Suður-Kóreumenn svöruðu fyrir sig en báðust síðan afsökunar Bjarki Sigurðsson skrifar 5. október 2022 08:42 Eldflaugarnar eru sagðar vera svar við eldflaug Norður-Kóreu frá því í gær. Getty Fjórum eldflaugum var skotið frá Suður-Kóreu seint í gærkvöldi. Talið er að með eldflaugunum hafi Suður-Kóreumenn, ásamt Bandaríkjamönnum, verið að svara fyrir eldflaug sem nágrannar þeirra í norðri skutu í gær yfir Japan. Herinn baðst síðar afsökunar á einni eldflauginni. Í gær skutu Norður-Kóreumenn eldflaug sem flaug 4.500 kílómetra leið og hrapaði síðan ofan í Kyrrahafið. Eldflaugin flaug yfir Japan en talið er að Norður-Kóreumenn hafi viljað sýna hvers þeir eru megnugir. Skotið átti sér stað innan við sólarhring eftir að Suður-Kórea, Bandaríkin og Japan tilkynntu að ríkin væru að vinna saman í að styrkja bandalag sitt. Fyrst um sinn svöruðu Bandaríkin og Suður-Kórea fyrir sig með því að æfa hvernig ætti að varpa sprengjum úr flugvél. Síðan í gærkvöldi greindi CNN frá því að fjórum eldflaugarskotum hafi verið skotið frá Suður-Kóreu sem hluti af sameiginlegum æfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Herinn neyddist til að biðjast afsökunar á einni eldflauganna. Íbúar borgarinnar Gangneung á austurströnd Suður-Kóreu vöknuðu í nótt við sprengingu og sáu eldsvoða. Herinn útskýrði atvikið ekki fyrr en sjö tímum síðar og baðst þá afsökunar. Flaugin hafði farið á loft en hrapað örskömmu síðar. Herinn kvaðst hafa átt að láta íbúa borgarinnar vita hvað hefði verið á seyði fyrr. Í samtali við BBC segja nokkrir íbúar borgarinnar að þeir hafi átt erfitt með svefn eftir atvikið. An explosion near Gangneung last night caused a social media storm in South Korea. Zero media reports or emergency alerts, raising suspicions of a cover up, a jet crash, or a missile launch.It turns out it was the latter, gone very wrong.pic.twitter.com/AjT6dHPcYL— Raphael Rashid (@koryodynasty) October 5, 2022 Suður-Kórea Norður-Kórea Japan Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Í gær skutu Norður-Kóreumenn eldflaug sem flaug 4.500 kílómetra leið og hrapaði síðan ofan í Kyrrahafið. Eldflaugin flaug yfir Japan en talið er að Norður-Kóreumenn hafi viljað sýna hvers þeir eru megnugir. Skotið átti sér stað innan við sólarhring eftir að Suður-Kórea, Bandaríkin og Japan tilkynntu að ríkin væru að vinna saman í að styrkja bandalag sitt. Fyrst um sinn svöruðu Bandaríkin og Suður-Kórea fyrir sig með því að æfa hvernig ætti að varpa sprengjum úr flugvél. Síðan í gærkvöldi greindi CNN frá því að fjórum eldflaugarskotum hafi verið skotið frá Suður-Kóreu sem hluti af sameiginlegum æfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Herinn neyddist til að biðjast afsökunar á einni eldflauganna. Íbúar borgarinnar Gangneung á austurströnd Suður-Kóreu vöknuðu í nótt við sprengingu og sáu eldsvoða. Herinn útskýrði atvikið ekki fyrr en sjö tímum síðar og baðst þá afsökunar. Flaugin hafði farið á loft en hrapað örskömmu síðar. Herinn kvaðst hafa átt að láta íbúa borgarinnar vita hvað hefði verið á seyði fyrr. Í samtali við BBC segja nokkrir íbúar borgarinnar að þeir hafi átt erfitt með svefn eftir atvikið. An explosion near Gangneung last night caused a social media storm in South Korea. Zero media reports or emergency alerts, raising suspicions of a cover up, a jet crash, or a missile launch.It turns out it was the latter, gone very wrong.pic.twitter.com/AjT6dHPcYL— Raphael Rashid (@koryodynasty) October 5, 2022
Suður-Kórea Norður-Kórea Japan Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira