Haaland eldri telur að sonurinn vilji spila í öllum sterkustu deildum Evrópu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2022 17:31 Erling Braut Haaland hefur vægast sagt farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni. Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images Alfie Haaland, fyrrum leikmaður Manchester City og faðir norsku markamaskínunnar Erling Braut Haaland, telur að sonur sinn muni ekki stopp lengi hjá Englandsmeisturum Manchester City þar sem hann vilji prófa sig í öllum sterkustu deildum Evrópu. Erling Haaland hefur hafið feril sinn af ótrúlegum krafti, en þessi 22 ára gamli framherji hefur skorað hvorki fleiri né færri en 90 mörk í jafn mörgum deildarleikjum frá því að hann var keyptur frá Molde í heimalandi sínu, Noregi. Haaland skoraði 17 mörk í 16 deildarleikjum fyrir Red Bull Salzburg í austurrísku úrvalsdeildinni, 62 mörk í 67 deildarleikjum fyrir Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og hefur nú skorað 11 mörk í aðeins sjö deildarleikjum í ensku úrvalsdeildinni. Ef marka má orð föður hans geta stuðningsmenn Manchester City þó ekki farið að láta sér dreyma um að Norðmaðurinn verði til staðar fyrir þá þangað til ferli hans lýkur. Haaland eldri telur að sonur sinn vilji reyna fyrir sér í öllum stærstu deildum Evrópu og segir að ætli hann sér að gera það geti hann í mesta lagi verið í þrjú til fjögur ár á hverjum stað. Erling Haaland is ready to conquer the world 💪 pic.twitter.com/EGn3RfcPUt— ESPN FC (@ESPNFC) September 30, 2022 „Ég held að Erling [Braut Haaland] vilji prófa og sjá hvað hann getur gert í öllum deildum,“ sagði Haaland eldri í samtali við Viaplay. „Til þess getur hann í mesta lagi stoppað í hverri deild í þrjú til fjögur ár. Hann gæti verið í tvö og hálft ár í Þýskalandi, tvö og hálft ár á Englandi og svo á Spáni, Ítalíu og Frakklandi, er það ekki?“ bætti faðir markamaskínunnar við. Eins og áður segir hefur Haaland farið gríðarlega vel af stað með Englandsmeisturum Manchester City og haldi hann áfram að skora eins og hann hefur gert í upphafi tímabils er þetta ekki spurning um hvort, heldur hvenær hann slær markametið á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Haaland og félagar hans mæta Manchester United í nágrannaslag á sunnudaginn. Fari það svo að Tottenham taki stig af Arsenal í fyrramálið geta Englandsmeistararnir tyllt sér á topp deildarinnar með sigri. Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Erling Haaland hefur hafið feril sinn af ótrúlegum krafti, en þessi 22 ára gamli framherji hefur skorað hvorki fleiri né færri en 90 mörk í jafn mörgum deildarleikjum frá því að hann var keyptur frá Molde í heimalandi sínu, Noregi. Haaland skoraði 17 mörk í 16 deildarleikjum fyrir Red Bull Salzburg í austurrísku úrvalsdeildinni, 62 mörk í 67 deildarleikjum fyrir Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og hefur nú skorað 11 mörk í aðeins sjö deildarleikjum í ensku úrvalsdeildinni. Ef marka má orð föður hans geta stuðningsmenn Manchester City þó ekki farið að láta sér dreyma um að Norðmaðurinn verði til staðar fyrir þá þangað til ferli hans lýkur. Haaland eldri telur að sonur sinn vilji reyna fyrir sér í öllum stærstu deildum Evrópu og segir að ætli hann sér að gera það geti hann í mesta lagi verið í þrjú til fjögur ár á hverjum stað. Erling Haaland is ready to conquer the world 💪 pic.twitter.com/EGn3RfcPUt— ESPN FC (@ESPNFC) September 30, 2022 „Ég held að Erling [Braut Haaland] vilji prófa og sjá hvað hann getur gert í öllum deildum,“ sagði Haaland eldri í samtali við Viaplay. „Til þess getur hann í mesta lagi stoppað í hverri deild í þrjú til fjögur ár. Hann gæti verið í tvö og hálft ár í Þýskalandi, tvö og hálft ár á Englandi og svo á Spáni, Ítalíu og Frakklandi, er það ekki?“ bætti faðir markamaskínunnar við. Eins og áður segir hefur Haaland farið gríðarlega vel af stað með Englandsmeisturum Manchester City og haldi hann áfram að skora eins og hann hefur gert í upphafi tímabils er þetta ekki spurning um hvort, heldur hvenær hann slær markametið á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Haaland og félagar hans mæta Manchester United í nágrannaslag á sunnudaginn. Fari það svo að Tottenham taki stig af Arsenal í fyrramálið geta Englandsmeistararnir tyllt sér á topp deildarinnar með sigri.
Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira