„Skiljum ekki alltaf konur en skilningurinn hefur aukist“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2022 07:31 Stjarnan tapaði ekki neinum leik í seinni helmingi Íslandsmótsins, undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kristján Guðmundsson vitnaði í Arsene Wenger, setti stefnuna á Íslandsmeistaratitil og útskýrði hvernig námskeið í að tala við stelpur hefur hjálpað honum, í viðtali eftir frábæran árangur kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta undir hans stjórn. Kristján tók við Stjörnunni fyrir fjórum árum þegar sannkallaðar kanónur voru að kveðja félagið – leikmenn á borð við Hörpu Þorsteinsdóttur, Öddu Baldursdóttur, Katrínu Ásbjörnsdóttur og fleiri – og ljóst að mikið uppbyggingarstarf væri framundan. Stjörnuliðið hefur síðan litið betur út með hverju árinu og náði á dögunum að tryggja sér 2. sæti í Bestu deildinni, og þar með sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta tímabili. Kristján sagði þetta hafa verið markmiðið fyrir tímabilið, þó að allir aðrir hafi spáð því að Valur og Breiðablik yrðu efst. Segjum að annað sæti sé bikar „Við tökum Wenger aðeins á þetta og segjum að 2. sætið sé bikar, eins og hann talaði alltaf um 4. sætið [þegar hann var þjálfari Arsenal]. Það kemur okkur í Evrópukeppnina og gefur okkur ferðapeningana,“ sagði Kristján við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. En Kristján vill enn meira: „Við erum búin að setja markmiðið á að vinna titilinn á næsta ári. Það er bara næsta skref þar sem við erum núna.“ Sló tvær flugur í einu höggi á námskeiði Kristján hafði þjálfað karlalið í tæpa tvo áratugi þegar hann tók við þjálfun Stjörnukvenna. Leikmenn liðsins greindu frá því í Bestu mörkunum á dögunum að hann hefði bætt sig mikið í samskiptum við leikmenn og virtust afar ánægðar með samstarfið við hann. Bentu þær á að hann hefði sótt námskeið til að læra að tala við stelpur. Námskeið sem Kristján segir hafa nýst sér mjög vel. „Þar sem að ég er að kenna líka, nokkra daga í viku í grunnskóla, þarf ég að sjálfsögðu að huga að samskiptum við börn. Það er námskeið í Háskólanum á Akureyri sem að heitir „Samskipti stúlkna“ og ég sá að ég gat slegið tvær flugur í einu höggi við að upplifa og læra hvernig konur tala saman. Að skilja þessar lúmsku augngotur sem þær beita hver annarri…“ sagði Kristján en hætti við að fara nánar út í þá sálma. „Ég lærði heilmikið á því námskeiði. Þetta er mjög gott námskeið, þar sem ég er karlmaður og við skiljum ekki alltaf konur en skilningurinn hefur aukist, ekki spurning,“ sagði Kristján. Besta deild kvenna Stjarnan Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Kristján tók við Stjörnunni fyrir fjórum árum þegar sannkallaðar kanónur voru að kveðja félagið – leikmenn á borð við Hörpu Þorsteinsdóttur, Öddu Baldursdóttur, Katrínu Ásbjörnsdóttur og fleiri – og ljóst að mikið uppbyggingarstarf væri framundan. Stjörnuliðið hefur síðan litið betur út með hverju árinu og náði á dögunum að tryggja sér 2. sæti í Bestu deildinni, og þar með sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta tímabili. Kristján sagði þetta hafa verið markmiðið fyrir tímabilið, þó að allir aðrir hafi spáð því að Valur og Breiðablik yrðu efst. Segjum að annað sæti sé bikar „Við tökum Wenger aðeins á þetta og segjum að 2. sætið sé bikar, eins og hann talaði alltaf um 4. sætið [þegar hann var þjálfari Arsenal]. Það kemur okkur í Evrópukeppnina og gefur okkur ferðapeningana,“ sagði Kristján við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. En Kristján vill enn meira: „Við erum búin að setja markmiðið á að vinna titilinn á næsta ári. Það er bara næsta skref þar sem við erum núna.“ Sló tvær flugur í einu höggi á námskeiði Kristján hafði þjálfað karlalið í tæpa tvo áratugi þegar hann tók við þjálfun Stjörnukvenna. Leikmenn liðsins greindu frá því í Bestu mörkunum á dögunum að hann hefði bætt sig mikið í samskiptum við leikmenn og virtust afar ánægðar með samstarfið við hann. Bentu þær á að hann hefði sótt námskeið til að læra að tala við stelpur. Námskeið sem Kristján segir hafa nýst sér mjög vel. „Þar sem að ég er að kenna líka, nokkra daga í viku í grunnskóla, þarf ég að sjálfsögðu að huga að samskiptum við börn. Það er námskeið í Háskólanum á Akureyri sem að heitir „Samskipti stúlkna“ og ég sá að ég gat slegið tvær flugur í einu höggi við að upplifa og læra hvernig konur tala saman. Að skilja þessar lúmsku augngotur sem þær beita hver annarri…“ sagði Kristján en hætti við að fara nánar út í þá sálma. „Ég lærði heilmikið á því námskeiði. Þetta er mjög gott námskeið, þar sem ég er karlmaður og við skiljum ekki alltaf konur en skilningurinn hefur aukist, ekki spurning,“ sagði Kristján.
Besta deild kvenna Stjarnan Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira