Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2022 23:30 Giorgia Meloni helsar stuðningsmanni eftir að hafa greitt atkvæði í þingkosningunum. Alessandra Benedetti - Corbis/Corbis via Getty Images) Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. Meloni leiðir flokkinn Bræður Ítalíu (i. Fratelli d‘Italia). Skoðanakannanir gerðu ráð fyrir því að flokkurinn myndi bæta verulega við sig fylgi frá kosningum árið 2018. Það virðist hafa gengið eftir en ef marka má útgönguspár fær flokkurinn 22-26 prósent fylgi. Búist er við að hægri bandalag hennar og flokkanna Bandalagsins (i. Lega) og Áfram Ítalía (i. Forza Italia) muni hljóta samanlagt um 41 til 45 prósent fylgi og stjórn á báðum deildum ítalska þingisins. Verði þetta raunin er fastlega gert ráð fyrir að Meloni muni mynda hægri sinnuðustu ríkisstjórn Ítalíu síðan Benito Mussolini fór með völdin þar í landi á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Flokkar á mið og vinstri væng ítalskra stjórnmálaflokka munu fá 25,5 til 29,5 prósent fylgi miðað við útgönguspána. Boðað var til kosninga í ár eftir að samsteypuríkisstjórn Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, sprakk í júlí. Það er ekki óalgengt að ríkisstjórnir springi á Ítalíu en á síðustu 30 árum hafa fjórtán forsætisráðherrar og nítján ríkisstjórnir tekið við. Kjörstjórn var lítil eða aðeins um 63,82 prósent og fer hún niður um tíu prósentustig frá kosningum árið 2018. Hver er Meloni? Meloni tók við sem leiðtogi Bræðra Ítalíu árið 2014 en hún hafði áður verið ungmennaráðherra í ríkisstjórn Silvio Berlusconi frá árinu 2008 til 2011, og varð þá yngsti ráðherrann í sögu Ítalíu. Hún hefur setið sem þingmaður í neðri deild frá árinu 2006 og frá árinu 2020 hefur hún verið formaður flokks íhalds- og umbótasinna Evrópu. Verði hún forsætisráðherra yrði hún fyrsti öfgahægri forsætisráðherrann frá því að einræðisherrann Benito Mussolini var við völd frá 1922 til 1945. Þá yrði hún einn yngsti forsætisráðherrann í sögunni og fyrsta konan. Giorgia Meloni á fjöldafundi í aðdraganda kosninganna.Salvatore Laporta/KONTROLAB/LightRocket via Getty Images) Sjálf hefur Meloni gefið það út að hún líti ekki á sjálfa sig sem fasista en sem táningur var hún í ungliðahreyfingu nýfasista sem studdi Mussolini. Það vekur þó athygli að hún styður Atlantshafsbandalagið og aðgerðir til stuðnings Úkraínu. Aðrir flokkar á hægri vængnum hafa hallast frekar að sjónarmiðum Rússlandsforseta og gagnrýnt refsiaðgerðir Vesturlandanna. Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. 25. september 2022 13:48 Hægriflokkarnir stefna á stórsigur með öfgahægrikonu í fararbroddi Ítalir ganga til þingkosninga á morgun og er baráttan hörð á milli flokkanna á hægri og vinstri vængnum. Væntanleg orkukreppa og stríðið í Úkraínu hafa áhrif á kosningarnar í ár en allt stefnir í að öfgahægriflokkur fái forsætisráðherrastólinn í fyrsta sinn frá því að Mussolini var í embætti. Kona gæti í fyrsta sinn í sögunni orðið forsætisráðherra Ítalíu. 24. september 2022 10:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Meloni leiðir flokkinn Bræður Ítalíu (i. Fratelli d‘Italia). Skoðanakannanir gerðu ráð fyrir því að flokkurinn myndi bæta verulega við sig fylgi frá kosningum árið 2018. Það virðist hafa gengið eftir en ef marka má útgönguspár fær flokkurinn 22-26 prósent fylgi. Búist er við að hægri bandalag hennar og flokkanna Bandalagsins (i. Lega) og Áfram Ítalía (i. Forza Italia) muni hljóta samanlagt um 41 til 45 prósent fylgi og stjórn á báðum deildum ítalska þingisins. Verði þetta raunin er fastlega gert ráð fyrir að Meloni muni mynda hægri sinnuðustu ríkisstjórn Ítalíu síðan Benito Mussolini fór með völdin þar í landi á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Flokkar á mið og vinstri væng ítalskra stjórnmálaflokka munu fá 25,5 til 29,5 prósent fylgi miðað við útgönguspána. Boðað var til kosninga í ár eftir að samsteypuríkisstjórn Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, sprakk í júlí. Það er ekki óalgengt að ríkisstjórnir springi á Ítalíu en á síðustu 30 árum hafa fjórtán forsætisráðherrar og nítján ríkisstjórnir tekið við. Kjörstjórn var lítil eða aðeins um 63,82 prósent og fer hún niður um tíu prósentustig frá kosningum árið 2018. Hver er Meloni? Meloni tók við sem leiðtogi Bræðra Ítalíu árið 2014 en hún hafði áður verið ungmennaráðherra í ríkisstjórn Silvio Berlusconi frá árinu 2008 til 2011, og varð þá yngsti ráðherrann í sögu Ítalíu. Hún hefur setið sem þingmaður í neðri deild frá árinu 2006 og frá árinu 2020 hefur hún verið formaður flokks íhalds- og umbótasinna Evrópu. Verði hún forsætisráðherra yrði hún fyrsti öfgahægri forsætisráðherrann frá því að einræðisherrann Benito Mussolini var við völd frá 1922 til 1945. Þá yrði hún einn yngsti forsætisráðherrann í sögunni og fyrsta konan. Giorgia Meloni á fjöldafundi í aðdraganda kosninganna.Salvatore Laporta/KONTROLAB/LightRocket via Getty Images) Sjálf hefur Meloni gefið það út að hún líti ekki á sjálfa sig sem fasista en sem táningur var hún í ungliðahreyfingu nýfasista sem studdi Mussolini. Það vekur þó athygli að hún styður Atlantshafsbandalagið og aðgerðir til stuðnings Úkraínu. Aðrir flokkar á hægri vængnum hafa hallast frekar að sjónarmiðum Rússlandsforseta og gagnrýnt refsiaðgerðir Vesturlandanna.
Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. 25. september 2022 13:48 Hægriflokkarnir stefna á stórsigur með öfgahægrikonu í fararbroddi Ítalir ganga til þingkosninga á morgun og er baráttan hörð á milli flokkanna á hægri og vinstri vængnum. Væntanleg orkukreppa og stríðið í Úkraínu hafa áhrif á kosningarnar í ár en allt stefnir í að öfgahægriflokkur fái forsætisráðherrastólinn í fyrsta sinn frá því að Mussolini var í embætti. Kona gæti í fyrsta sinn í sögunni orðið forsætisráðherra Ítalíu. 24. september 2022 10:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. 25. september 2022 13:48
Hægriflokkarnir stefna á stórsigur með öfgahægrikonu í fararbroddi Ítalir ganga til þingkosninga á morgun og er baráttan hörð á milli flokkanna á hægri og vinstri vængnum. Væntanleg orkukreppa og stríðið í Úkraínu hafa áhrif á kosningarnar í ár en allt stefnir í að öfgahægriflokkur fái forsætisráðherrastólinn í fyrsta sinn frá því að Mussolini var í embætti. Kona gæti í fyrsta sinn í sögunni orðið forsætisráðherra Ítalíu. 24. september 2022 10:00