Snjóflóðið féll þegar 34 fjallgöngunemar og sjö leiðbeinendur voru á leið niður af tindi Draupadi Danda-2 í Uttarakhand-ríki á norðanverðu Indlandi í morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talið er að átta manns hafi verið bjargað en aðrir séu fastir í sprungunni.
Indverskir fjölmiðlar segja að líklegt sé að tala látinna eigi eftir að hækka verulega. Björgunarstarfi var hætt fyrir nóttina vegna úrkomu. Indverski flugherinn leitaði meðal annars úr lofti í dag.
AP-fréttastofan fullyrðir að í það minnsta tíu nemar hafi farist í snjóflóðinu.
Aðeins vika er liðin frá því að Hilaree Nelson, eins fremsta fjallaskíðakona heims, fórst í nepalska hluta Himalajafjalla. Hún fékk ofan í djúpa jökulsprungu eftir að hún komst á tind Manaslu-fjalls. Sama dag og hún hvarf fórst einn og tugir slösuðust í snjóflóði neðar í fjallinu.