Tvær milljónir án rafmagns og fólk innlyksa eftir Ian Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2022 09:05 Íbúi á Delray-strönd á Flórída hjólar fram hjá skemmdum bílum og braki sem fellibylurinn Ian skildi eftir sig. AP/Carline Jean/South Florida Sun-Sentinel Fjöldi fólks er innlyksa í húsum sínum vegna flóða og tvær milljónir manna eru án rafmagns á suðvestanverðum Flórídaskaga í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Ian gekk þar yfir í nótt. Fellibylurinn er einn sá öflugasti sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum. Ian var fjórða stigs fellibylur þegar hann gekk á land á Flórída með vindhraða upp á 67 metra á sekúndu. Hann var þá fimmti öflugasti fellibylur í sögu Bandaríkjanna hvað varðar vindhraða. Seint í gærkvöldi hafði dregið úr krafti bylsins sem var þá kominn niður á fyrsta stig. Hann stefnir nú út á Atlantshafið. Ekki er vitað um mannskaða í Bandaríkjunum af völdum Ians en bátur með flóttamönnum frá Kúbu sökk í óveðrinu austur af Key West í gær. Bandaríska strandgæslan leitaði að 23 og fann þrjár manneskjur. Fjórum öðrum tókst að synda í land á Stock-eyju rétt austan við Key West. Enn er leitað að allt að tuttugu flóttamönnum úr lofti. Mikil sjávarflóð fylgdu fellibylnum. Flóðvatn fyllti meðal annars neðri hæð bráðamóttöku sjúkrahúss í Port Charlotte á vesturströnd Flórída og vindur reif hluta af þakinu á gjörgæsludeild þess, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyddist starfsfólk sjúkrahússins til þess að færa veikustu sjúklinga sína þar sem vatn flæddi inn á gjörgæsludeildina. *RARE* first person view of storm surge. This camera is 6 feet off the ground on Estero Blvd in Fort Myers Beach, FL. Not sure how much longer it keeps working. You ll see it live only on @weatherchannel #Ian pic.twitter.com/WwHtvgVxjY— Mike Bettes (@mikebettes) September 28, 2022 Í nágrannabænum Fort Myers bárust lögreglu símtöl frá fólki sem var fast inni í húsum sem flætt hafði inn í. Einnig bárust tilkynningar um áhyggjufullum aðstandendum fólks sem býr á flóðasvæðunum. Nær öll heimili og fyrirtæki í þremur sýslum misstu rafmagn vegna veðurofsans, alls um tvær milljónir talsins. Hamförunum er þó ekki lokið á Flórída. Búist er við því að sjávarflóð gæti náð tveimur metrum á norðausturströnd ríkisins í dag. Fellibylsviðvörun er enn í gildi víða. Ríkisstjórar Suður- og Norður-Karólínu, Georgíu og Virginíu hafa allir lýst yfir neyðarástandi ef leifar fellibyljarins skyldu stefna þangað. Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira
Ian var fjórða stigs fellibylur þegar hann gekk á land á Flórída með vindhraða upp á 67 metra á sekúndu. Hann var þá fimmti öflugasti fellibylur í sögu Bandaríkjanna hvað varðar vindhraða. Seint í gærkvöldi hafði dregið úr krafti bylsins sem var þá kominn niður á fyrsta stig. Hann stefnir nú út á Atlantshafið. Ekki er vitað um mannskaða í Bandaríkjunum af völdum Ians en bátur með flóttamönnum frá Kúbu sökk í óveðrinu austur af Key West í gær. Bandaríska strandgæslan leitaði að 23 og fann þrjár manneskjur. Fjórum öðrum tókst að synda í land á Stock-eyju rétt austan við Key West. Enn er leitað að allt að tuttugu flóttamönnum úr lofti. Mikil sjávarflóð fylgdu fellibylnum. Flóðvatn fyllti meðal annars neðri hæð bráðamóttöku sjúkrahúss í Port Charlotte á vesturströnd Flórída og vindur reif hluta af þakinu á gjörgæsludeild þess, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyddist starfsfólk sjúkrahússins til þess að færa veikustu sjúklinga sína þar sem vatn flæddi inn á gjörgæsludeildina. *RARE* first person view of storm surge. This camera is 6 feet off the ground on Estero Blvd in Fort Myers Beach, FL. Not sure how much longer it keeps working. You ll see it live only on @weatherchannel #Ian pic.twitter.com/WwHtvgVxjY— Mike Bettes (@mikebettes) September 28, 2022 Í nágrannabænum Fort Myers bárust lögreglu símtöl frá fólki sem var fast inni í húsum sem flætt hafði inn í. Einnig bárust tilkynningar um áhyggjufullum aðstandendum fólks sem býr á flóðasvæðunum. Nær öll heimili og fyrirtæki í þremur sýslum misstu rafmagn vegna veðurofsans, alls um tvær milljónir talsins. Hamförunum er þó ekki lokið á Flórída. Búist er við því að sjávarflóð gæti náð tveimur metrum á norðausturströnd ríkisins í dag. Fellibylsviðvörun er enn í gildi víða. Ríkisstjórar Suður- og Norður-Karólínu, Georgíu og Virginíu hafa allir lýst yfir neyðarástandi ef leifar fellibyljarins skyldu stefna þangað.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira