Bayern valtaði yfir Viktoria Plzen og Marseille sýndi tíu mönnum Sporting enga miskunn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. október 2022 19:05 Eric Maxim Choupo-Moting skoraði fimmta mark Bayern. Adam Pretty/Getty Images Tveimur leikjum í þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er nú lokið þar sem Þýskalandsmeistara Bayern München unnu öruggan 5-0 sigur gegn Viktoria Plzen í C-riðli og í D-riðli vann Marseille 4-1 sigur gegn Sporting. Það var Leroy Sane sem kom Bayern yfir gegn Plzen strax á sjöundu mínútu leiksins og sex mínútum síðar var Serge Gnabry búinn að tvöfalda forystu himamanna. Sadio Mane bætti svo þriðja markinu við eftir rétt rúmlega tuttugu mínútna leik og staðan var því 3-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Leroy Sane skoraði annað mark sitt og fjórða mark heimamanna snemma í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Eric Maxim Choupo-Moting gerði endanlega út um leikinn á 59. mínútu. Niðurstaðan því öruggur 5-0 sigur Bayern sem situr nú á toppi C-riðils með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en liðsmenn Viktoria Plzen reka lestina án stiga. Gimme five ✋♦️ #FCBPLZ 5-0 ♦️ pic.twitter.com/BnEdZekjcK— FC Bayern Munich (@FCBayernEN) October 4, 2022 Þá vann franska liðið Marseille öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Sporting frá Portúgal. Trincao kom gestunum í Sportin yfir eftir aðeins 50 sekúndna leik, en Alexis Sanches jafnaði metin á 13. mínútu eftir vandræðagang markvarðarins Antonio Adan. Adan var ekki hættur að vandræðast því hann gaf gestunum boltann þremur mínútum síðar og upp úr því skoraði Amine Harit annað mark liðsins. Markvörðurinn fékk svo að líta beint rautt spjald á 23. mínútu eftir að hafa handleikið knöttinn utan vítateigs og hann fór því skömmustulegur í snemmbúið bað. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og Leonardo Balerdi breytti stöðunni í 3-1 eftir hálftíma leik áður en Chancel Mbemba tryggði liðinu 4-1 sigur með marki á lokamínútum leiksins. Þrátt fyrir tapið trónir Sportin enn á toppi D-riðils með sex stig eftir þrjá leiki, þremur stigum meira en Marseille sem situr í þriðja sæti. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Sjá meira
Það var Leroy Sane sem kom Bayern yfir gegn Plzen strax á sjöundu mínútu leiksins og sex mínútum síðar var Serge Gnabry búinn að tvöfalda forystu himamanna. Sadio Mane bætti svo þriðja markinu við eftir rétt rúmlega tuttugu mínútna leik og staðan var því 3-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Leroy Sane skoraði annað mark sitt og fjórða mark heimamanna snemma í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Eric Maxim Choupo-Moting gerði endanlega út um leikinn á 59. mínútu. Niðurstaðan því öruggur 5-0 sigur Bayern sem situr nú á toppi C-riðils með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en liðsmenn Viktoria Plzen reka lestina án stiga. Gimme five ✋♦️ #FCBPLZ 5-0 ♦️ pic.twitter.com/BnEdZekjcK— FC Bayern Munich (@FCBayernEN) October 4, 2022 Þá vann franska liðið Marseille öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Sporting frá Portúgal. Trincao kom gestunum í Sportin yfir eftir aðeins 50 sekúndna leik, en Alexis Sanches jafnaði metin á 13. mínútu eftir vandræðagang markvarðarins Antonio Adan. Adan var ekki hættur að vandræðast því hann gaf gestunum boltann þremur mínútum síðar og upp úr því skoraði Amine Harit annað mark liðsins. Markvörðurinn fékk svo að líta beint rautt spjald á 23. mínútu eftir að hafa handleikið knöttinn utan vítateigs og hann fór því skömmustulegur í snemmbúið bað. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og Leonardo Balerdi breytti stöðunni í 3-1 eftir hálftíma leik áður en Chancel Mbemba tryggði liðinu 4-1 sigur með marki á lokamínútum leiksins. Þrátt fyrir tapið trónir Sportin enn á toppi D-riðils með sex stig eftir þrjá leiki, þremur stigum meira en Marseille sem situr í þriðja sæti.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Sjá meira