Portúgalinn tók við Úlfunum síðasta sumar eftir að Nuno Espirito Santo yfirgaf félagið og tók við Tottenham. Undir stjórn Lage hafnaði liðið í tíunda sæti á seinasta tímabili.
Tímabilið hjá Úlfunum í ár hefur hins vegar farið mjög illa af stað. Liðið hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu, en það er eini sigurleikur liðsins í ensku úrvalsdeildinni í seinustu 15 leikjum.
Liðið hefur aðeins skorað þrjú mörk og fengið sex stig í fyrstu átta leikjum tímabilsins og tap Úlfanna gegn West Ham í gær var kornið sem fyllti mælinn.