Telja raðmorðingja vera á ferðinni í Kaliforníu Bjarki Sigurðsson skrifar 4. október 2022 07:12 Til vinstri er mynd af svartklædda manninum sem talinn er bera ábyrgð á morðunum. Lögreglan í Stockton/Getty Lögreglan í borginni Stockton í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum telur að raðmorðingi gæti verið á ferðinni í borginnu. Fimm manns hafa verið skotnir til bana síðustu þrjá mánuði en lögreglan telur að öll málin tengist. Borgin Stockton er í miðju Kaliforníu-ríki, rétt austan við San Francisco og sunnan við Sacramento. 320 þúsund manns búa í borginni, aðeins minna en á Íslandi. Fyrsta morðið var framið þann 8. júlí síðastliðinn en maður í svörtum fötum með svarta derhúfu er þá talinn hafa skotið annan mann. Fjögur önnur svipuð morð hafa verið framin síðan þá, nú síðast á þriðjudaginn þegar 54 ára gamall maður var skotinn til bana. Engin tengsl virðast vera milli mannanna fimm. Ekkert af morðunum hefur náðst á öryggismyndvélum en í sumum málanna hefur sést til mannsins í svörtu fötunum ganga í burtu frá vettvangi. Lögreglan segist ekki vera búin að staðfesta hvort sama byssan hafi verið notuð í öllum málunum. Þá hefur enginn þeirra myrtu verið barinn eða rotaður áður en þeir voru skotnir. Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa verið að ganga á dimmum svæðum að kvöldi til eða að morgni til og því óttast margir íbúar borgarinnar það að vera úti of seint. Lögreglan hefur birt óskýra mynd af svartklædda manninum og lofar þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til handtöku hans 85 þúsund dollara, rúmar tólf milljónir króna. Photo of a "Person of Interest" in a series of homicides being committed in Stockton. There is an $85,000 reward for info that leads to an arrest. Please call SPD or @StocktonCrime with info or scan the QR code to send any pertinent videos related to this investigation. pic.twitter.com/i2q4t8C6bg— Stockton Police Dept (@StocktonPolice) September 30, 2022 Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Borgin Stockton er í miðju Kaliforníu-ríki, rétt austan við San Francisco og sunnan við Sacramento. 320 þúsund manns búa í borginni, aðeins minna en á Íslandi. Fyrsta morðið var framið þann 8. júlí síðastliðinn en maður í svörtum fötum með svarta derhúfu er þá talinn hafa skotið annan mann. Fjögur önnur svipuð morð hafa verið framin síðan þá, nú síðast á þriðjudaginn þegar 54 ára gamall maður var skotinn til bana. Engin tengsl virðast vera milli mannanna fimm. Ekkert af morðunum hefur náðst á öryggismyndvélum en í sumum málanna hefur sést til mannsins í svörtu fötunum ganga í burtu frá vettvangi. Lögreglan segist ekki vera búin að staðfesta hvort sama byssan hafi verið notuð í öllum málunum. Þá hefur enginn þeirra myrtu verið barinn eða rotaður áður en þeir voru skotnir. Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa verið að ganga á dimmum svæðum að kvöldi til eða að morgni til og því óttast margir íbúar borgarinnar það að vera úti of seint. Lögreglan hefur birt óskýra mynd af svartklædda manninum og lofar þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til handtöku hans 85 þúsund dollara, rúmar tólf milljónir króna. Photo of a "Person of Interest" in a series of homicides being committed in Stockton. There is an $85,000 reward for info that leads to an arrest. Please call SPD or @StocktonCrime with info or scan the QR code to send any pertinent videos related to this investigation. pic.twitter.com/i2q4t8C6bg— Stockton Police Dept (@StocktonPolice) September 30, 2022
Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira