Júlíus: „Gríðarlega stoltur af þessu afreki" Hjörvar Ólafsson skrifar 1. október 2022 20:14 Júlíus Magnússon hoppar hér af kæti með Mjólkurbikarinn. Vísir/Hulda Margrét Júlíus Magnússon, fyrirliði Vikings, var að rifna úr stolti eftir að hann og liðsfélagar hans höfðu landað sigri í Mjólkurbikar karla í fótbolta þriðja skiptið í röð. „Þær voru lengi að líða mínúturnar eftir að við komumst yfir í upphafi framleningarinnar og það var afar kærkomið að heyra lokaflautið. Það er hvorki klókt leikplan né þægilegt að leggjast svona lágt niður og reyna að verja forskotið eins og við gerðum. Þetta slapp hins vegar og það er það eina sem skiptir máli," sagði Júlíus brosandi út að eyrum. „Við héldum kannski að þetta væri eftir að við komumst yfir en FH gerði vel í að koma til baka. Við sýndum baráttu, þrautseigju og karakter að láta ekki á okkur fá það gríðarlega svekkelsi að fá í andlitið jöfnunarmark á síðustu stundu í venjulegum leiktíma," sagði fyrirliðinn. „Ég er ofboðslega stoltur af því að vera fyrirliði í þessu liði og vera hluti af því afreki að vinna bikarmeistaratitilinn þrisvar í röð. Ég þekki svo sem ekki sögubókina út og inn en ég þykist vita að við séum eitt af fáum liðum sem hefur náð þessu," sagði miðjumaðurinn öflugi. „Við höfum byggt upp geggjaða liðsheild og sigurhefð undanfarin ár. Það er frábært að upplifa svona mikinn uppgang í félaginu og að vera uppskera fyrir alla þá vinnu sem við höfum lagt á okkur síðustu ár. Stefnan er svo að halda áfram að byggja ofan á þetta," sagði hann. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
„Þær voru lengi að líða mínúturnar eftir að við komumst yfir í upphafi framleningarinnar og það var afar kærkomið að heyra lokaflautið. Það er hvorki klókt leikplan né þægilegt að leggjast svona lágt niður og reyna að verja forskotið eins og við gerðum. Þetta slapp hins vegar og það er það eina sem skiptir máli," sagði Júlíus brosandi út að eyrum. „Við héldum kannski að þetta væri eftir að við komumst yfir en FH gerði vel í að koma til baka. Við sýndum baráttu, þrautseigju og karakter að láta ekki á okkur fá það gríðarlega svekkelsi að fá í andlitið jöfnunarmark á síðustu stundu í venjulegum leiktíma," sagði fyrirliðinn. „Ég er ofboðslega stoltur af því að vera fyrirliði í þessu liði og vera hluti af því afreki að vinna bikarmeistaratitilinn þrisvar í röð. Ég þekki svo sem ekki sögubókina út og inn en ég þykist vita að við séum eitt af fáum liðum sem hefur náð þessu," sagði miðjumaðurinn öflugi. „Við höfum byggt upp geggjaða liðsheild og sigurhefð undanfarin ár. Það er frábært að upplifa svona mikinn uppgang í félaginu og að vera uppskera fyrir alla þá vinnu sem við höfum lagt á okkur síðustu ár. Stefnan er svo að halda áfram að byggja ofan á þetta," sagði hann.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira