíma gífurlega mikilvægan leik gegn Tékklandi í umspili um laust sæti á EM yngri landsliða. Eftir sigur Ísrael á Albaníu í gær er ljóst að Ísrael hefur tryggt sér sigur í riðlinum en ekkert lið fellur úr riðlinum þar sem Rússar voru dæmdir úr leik. Ísland getur því annað hvort endað í öðru eða þriðja sæti riðilsins. Arnar útskýrir þó í viðtali við KSÍ TV að enn þá er nóg um að keppa. „Það er helst að nefna tvær ástæður. Annars vegar drátturinn fyrir undankeppni EM núna í október. Með því að enda í öðru sæti riðilsins eigum við möguleika á því að vera í styrkleikaflokk númer tvö fyrir dráttinn,“ sagði Arnar, áður en hann bætti við. „Hins vegar, með því að enda í öðru sæti fyrir ofan Albaníu, gæfi það okkur aukna möguleika að fá að taka þátt í umspilinu í mars 2024, ef við þyrftum á því að halda. Stefnan er að sjálfsögðu sett á að komast inn á EM í gegnum undankeppnina en með því að lenda í öðru sæti þá gætum við orðið eitt þeirra liða sem fær bakdyraleið inn á mótið, sem við þekkjum mjög vel.“ Alls eru 7 leikmenn í A-landsliðshópnum sem eru gjaldgengir í U-21 liðið. Það eru þeir Andri Lucas Guðjohnsen, Elías Rafn Ólafsson, Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Egill Ellertsson, Patrik Sigurður Gunnarsson og Þórir Jóhann Helgason. „Við erum rosalega stoltir af þeim en eins og ég sagði áðan þá er þetta mjög mikilvægur leikur á þriðjudaginn [gegn Albaníu]. Þeir hafa verið að sinna stórum hlutverkum hjá okkur hvort sem þeir hafa byrjað leikinn eða komið inn á.“ „Það er sterkt að vera með góða blöndu í liðinu. Þegar blandan er góð þá eru þeir yngri að læra af þeim eldri og þeir eldri að sækja orku í þá yngri. Það er ekki hollt að vera með of gamalt lið og það er ekki heldur holt að vera með of ungt lið. Þegar þessi blanda er komin þá fá allir þessir leikmenn hlutverk hvort sem þeir eru eldri eða yngri. Ég sé fram á stórt hlutverk fyrir þessa ungu stráka á þriðjudaginn,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira