Daníel og félagar byrjuðu leikinn betur og náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik. Liðið fór að lokum með þriggja marka forystu inn í hálfleikshléið, staðan 8-11.
Gestirnir í Lemvig héldu forskoti sínu svo út allan síðari hálfleikinn og unnu að lokum góðan þriggja marka sigur, 22-25.
Eins og áður segir voru þetta fyrstu stig liðsins á tímabilinu, en liðið situr í næst neðsta sæti deildarinnar með tvö stig, einu stigi minna en Nordsjælland sem situr sæti ofar.