Silfursvanir á svið á Madeira Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. september 2022 21:32 Sesselja Guðrún Sigurðardóttir og Kristín Sigrún Halldórsdóttir eru meðal fjörutíu Silfursvana sem stíga brátt á svið á Madeira. Soffa Marteinsdóttir er þjálfari þeirra. Vísir/Egill Hópur ballerína á sjötugs-og áttræðisaldri hefur æft stíft undanfarið fyrir ballettatriði sem þær verða með á stórri alþjóðlegri hátíð á Madeira í næstu viku. Kennarinn segir sumar þeirra vera að upplifa gamlan draum. Hópurinn kallar sig Silfursvanina og var stofnaður árið 2016 í Ballettskóla Eddu Scheving. Þær hafa undanfarið æft stíft fyrir atriði sem þær ætla að vera með á alþjóðlegri fimleikahátíð sem verður haldin á Portúgölsku eyjunni Madeira í næstu viku. Það var óneitanlega fögur sjón að sjá hópinn svífa um salinn í Skipholti við tónlist eftir Chopin þegar fréttastofu bar að garði. Næstu fjörutíu konur á besta aldri æfa stíft þessa dagana fyrir ballettsýningu á Madeira.Vísir/Egill Soffía Marteinsdóttir ballettkennari hjá Ballettskóla Eddu Scheving segir ballett fyrir alla á öllum aldri. „Sumar í hópnum lærðu ballett sem börn. Svo eru aðrar sem bjuggu kannski út í sveit eða landi þar sem ballettnám var ekki í boði þegar þær voru litlar og eru að upplifa gamlan draum í dag,“ segir Soffía. Hún segir ballett afar hentuga hreyfingu, þar sé verið að æfa samhæfingu og jafnvægi sem sé afar gagnlegt þegar aldurinn færist yfir. „Það er svo margt sem kemur saman í ballett, þetta er hreyfing fyrir líkama og sál,“ segir Soffía. „Ég sit t.d. bein í bekknum í jarðaförum“ Það er greinilega mikill metnaður í hópnum sem telur alls fjörutíu konur. „Strax og Soffía kom að máli við okkur um hvort við vildum taka þátt í þessu, þá kviknaði neistinn. Við erum búnar að vera æfa og æfa. Við erum líka búnar að hafa aukaæfingar síðastliðna viku,“ segir Sesselja Guðrún Sigurðardóttir Silfursvanur sem hóf ballettnám árið 2017. Kristín Sigrún Halldórsdóttir hóf ballettnám árið 2016 fyrir tilviljun þegar vinkona hennar bað hana um að koma með sér. Hún segist ekkert hafa verið að auglýsa að hún væri í slíku námi til að byrja með en það hafi breyst. „ Ég er nýlega farin að segja að ég sé í ballett og segi mjög grimmt frá því og fólk er bara afar glatt fyrir mína hönd og finnst þetta hið besta mál,“ segir hún. Kristín segist finna mikinn mun á sér eftir að hún hóf dansnámið. „Ég er kannski ekki að svífa um eins og svanur en en þetta er bara gott fyrir líkamann. Þetta skilar sér með ýmsu móti. Ég sit t.d. bein í bekknum í jarðaförum,“ segir hún. Hópurinn heldur til Madeira á næstunni og sýnir svo á hátíðinni snemma í næstu viku. Þær viðurkenna að þær séu með svolítinn sviðskrekk en þó aðallega tilhlökkun. „Það á alltaf að vera smá sviðskrekkur,“ segja þær áður en þær svífa á braut. Dans Eldri borgarar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Hópurinn kallar sig Silfursvanina og var stofnaður árið 2016 í Ballettskóla Eddu Scheving. Þær hafa undanfarið æft stíft fyrir atriði sem þær ætla að vera með á alþjóðlegri fimleikahátíð sem verður haldin á Portúgölsku eyjunni Madeira í næstu viku. Það var óneitanlega fögur sjón að sjá hópinn svífa um salinn í Skipholti við tónlist eftir Chopin þegar fréttastofu bar að garði. Næstu fjörutíu konur á besta aldri æfa stíft þessa dagana fyrir ballettsýningu á Madeira.Vísir/Egill Soffía Marteinsdóttir ballettkennari hjá Ballettskóla Eddu Scheving segir ballett fyrir alla á öllum aldri. „Sumar í hópnum lærðu ballett sem börn. Svo eru aðrar sem bjuggu kannski út í sveit eða landi þar sem ballettnám var ekki í boði þegar þær voru litlar og eru að upplifa gamlan draum í dag,“ segir Soffía. Hún segir ballett afar hentuga hreyfingu, þar sé verið að æfa samhæfingu og jafnvægi sem sé afar gagnlegt þegar aldurinn færist yfir. „Það er svo margt sem kemur saman í ballett, þetta er hreyfing fyrir líkama og sál,“ segir Soffía. „Ég sit t.d. bein í bekknum í jarðaförum“ Það er greinilega mikill metnaður í hópnum sem telur alls fjörutíu konur. „Strax og Soffía kom að máli við okkur um hvort við vildum taka þátt í þessu, þá kviknaði neistinn. Við erum búnar að vera æfa og æfa. Við erum líka búnar að hafa aukaæfingar síðastliðna viku,“ segir Sesselja Guðrún Sigurðardóttir Silfursvanur sem hóf ballettnám árið 2017. Kristín Sigrún Halldórsdóttir hóf ballettnám árið 2016 fyrir tilviljun þegar vinkona hennar bað hana um að koma með sér. Hún segist ekkert hafa verið að auglýsa að hún væri í slíku námi til að byrja með en það hafi breyst. „ Ég er nýlega farin að segja að ég sé í ballett og segi mjög grimmt frá því og fólk er bara afar glatt fyrir mína hönd og finnst þetta hið besta mál,“ segir hún. Kristín segist finna mikinn mun á sér eftir að hún hóf dansnámið. „Ég er kannski ekki að svífa um eins og svanur en en þetta er bara gott fyrir líkamann. Þetta skilar sér með ýmsu móti. Ég sit t.d. bein í bekknum í jarðaförum,“ segir hún. Hópurinn heldur til Madeira á næstunni og sýnir svo á hátíðinni snemma í næstu viku. Þær viðurkenna að þær séu með svolítinn sviðskrekk en þó aðallega tilhlökkun. „Það á alltaf að vera smá sviðskrekkur,“ segja þær áður en þær svífa á braut.
Dans Eldri borgarar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira