Kolbeinn snýr aftur á laugardag eftir versta áfallið á ferlinum Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2022 11:31 Kolbeinn Kristinsson hefur átt afar góðu gengi að fagna sem atvinnumaður í hnefaleikum en þurft að bíða lengi frá síðasta bardaga. Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum, snýr loksins aftur í hringinn eftir rúmlega tuttugu mánaða bið þegar hann keppir við Jose Medina frá Púertó Ríkó í Flórída á laugardaginn. Kolbeinn átti fyrir höndum bardaga í ágúst en ekkert varð af því og segist Kolbeinn hafa litið á það sem versta áfall ferilsins. Hins vegar fór hann í staðinn í fjögurra vikna æfingabúðir með ríkjandi heimsmeistara í þungavigt, Tyson Fury, og Joe Parker. „Æfingabúðirnar voru mjög erfiðar en á sama tíma skemmtilegustu æfingabúðir sem ég hef tekið. Mér fannst ég vaxa hvern dag á meðan þeim stóð. Ég finn að ég get staðið á meðal þeirra bestu í keppni og keppt við bestu þungavigtarmenn heims, alla vega í „gymminu“, sem gefur mér sjálfsöryggi og staðfestingu á að ég sé á réttri leið,“ segir Kolbeinn. Hann er nú mættur til Bandaríkjanna og hittir þar fyrir þjálfara sinn, Sugar Hill, sem einnig þjálfar Tyson Fury. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson) Kolbeinn hefur unnið alla tólf bardaga sína sem atvinnumaður og þar af hafa sex þeirra endað með rothöggi. Áður keppti hann í ólympískum hnefaleikum og á þar 40 bardaga að baki. Hann er staðráðinn í að bæta við sigri um helgina. „Mér leið þannig í ágúst að það að missa bardagann hefði verið það versta sem hefur komið fyrir mig á ferlinum. Af öllum áföllum þá var þetta það versta í mínum huga. En af því að ég hélt áfram að berjast í gegnum þessar leiðindaaðstæður varð það til þess að ég fékk tækifæri til að fara út og æfa með þeim allra bestu í heiminum. Maður veit aldrei hvort hlutirnir séu góðir eða slæmir fyrr en eftir á,“ segir Kolbeinn. Box Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira
Kolbeinn átti fyrir höndum bardaga í ágúst en ekkert varð af því og segist Kolbeinn hafa litið á það sem versta áfall ferilsins. Hins vegar fór hann í staðinn í fjögurra vikna æfingabúðir með ríkjandi heimsmeistara í þungavigt, Tyson Fury, og Joe Parker. „Æfingabúðirnar voru mjög erfiðar en á sama tíma skemmtilegustu æfingabúðir sem ég hef tekið. Mér fannst ég vaxa hvern dag á meðan þeim stóð. Ég finn að ég get staðið á meðal þeirra bestu í keppni og keppt við bestu þungavigtarmenn heims, alla vega í „gymminu“, sem gefur mér sjálfsöryggi og staðfestingu á að ég sé á réttri leið,“ segir Kolbeinn. Hann er nú mættur til Bandaríkjanna og hittir þar fyrir þjálfara sinn, Sugar Hill, sem einnig þjálfar Tyson Fury. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson) Kolbeinn hefur unnið alla tólf bardaga sína sem atvinnumaður og þar af hafa sex þeirra endað með rothöggi. Áður keppti hann í ólympískum hnefaleikum og á þar 40 bardaga að baki. Hann er staðráðinn í að bæta við sigri um helgina. „Mér leið þannig í ágúst að það að missa bardagann hefði verið það versta sem hefur komið fyrir mig á ferlinum. Af öllum áföllum þá var þetta það versta í mínum huga. En af því að ég hélt áfram að berjast í gegnum þessar leiðindaaðstæður varð það til þess að ég fékk tækifæri til að fara út og æfa með þeim allra bestu í heiminum. Maður veit aldrei hvort hlutirnir séu góðir eða slæmir fyrr en eftir á,“ segir Kolbeinn.
Box Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira