Fjölbreytnin fer illa með íslenskan fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2022 08:00 Kvennalið Stjörnunnar snýr aftur í Evrópukeppni en of langt er síðan að liðið var síðast með til þess að það njóti fyrri árangurs. Evrópusæti blasir einnig við karlaliði KA sem hefur ekki spilað í Evrópukeppni í tæpa tvo áratugi. Samsett/Hulda Margrét Um leið og það ætti kannski að vera gleðiefni að kvennalið Stjörnunnar og karlalið KA nái þeim tímamótum að komast í Evrópukeppni í fótbolta þá má segja að það sé alls ekki hagur íslensks fótbolta. Það er vegna fyrirkomulags UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, sem þjónar hag stærstu knattspyrnuvelda álfunnar. Fyrirkomulagið í Evrópukeppnum UEFA er nefnilega þannig að lið græða á því að hafa verið með árin á undan. Það gefur þeim möguleika á að mæta léttari andstæðingum en ella. Aðeins að takmörkuðu leyti er tekið tillit til þess úr hvaða deild þau koma. Bara fyrir það að vera með í undankeppnunum fá lið stig á styrkleikalista UEFA, og hver sigur og jafntefli gefur fleiri stig. Listinn er svo notaður til að raða í styrkleikaflokka áður en dregið er um hvaða lið mætast. Breiðablik hefði staðið mun betur en Stjarnan Núna er til að mynda orðið ljóst að kvennalið Stjörnunnar kemst í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, eftir frábært tímabil í Bestu deildinni, en Breiðablik situr eftir með sárt ennið. Þegar dregið verður um andstæðinga á næsta ári verður Stjarnan í neðri styrkleikaflokki en Breiðablik hefði fengið sæti í efri styrkleikaflokki. Breiðablik lék í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðasta vetur en sá árangur gagnast öðrum íslenskum liðum aðeins að takmörkuðu leyti.VÍSIR/VILHELM Að sama skapi yrði karlalið KA með lágmarksfjölda stiga sem íslenskt lið gæti haft á styrkleikalista, áður en dregið yrði í undankeppni Sambandsdeildar, verði KA-menn með þar eins og útlit er fyrir. Þetta er vegna þess að á styrkleikalistanum er horft til árangurs liðanna síðustu fimm leiktíðir. Karlalið KA hefur ekki spilað í Evrópukeppni í tæpa tvo áratugi og á næsta ári strikast út stig úr síðustu Evrópukeppni sem kvennalið Stjörnunnar tók þátt í. Fyrirkomulag sem hentar einokunarliðum Það gerir því íslenskum félagsliðum erfiðara fyrir að ná alþjóðlegum árangri, með tilheyrandi tug- og hundraða milljóna króna verðlaunafé, hve dugleg þau eru að skiptast á um að vinna titla hér á landi. Kvennalið Breiðabliks hafði með því að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrra, og frekari árangri, skapað sér mjög sterka stöðu á styrkleikalista og stendur til að mynda mun ofar en Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, Valur. En það nýtist íslenskum liðum ekki nema að takmörkuðu leyti, í formi landsstiga (4,85 stig af 17,85 sem Breiðablik var með á síðasta lista). Að sama skapi hefðu KR og FH getað fengið auðveldari andstæðinga en KA í Evrópuleikjum næsta sumar. Eins gaman og fólki kann að finnast það vera hve mismunandi það er hvaða lið vinna titla eða ná öðrum árangri á Íslandi, þá gerir það íslenskum fótbolta erfiðara fyrir að ryðja sér til rúms á alþjóðlegum vettvangi. Vaduz frá Liechtenstein, sem alltaf kemst í Evrópukeppni sem bikarmeistari síns lands þrátt fyrir að engin deild sé í smáríkinu, er þannig ofar en öll íslensku karlaliðin, þrátt fyrir að hafa ekki náð neitt frábærum árangri, og það hjálpaði liðinu að komast alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í sumar. Besta deild kvenna Besta deild karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Fyrirkomulagið í Evrópukeppnum UEFA er nefnilega þannig að lið græða á því að hafa verið með árin á undan. Það gefur þeim möguleika á að mæta léttari andstæðingum en ella. Aðeins að takmörkuðu leyti er tekið tillit til þess úr hvaða deild þau koma. Bara fyrir það að vera með í undankeppnunum fá lið stig á styrkleikalista UEFA, og hver sigur og jafntefli gefur fleiri stig. Listinn er svo notaður til að raða í styrkleikaflokka áður en dregið er um hvaða lið mætast. Breiðablik hefði staðið mun betur en Stjarnan Núna er til að mynda orðið ljóst að kvennalið Stjörnunnar kemst í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, eftir frábært tímabil í Bestu deildinni, en Breiðablik situr eftir með sárt ennið. Þegar dregið verður um andstæðinga á næsta ári verður Stjarnan í neðri styrkleikaflokki en Breiðablik hefði fengið sæti í efri styrkleikaflokki. Breiðablik lék í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðasta vetur en sá árangur gagnast öðrum íslenskum liðum aðeins að takmörkuðu leyti.VÍSIR/VILHELM Að sama skapi yrði karlalið KA með lágmarksfjölda stiga sem íslenskt lið gæti haft á styrkleikalista, áður en dregið yrði í undankeppni Sambandsdeildar, verði KA-menn með þar eins og útlit er fyrir. Þetta er vegna þess að á styrkleikalistanum er horft til árangurs liðanna síðustu fimm leiktíðir. Karlalið KA hefur ekki spilað í Evrópukeppni í tæpa tvo áratugi og á næsta ári strikast út stig úr síðustu Evrópukeppni sem kvennalið Stjörnunnar tók þátt í. Fyrirkomulag sem hentar einokunarliðum Það gerir því íslenskum félagsliðum erfiðara fyrir að ná alþjóðlegum árangri, með tilheyrandi tug- og hundraða milljóna króna verðlaunafé, hve dugleg þau eru að skiptast á um að vinna titla hér á landi. Kvennalið Breiðabliks hafði með því að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrra, og frekari árangri, skapað sér mjög sterka stöðu á styrkleikalista og stendur til að mynda mun ofar en Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, Valur. En það nýtist íslenskum liðum ekki nema að takmörkuðu leyti, í formi landsstiga (4,85 stig af 17,85 sem Breiðablik var með á síðasta lista). Að sama skapi hefðu KR og FH getað fengið auðveldari andstæðinga en KA í Evrópuleikjum næsta sumar. Eins gaman og fólki kann að finnast það vera hve mismunandi það er hvaða lið vinna titla eða ná öðrum árangri á Íslandi, þá gerir það íslenskum fótbolta erfiðara fyrir að ryðja sér til rúms á alþjóðlegum vettvangi. Vaduz frá Liechtenstein, sem alltaf kemst í Evrópukeppni sem bikarmeistari síns lands þrátt fyrir að engin deild sé í smáríkinu, er þannig ofar en öll íslensku karlaliðin, þrátt fyrir að hafa ekki náð neitt frábærum árangri, og það hjálpaði liðinu að komast alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í sumar.
Besta deild kvenna Besta deild karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira