Leikmennirnir ánægðir með Heimi: Góður þjálfari og góð manneskja Valur Páll Eiríksson skrifar 28. september 2022 16:01 Leon Bailey lýst vel á Heimi Hallgrímsson. Neville Williams/Aston Villa FC via Getty Images Jamaíka þurfti að þola 3-0 tap fyrir Argentínu í æfingaleik í New York í Bandaríkjunum í nótt í fyrsta leik Heimis Hallgrímssonar við stjórnvölin hjá liðinu. Leikmönnum liðsins lýst vel á Íslendinginn. „Þetta var nokkuð góð frammistaða, ég er stoltur af strákunum. Við vorum að spila við eitt besta landslið heims og það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr leiknum,“ sagði Andre Blake, markvörður og fyrirliði jamaíska liðsins eftir leik. Staðan í leiknum var 1-0 fyrir Argentínu allt fram á 86. mínútu en Lionel Messi skoraði tvö mörk á lokamínútunum. Blake var spurður um nýja þjálfarann Heimi og kveðst hann spenntur fyrir framhaldinu með Vestmannaeyingnum. „Hann er frábær þjálfari, maður sér það. En þetta mun klárlega taka tíma. Við, leikmennirnir, verðum að sýna trú og koma okkur inn í kerfið. Ég held að með tíma getum við gert vel,“ Þetta er enn svolítið nýtt, við þurfum tíma til að læra betur inn á hvorn annan, reyna að gera betur og vonandi náum við undir leiðsögn þessa þjálfara að ná lengra,“ segir Blake. Andre Blake, markvörður og fyrirliði Jamaíku, segir það sjást langar leiðir að um færan þjálfara sé að ræða.Ira L. Black - Corbis/Getty Images Bailey segir hann með skýra sýn Leon Bailey, leikmaður Aston Villa, spilaði einnig leik gærkvöldsins og lýst ekki síður vel á Heimi og starfslið hans, sem inniheldur einnig markvarðaþjálfarann Guðmund Hreiðarsson. „Hann [Heimir] er með mjög skýra sýn á það sem hann vill og hvað hann vill að við afrekum sem hópur. Ég held að sem hópur, þegar við höfum öðlast fullan skilning og menn þekki sín hlutverk, frá markverði til framherja, verði það massíft fyrir okkur,“ segir Bailey og bætir við: „Mér finnst hann vera góð manneskja, hann er með heillandi persónuleika og það sama á við um starfsliðið hans. Ég held að þeir geti gert góða hluti og við getum gert góða hluti saman,“ Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Reggístrákarnir hans Heimis réðu ekki við Messi Heimir Hallgrímsson stýrði jamaíska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrsta sinn þegar það tapaði 3-0 fyrir Argentínu í vináttulandsleik í nótt. Leikið var í New Jersey í Bandaríkjunum. 28. september 2022 07:01 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
„Þetta var nokkuð góð frammistaða, ég er stoltur af strákunum. Við vorum að spila við eitt besta landslið heims og það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr leiknum,“ sagði Andre Blake, markvörður og fyrirliði jamaíska liðsins eftir leik. Staðan í leiknum var 1-0 fyrir Argentínu allt fram á 86. mínútu en Lionel Messi skoraði tvö mörk á lokamínútunum. Blake var spurður um nýja þjálfarann Heimi og kveðst hann spenntur fyrir framhaldinu með Vestmannaeyingnum. „Hann er frábær þjálfari, maður sér það. En þetta mun klárlega taka tíma. Við, leikmennirnir, verðum að sýna trú og koma okkur inn í kerfið. Ég held að með tíma getum við gert vel,“ Þetta er enn svolítið nýtt, við þurfum tíma til að læra betur inn á hvorn annan, reyna að gera betur og vonandi náum við undir leiðsögn þessa þjálfara að ná lengra,“ segir Blake. Andre Blake, markvörður og fyrirliði Jamaíku, segir það sjást langar leiðir að um færan þjálfara sé að ræða.Ira L. Black - Corbis/Getty Images Bailey segir hann með skýra sýn Leon Bailey, leikmaður Aston Villa, spilaði einnig leik gærkvöldsins og lýst ekki síður vel á Heimi og starfslið hans, sem inniheldur einnig markvarðaþjálfarann Guðmund Hreiðarsson. „Hann [Heimir] er með mjög skýra sýn á það sem hann vill og hvað hann vill að við afrekum sem hópur. Ég held að sem hópur, þegar við höfum öðlast fullan skilning og menn þekki sín hlutverk, frá markverði til framherja, verði það massíft fyrir okkur,“ segir Bailey og bætir við: „Mér finnst hann vera góð manneskja, hann er með heillandi persónuleika og það sama á við um starfsliðið hans. Ég held að þeir geti gert góða hluti og við getum gert góða hluti saman,“
Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Reggístrákarnir hans Heimis réðu ekki við Messi Heimir Hallgrímsson stýrði jamaíska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrsta sinn þegar það tapaði 3-0 fyrir Argentínu í vináttulandsleik í nótt. Leikið var í New Jersey í Bandaríkjunum. 28. september 2022 07:01 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Reggístrákarnir hans Heimis réðu ekki við Messi Heimir Hallgrímsson stýrði jamaíska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrsta sinn þegar það tapaði 3-0 fyrir Argentínu í vináttulandsleik í nótt. Leikið var í New Jersey í Bandaríkjunum. 28. september 2022 07:01