Aron Einar Gunnarsson og félagar í Al Arabi mættu liði Al Markhiya og var Aron Einar í byrjunarliðinu að venju.
Aron lék allan leikinn í 1-0 sigri og gerði sýrlenski markahrókurinn Omar Al Somah eina mark leiksins.
Í þessari keppni er leikið í riðli og því góð þrjú stig í pokann fyrir Al Arabi sem trónir á toppi katörsku úrvalsdeildarinnar.