„Eina sem við getum gert er að klára mótið með sæmd“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. september 2022 16:35 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Vilhelm Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega súr og svekktur eftir 2-0 tap liðsins gegn Selfyssingum í næstseinustu umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Tapið þýðir að Evrópudraumar Blika eru í hættu og Ásmundur segir tilfinninguna ekki góða eftir leik. „Hún er vond, hún er mjög vond,“ sagði Ásmundur aðspurður að því hvernig tilfinningin hjá honum og stelpunum í liðinu væri eftir leikinn. Breiðablik situr enn í öðru sæti deildarinnar með 33 stig þegar liðið á einn leik eftir, en Stjarnan getur lyft sér upp í annað sætið með sigri gegn Þór/KA á morgun. „Að sjálfsögðu komum við hingað til þess að vinna og ekkert annað. Þetta er þá ekki lengur í okkar höndum og það eina sem við getum gert er að klára mótið með sæmd og vinna síðasta leikinn sem er á heimavelli.“ „Við vissum alltaf að hér yrði erfiður leikur því Selfoss er með gott lið. Leikurinn þróaðist fannst mér þannig að Selfyssingarnir byrjuðu sterkt og keyrðu svolítið á okkur. Svo fannst mér við vinna okkur ágætlega inn í leikinn og við sóttum meira og héldum meira í boltann nánast allan leikinn. En þær refsuðu okkur með tveimur góðum hraðaupphlaupum og okkur gekk ekkert að opna markareikninginn og því fór sem fór.“ Eins og Ásmundur segir sótti Breiðablik mun meira en heimakonur í leiknum og virtust alltaf líklegri til að skora næsta mark. Liðinu gekk þó afar illa að opna vörn Selfyssinga og Ásmundur segir að liðinu hafi skort gæði á seinasta þriðjungi vallarins. „Það vantaði gæði í fremta þriðjunginn hjá okkur í dag. Þetta var pínu erfitt og vindhviðurnar höfðu kannski eitthvað um það að segja. En það vantaði eitthvað svona extra á lokaþriðjungnum til að finna lokasendinguna eða lokaskotið. Það klárlega vantaði upp á það hjá okkur.“ Breiðablik tekur á móti Þrótti í lokaumferð Bestu-deildar kvenna næstkomandi sunnudag og þar dugir ekkert minna en sigur ætli liðið sér að eiga möguleika á Evrópusæti. „Það mótiverar sig sjálft. Við komum hundrað prósent klárar í þann leik,“ sagði Ásmundur að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 2-0 | Evróudraumar Blika í hættu eftir tap á Selfossi Breiðablik mátti þola 2-0 tap er liðið heimsótti Selfoss í næstseinustu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Tapið þýðir að liðið þarf að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að tryggja sér Evrópusæti í lokaumferðinni. 25. september 2022 15:55 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Hún er vond, hún er mjög vond,“ sagði Ásmundur aðspurður að því hvernig tilfinningin hjá honum og stelpunum í liðinu væri eftir leikinn. Breiðablik situr enn í öðru sæti deildarinnar með 33 stig þegar liðið á einn leik eftir, en Stjarnan getur lyft sér upp í annað sætið með sigri gegn Þór/KA á morgun. „Að sjálfsögðu komum við hingað til þess að vinna og ekkert annað. Þetta er þá ekki lengur í okkar höndum og það eina sem við getum gert er að klára mótið með sæmd og vinna síðasta leikinn sem er á heimavelli.“ „Við vissum alltaf að hér yrði erfiður leikur því Selfoss er með gott lið. Leikurinn þróaðist fannst mér þannig að Selfyssingarnir byrjuðu sterkt og keyrðu svolítið á okkur. Svo fannst mér við vinna okkur ágætlega inn í leikinn og við sóttum meira og héldum meira í boltann nánast allan leikinn. En þær refsuðu okkur með tveimur góðum hraðaupphlaupum og okkur gekk ekkert að opna markareikninginn og því fór sem fór.“ Eins og Ásmundur segir sótti Breiðablik mun meira en heimakonur í leiknum og virtust alltaf líklegri til að skora næsta mark. Liðinu gekk þó afar illa að opna vörn Selfyssinga og Ásmundur segir að liðinu hafi skort gæði á seinasta þriðjungi vallarins. „Það vantaði gæði í fremta þriðjunginn hjá okkur í dag. Þetta var pínu erfitt og vindhviðurnar höfðu kannski eitthvað um það að segja. En það vantaði eitthvað svona extra á lokaþriðjungnum til að finna lokasendinguna eða lokaskotið. Það klárlega vantaði upp á það hjá okkur.“ Breiðablik tekur á móti Þrótti í lokaumferð Bestu-deildar kvenna næstkomandi sunnudag og þar dugir ekkert minna en sigur ætli liðið sér að eiga möguleika á Evrópusæti. „Það mótiverar sig sjálft. Við komum hundrað prósent klárar í þann leik,“ sagði Ásmundur að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 2-0 | Evróudraumar Blika í hættu eftir tap á Selfossi Breiðablik mátti þola 2-0 tap er liðið heimsótti Selfoss í næstseinustu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Tapið þýðir að liðið þarf að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að tryggja sér Evrópusæti í lokaumferðinni. 25. september 2022 15:55 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 2-0 | Evróudraumar Blika í hættu eftir tap á Selfossi Breiðablik mátti þola 2-0 tap er liðið heimsótti Selfoss í næstseinustu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Tapið þýðir að liðið þarf að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að tryggja sér Evrópusæti í lokaumferðinni. 25. september 2022 15:55