Brunaði heim, eyddi öllum tölvuleikjunum og sneri við blaðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2022 20:01 Kristinn Sigmarsson var gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Kristinn Sigmarsson rekur í dag fyrirtæki sem sérhæfir sig í heildrænni heilsu. Fyrir tíu árum hafði hann ákveðið að eina leiðin væri að svipta sig lífi. Hann hafi verið heilsulaus tölvuleikjafíkill sem flúið hafi ábyrgð og verið í vonlausri stöðu, andlega og líkamlega. „Ég var eins oft veikur og ég gat til að þurfa ekki að mæta í skólann, laug að foreldrum mínum og læknum, allt til þess að geta verið í tölvuleikjum allan daginn. Ég lifði á pizzum og orkudrykkjum og líf mitt snerist gjörsamlega um tölvuleiki,“ segir Kristinn. Hann var til viðtals í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar á dögunum. Kristinn lýsir því að þegar afi hans lést árið 2011 hafi hann flúið enn lengra í neikvæðar hugsanir. Afi hans hafi verið besti vinur hans. „Ég var eiginlega alveg búinn að týna því hver ég var. Ég var algjörlega horfinn úr veruleikanum yfir í sýndarveruleikann. En svo voru þyngslin orðin svo mikil við allan þennan flótta að þegar ég var kominn í 9. bekk fann ég ekki lengur neina ástæðu til að lifa. Fyrir mér var ég bara orðinn feitur aumingi með félagskvíða og hafði misst flesta vini mína. Ég hataði sjálfan mig og langaði ekki að lifa lengur. Þannig að ég var búinn að velja ákveðinn dag þar sem ég ætlaði að peppa mig upp í að drepa mig. Það var síðasti dagurinn í skólanum í 9. bekk.“ Svo hafi dagurinn runnið upp. „Þetta var sérlega góður dagur, mjög gott veður og einhvern veginn bjart yfir öllu. Það var svo mikið vor í öllum og gleði og það komu upp að mér krakkar sem ég þekkti ekkert til að óska mér gleðilegs sumars og einhvern veginn byrjar að koma smá ljósglæta inn í mig. Þegar ég var á leiðinni heim úr skólanum stoppaði ég og það var eins og ég fengi þrumu í líkama minn af ljósi og ég fann að það var eitthvað meira við lífið,“ segir Kristinn. Sneri lífinu við á sex mánuðum Hann hafi á þessu augnabliki ákveðið að skipta um takt. Þarna hafi kviknað von um betra líf. „Ég fór í ham. Brunaði heim og eyddi öllum tölvuleikjunum mínum og ákvað að gefa sjálfum mér einn séns. Ég ákvað að gefa mér eitt ár í viðbót og byrjaði að „gúgla” leiðir til að læra að tala við fólk, grennast og verða betri.“ Sumarið hafi hann eins og óður maður sankað að sér öllu efni sem snúið hafi að því að bæta sig. „Svo byrjaði ég að fá jákvæð viðbrögð frá fólki og setti sjálfum mér fleiri og fleiri áskoranir til að bæta mig. Á 6 mánuðum sneri ég lífi mínu gjörsamlega við og var orðinn hamingjusamur haustið eftir að ég hafði ætlað að drepa mig.“ Kristinn, sem er á 25. aldursári sendir skilaboð til þeirra sem eru á svipuðum stað og hann var á þegar dalurinn var dýpstur. „Ég myndi segja viðkomandi að lífið er leikur alveg eins og í tölvuleikjum eða því sem fer fram í gegnum skjáinn. Það er hægt að færa athyglina yfir á að bæta sig stöðugt í alvöru leiknum sem er lífið og þá fær maður miklu stærri verðlaun en með því að bæta sig í tölvuleikjum. Ég veit að það getur verið erfitt að hætta einhverju sem maður er fíkinn í, en það er hægt að byrja á að taka eitt skref í einu og vinna sig hægt og rólega inn í betri líðan.“ Of upptekin af áliti annarra Kristinn hefur kafað dýpra ofan í andlega og líkamlega heilsu en flestir. Hann stofnaði nýlega fyrirtækið Holistic sem einblínir á heildræna heilsu. Hann segir fyrsta skrefið í öllu vera að fá skýrleika um stöðuna eins og hún er: „Það fyrsta sem allir verða að spyrja sig er hvað þeir raunverulega vilja. Það er erfitt að finna hvatninguna til að gera breytingar ef maður veit ekkert hvert maður er að fara. Hver er framtíðarsýn þín? Hvernig viltu að samskiptin við fólkið þitt séu? Hvernig viltu að heilsa þín sé? Hvernig viltu að dagurinn þinn líti út? Og svo framvegis. Fólk fær oft hugmyndir og ætlar að breyta öllu í einu af því að það er með samviskubit, en veit svo ekkert hvert það er að fara. Það mikilvægasta af öllu er að fara í rétta átt og gefa sér tíma í að sjá það skýrt, frekar en að fara hratt og átta sig svo á því síðar að maður er að fara í vitlausa átt.“ Kristinn hvetur fólk til að vera það sjálft. Ekki láta stjórnast af áliti annarra. Hvað myndi gerast ef þú myndir vakna á morgun og þér væri alveg sama hvað öðrum fyndist og þú myndir bara hlusta á þína eigin rödd. Hvernig myndir þú klæða þig? Hvað myndir þú vinna við? Hvað myndir þú vilja gera við lífið þitt? Ef þú færir út úr þægindarammanum og myndir mæta ótta þínum, gæti verið að stórkostlegir hlutir myndu gerast? Ég trúi því að við komum öll hingað sem sálir í mannslíkama og við erum með hjarta. Ef við náum að hlusta á hjartað okkar nógu vel munum við finna hlutina sem okkur er ætlað að gera. Við komum ekki hingað til að passa inn í einhvern ramma. Við erum öll með gjafir innra með okkur, en því miður taka flestir þessari gjafir með sér í gröfina, án þess að ná að deila þeim. Allt af ótta við að vera hafnað.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
„Ég var eins oft veikur og ég gat til að þurfa ekki að mæta í skólann, laug að foreldrum mínum og læknum, allt til þess að geta verið í tölvuleikjum allan daginn. Ég lifði á pizzum og orkudrykkjum og líf mitt snerist gjörsamlega um tölvuleiki,“ segir Kristinn. Hann var til viðtals í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar á dögunum. Kristinn lýsir því að þegar afi hans lést árið 2011 hafi hann flúið enn lengra í neikvæðar hugsanir. Afi hans hafi verið besti vinur hans. „Ég var eiginlega alveg búinn að týna því hver ég var. Ég var algjörlega horfinn úr veruleikanum yfir í sýndarveruleikann. En svo voru þyngslin orðin svo mikil við allan þennan flótta að þegar ég var kominn í 9. bekk fann ég ekki lengur neina ástæðu til að lifa. Fyrir mér var ég bara orðinn feitur aumingi með félagskvíða og hafði misst flesta vini mína. Ég hataði sjálfan mig og langaði ekki að lifa lengur. Þannig að ég var búinn að velja ákveðinn dag þar sem ég ætlaði að peppa mig upp í að drepa mig. Það var síðasti dagurinn í skólanum í 9. bekk.“ Svo hafi dagurinn runnið upp. „Þetta var sérlega góður dagur, mjög gott veður og einhvern veginn bjart yfir öllu. Það var svo mikið vor í öllum og gleði og það komu upp að mér krakkar sem ég þekkti ekkert til að óska mér gleðilegs sumars og einhvern veginn byrjar að koma smá ljósglæta inn í mig. Þegar ég var á leiðinni heim úr skólanum stoppaði ég og það var eins og ég fengi þrumu í líkama minn af ljósi og ég fann að það var eitthvað meira við lífið,“ segir Kristinn. Sneri lífinu við á sex mánuðum Hann hafi á þessu augnabliki ákveðið að skipta um takt. Þarna hafi kviknað von um betra líf. „Ég fór í ham. Brunaði heim og eyddi öllum tölvuleikjunum mínum og ákvað að gefa sjálfum mér einn séns. Ég ákvað að gefa mér eitt ár í viðbót og byrjaði að „gúgla” leiðir til að læra að tala við fólk, grennast og verða betri.“ Sumarið hafi hann eins og óður maður sankað að sér öllu efni sem snúið hafi að því að bæta sig. „Svo byrjaði ég að fá jákvæð viðbrögð frá fólki og setti sjálfum mér fleiri og fleiri áskoranir til að bæta mig. Á 6 mánuðum sneri ég lífi mínu gjörsamlega við og var orðinn hamingjusamur haustið eftir að ég hafði ætlað að drepa mig.“ Kristinn, sem er á 25. aldursári sendir skilaboð til þeirra sem eru á svipuðum stað og hann var á þegar dalurinn var dýpstur. „Ég myndi segja viðkomandi að lífið er leikur alveg eins og í tölvuleikjum eða því sem fer fram í gegnum skjáinn. Það er hægt að færa athyglina yfir á að bæta sig stöðugt í alvöru leiknum sem er lífið og þá fær maður miklu stærri verðlaun en með því að bæta sig í tölvuleikjum. Ég veit að það getur verið erfitt að hætta einhverju sem maður er fíkinn í, en það er hægt að byrja á að taka eitt skref í einu og vinna sig hægt og rólega inn í betri líðan.“ Of upptekin af áliti annarra Kristinn hefur kafað dýpra ofan í andlega og líkamlega heilsu en flestir. Hann stofnaði nýlega fyrirtækið Holistic sem einblínir á heildræna heilsu. Hann segir fyrsta skrefið í öllu vera að fá skýrleika um stöðuna eins og hún er: „Það fyrsta sem allir verða að spyrja sig er hvað þeir raunverulega vilja. Það er erfitt að finna hvatninguna til að gera breytingar ef maður veit ekkert hvert maður er að fara. Hver er framtíðarsýn þín? Hvernig viltu að samskiptin við fólkið þitt séu? Hvernig viltu að heilsa þín sé? Hvernig viltu að dagurinn þinn líti út? Og svo framvegis. Fólk fær oft hugmyndir og ætlar að breyta öllu í einu af því að það er með samviskubit, en veit svo ekkert hvert það er að fara. Það mikilvægasta af öllu er að fara í rétta átt og gefa sér tíma í að sjá það skýrt, frekar en að fara hratt og átta sig svo á því síðar að maður er að fara í vitlausa átt.“ Kristinn hvetur fólk til að vera það sjálft. Ekki láta stjórnast af áliti annarra. Hvað myndi gerast ef þú myndir vakna á morgun og þér væri alveg sama hvað öðrum fyndist og þú myndir bara hlusta á þína eigin rödd. Hvernig myndir þú klæða þig? Hvað myndir þú vinna við? Hvað myndir þú vilja gera við lífið þitt? Ef þú færir út úr þægindarammanum og myndir mæta ótta þínum, gæti verið að stórkostlegir hlutir myndu gerast? Ég trúi því að við komum öll hingað sem sálir í mannslíkama og við erum með hjarta. Ef við náum að hlusta á hjartað okkar nógu vel munum við finna hlutina sem okkur er ætlað að gera. Við komum ekki hingað til að passa inn í einhvern ramma. Við erum öll með gjafir innra með okkur, en því miður taka flestir þessari gjafir með sér í gröfina, án þess að ná að deila þeim. Allt af ótta við að vera hafnað.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira