Korpuskóli skásti möguleikinn í afleitri stöðu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. september 2022 11:55 Nemendahópar við Hagaskóla þurfa næstu vikurnar að sækja nám sitt í Grafarvogi á meðan viðeigandi ráðstafanir eru gerðar í brunavarnamálum í bráðabirgðahúsnæði þeirra í Ármúla. Vísir/Vilhelm Tekin hefur verið ákvörðun um að nemendur í 8. bekk Hagaskóla verði í vikunni fluttir tímabundið í Korpuskóla í Grafarvogi. Þar mun kennsla fara fram í um 3-5 vikur á meðan leyst er úr brunavarnamálum í bráðabirgðahúsnæði þeirra í Ármúla. Formaður Foreldrafélags Hagaskóla segir þetta skásta möguleikann í annars afleitri stöðu. Upphaflega voru nemendur í 8. og 9 bekk Hagaskóla fluttir í húsnæði í Ármúla eftir að mygla fannst í álmu skólans síðasta vetur. Kennsla var hafin í Ármúla þegar Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu greip inn í og sagði húsnæðið ekki uppfylla brunavarnarkröfur. Vífill Harðarson, formaður Foreldrafélagsins í Hagaskóla, hefur með félaginu fundað með skólayfirvöldum, Reykjavíkurborg og slökkviliðinu síðustu tvo daga til að fara yfir þá möguleika sem eru í stöðunni. „Þessi niðurstaða með að fara með hluta nemendanna upp í Korpuskóla held ég að megi segja að sé – og við höfum metið það þannig í stjórn Foreldrafélagsins – sem það skásta í stöðunni.“ Stefnt er að því að hleypa nemendunum aftur heim í Vesturbæinn í áföngum eftir áramót. „Þá verði komnar færanlegar kennslustofur á Hagaskólalóðina sem gefur tækifæri til þess að taka annan árganginn sem lengst af hefur verið í Ármúla, aftur í Vesturbæinn. Og eitthvað eftir það en ég held að menn séu að horfa á mars að þá verði komnar fleiri færanlegar kennslustofur til að taka þá seinni árganginn sem hefur verið í Ármúla aftur í Vesturbæinn.“ Þetta er nú talsvert umrót. Hvernig finnst ykkur í foreldrafélaginu Reykjavíkurborg hafa staðið að málinu? Bara afleitlega, það verður nú bara að segjast. Allt frá því að þetta hófst þá hafa foreldrar verið með ýmsar athugasemdir við framkvæmdina á þessu; flutninguna upp í Ármúla og aðstöðuna upp í Ármúla sem nær einhvers konar hápunkti eða lágpunkti þegar upp komst að brunavarnir hafi ekki verið uppfylltar. Það er auðvitað spurning sem hlýtur að brenna á foreldrum ennþá, hvernig í ósköpunum gat það gerst að skólastarf væri hafið í byggingu sem uppfyllti ekki brunavarnakröfur?“ Mygla Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Skoða flutning Hagskælinga í Korpuskóla Til skoðunar er að flytja hluta nemenda í áttunda og níunda bekk Hagaskóla tímabundið í Korpuskóla. Þá er einnig möguleiki að húsnæðið sem Hagaskóli hefur haft til umráða í Ármúla verði tvísetið en fulltrúar Reykjavíkurborgar funduðu með fulltrúum skólans í vikunni um næstu skref. 28. september 2022 06:40 Vona að allir Hagskælingar geti verið í skólanum næsta vor Stór hluti nemenda við Hagaskóla verður við nám í bráðabirgðahúsnæði í Ármúla fram yfir næstu áramót. Stefnt er á stækkun skólans samhliða endurbótum vegna mygluvandamála. Áætlaður framkvæmdatími er þrjú ár. 7. apríl 2022 16:22 Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Upphaflega voru nemendur í 8. og 9 bekk Hagaskóla fluttir í húsnæði í Ármúla eftir að mygla fannst í álmu skólans síðasta vetur. Kennsla var hafin í Ármúla þegar Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu greip inn í og sagði húsnæðið ekki uppfylla brunavarnarkröfur. Vífill Harðarson, formaður Foreldrafélagsins í Hagaskóla, hefur með félaginu fundað með skólayfirvöldum, Reykjavíkurborg og slökkviliðinu síðustu tvo daga til að fara yfir þá möguleika sem eru í stöðunni. „Þessi niðurstaða með að fara með hluta nemendanna upp í Korpuskóla held ég að megi segja að sé – og við höfum metið það þannig í stjórn Foreldrafélagsins – sem það skásta í stöðunni.“ Stefnt er að því að hleypa nemendunum aftur heim í Vesturbæinn í áföngum eftir áramót. „Þá verði komnar færanlegar kennslustofur á Hagaskólalóðina sem gefur tækifæri til þess að taka annan árganginn sem lengst af hefur verið í Ármúla, aftur í Vesturbæinn. Og eitthvað eftir það en ég held að menn séu að horfa á mars að þá verði komnar fleiri færanlegar kennslustofur til að taka þá seinni árganginn sem hefur verið í Ármúla aftur í Vesturbæinn.“ Þetta er nú talsvert umrót. Hvernig finnst ykkur í foreldrafélaginu Reykjavíkurborg hafa staðið að málinu? Bara afleitlega, það verður nú bara að segjast. Allt frá því að þetta hófst þá hafa foreldrar verið með ýmsar athugasemdir við framkvæmdina á þessu; flutninguna upp í Ármúla og aðstöðuna upp í Ármúla sem nær einhvers konar hápunkti eða lágpunkti þegar upp komst að brunavarnir hafi ekki verið uppfylltar. Það er auðvitað spurning sem hlýtur að brenna á foreldrum ennþá, hvernig í ósköpunum gat það gerst að skólastarf væri hafið í byggingu sem uppfyllti ekki brunavarnakröfur?“
Mygla Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Skoða flutning Hagskælinga í Korpuskóla Til skoðunar er að flytja hluta nemenda í áttunda og níunda bekk Hagaskóla tímabundið í Korpuskóla. Þá er einnig möguleiki að húsnæðið sem Hagaskóli hefur haft til umráða í Ármúla verði tvísetið en fulltrúar Reykjavíkurborgar funduðu með fulltrúum skólans í vikunni um næstu skref. 28. september 2022 06:40 Vona að allir Hagskælingar geti verið í skólanum næsta vor Stór hluti nemenda við Hagaskóla verður við nám í bráðabirgðahúsnæði í Ármúla fram yfir næstu áramót. Stefnt er á stækkun skólans samhliða endurbótum vegna mygluvandamála. Áætlaður framkvæmdatími er þrjú ár. 7. apríl 2022 16:22 Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Skoða flutning Hagskælinga í Korpuskóla Til skoðunar er að flytja hluta nemenda í áttunda og níunda bekk Hagaskóla tímabundið í Korpuskóla. Þá er einnig möguleiki að húsnæðið sem Hagaskóli hefur haft til umráða í Ármúla verði tvísetið en fulltrúar Reykjavíkurborgar funduðu með fulltrúum skólans í vikunni um næstu skref. 28. september 2022 06:40
Vona að allir Hagskælingar geti verið í skólanum næsta vor Stór hluti nemenda við Hagaskóla verður við nám í bráðabirgðahúsnæði í Ármúla fram yfir næstu áramót. Stefnt er á stækkun skólans samhliða endurbótum vegna mygluvandamála. Áætlaður framkvæmdatími er þrjú ár. 7. apríl 2022 16:22
Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent