Chanté Sandiford er ekki í leikmannahóp Stjörnunnar en hún hefur varið mark liðsins í sumar. Þá er enginn varamarkvörður í leikmannahóp tjörnunnar líkt og undanfarna leiki.
Hin þrítuga Baldwin hefur leikið með Fylki, HK/Víking, HK og Keflavík hér á landi. Í sumar lék hún alla leiki HK í Lengjudeildinni.
Stjarnan er í harðri baráttu um 2. sæti Bestu deildarinnar og þar með sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári. Leikur Stjörnunnar og Þórs/KA hefst klukkan 17.30 og er í beinni textalýsingu á Vísis.