„Þetta er frekar einfalt. Okkur skorti trú,“ sagði Ten Hag einfaldlega eftir leikinn.
„Þegar þú trúir ekki á verkefnið á vellinum þá geturðu ekki unnið leiki og það er óásættanlegt. Við vorum óagaðir og þeir völtuðu yfir okkur, það er það sem gerðist í dag.“
„Þetta kom mér á óvart. Við vorum ekki tilbúnir, vorum ekki hugrakkir með boltann og það sköpuðust svæði til að spila í en okkur skorti hugrekki til að nýta okkur þau.“
„Ég verð samt að hrósa City, en þetta hefur ekkert með þeirra frammistöðu að gera. Okkar frammistaða var ekki góð. Það er af því að okkur skorti trú, bæði sem leikmenn og sem lið.“
„Ég fann það alveg frá fyrstu mínútu, en við gerðum breytingar í hálfleik og mættum betur til leiks í seinni hálfleik. Við sáum annað United lið eftir hlé og við skoruðum mörk og sköpuðum meira. Við vorum hugrakkari með boltann og færðum okkur inn á vallarhelming andstæðingsins og skoruðum þrjú mörk.“
„Ég get samt ekki hugsað um það jákvæða á þessari stundu. Við brugðumst aðdáendum okkar og okkur sjálfum. Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Ten Hag að lokum.