„Þetta er mögulega mitt besta tímabil á ferlinum. Ég er að spila allt öðruvísi hér en hjá Þór/KA undanfarin ár. Hérna erum við mikið meira með boltann í leikjunum og ég er meira í að bera boltann upp úr vörninni.
Ég er bara búin að vera mjög sátt við eigin frammistöðu á þessu tímabili og þetta er mögulega mitt besta suamr á ferlinum. Það er frábært að spila í þessu Valsliði og auðvelt að blómstra í þessu umhverfi," sagði Arna Sif sem spilaði með Val árin 2016 og 2017.
„Það voru vissulega vonbrigði að komast ekki lengra í Meistaradeildinni að þessu sinni en svekkelsið þar gerir bara það að verkum að við komum hungraðar inn í undirbúningstímabilið eftir smá frí.
Að vinna tvöfalt er frábær árangur og eitthvað sem við getum verið mjög stoltar af. Svo er bara verkefnið að viðhalda þessum árangri og gera betur í Evrópu," sagði varnarmaðurinn sterki um framhaldið.