Þekkir þú Naloxone og kanntu að nota það? Marín Þórsdóttir skrifar 6. október 2022 07:00 Árlega látast tugir einstaklinga vegna lyfjaeitrana hér á landi. Á síðasta ári voru andlátin fleiri en nokkru sinni, en þá létust 46 einstaklingar. Algengasta lyfið sem fannst í þeim látnu voru ópíóíðinn Oxycontin og flogaveikilyfið Pregabalin. Níu þeirra látnu voru einstaklingar undir þrítugu, jafn mörg og öll þau er létust í umferðinni hér á landi sama ár. Þrátt fyrir þennan gífurlega fjölda fólks á öllum aldri sem lætur lífið vegna ofskömmtunar á ópíóíðum, svo sem Contalgini, Heróíni, Methadoni, Fentanýli, Oxykódoni eða Búprenorfíni, var mótefni við því ekki aðgengilegt hér á Íslandi fyrr en nú á þessu ári, en þá var eitt stærsta mannréttindaskref fyrir einstaklinga sem nota ólögleg vímuefni stigið og lyfið Nyxoid gert aðgengilegt fyrir öll, þeim að kostnaðarlausu. Nyxoid lyfið, sem inniheldur virka efnið Naloxone, hefur verið til í áratugi og margsannað gildi sitt víða um heim. Mótefnið fæst meðal annars sem nefúði og það er ekki hægt að misnota. Dreifing á Nyxoid hófst hér á Íslandi fyrir alvöru þegar skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiður og neyslurýmið Ylja, hófu dreifingu á því í marsmánuði fyrir tilstuðlan styrks frá fjársterkum einstaklingum. Fljótlega tók heilbrigðisráðuneytið við sér og um haustið var mótefnið gert aðgengilegt öllum þeim sem það þurfa, sem og viðbragðsaðilum. Þessu mikilvæga mannréttindaskrefi í heilbrigðisþjónustu á Íslandi ber að fagna. Skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins hafa nú dreift tæplega 200 skömmtum til notenda og kennt þeim að nota lyfið. Lyfið er í raun er afar einfalt í notkun og allir Íslendingar ættu að þekkja einkenni ofskömmtunar og kunna að bregðast við þeim. Áður en lyfið er gefið skal ganga úr skugga um hvort einstaklingurinn sé með meðvitund, en helstu einkenni ofskömmtunar eru: Skortur á viðbrögðum við snertingu og/eða hljóði. Öndunin verður hæg eða jafnvel stöðvast. Hrotur, hrygglur eða köfnunarhljóð koma frá viðkomandi. Neglur og varir verða bláar. Augasteinar verða agnarsmáir (e. pinpoint). Ef grunur liggur á ofskömmtun er mikilvægt að hringja strax í 112. Síðan er nefúðinn gefinn í aðra nösina, en í hverju hylki er einn skammtur. Ef sjúklingur sýnir engan bata eða einkenni ofskömmtunar hafa komið aftur skal gefa annan skammt af nefúðanum 2-3 mínútum síðar og þá í hina nösina og úr öðru hylki. Lyfið á að verka nokkuð skjótt og hjá einstaklingum sem eru háðir ópíóíðum geta fráhvarfseinkenni frá þeim gert vart við sig. Líkt og hjartastuðtæki sem hanga uppi á flestum opinberum stofnunum og fjölmennum vinnustöðum ætti lítil gul Naloxone taska með tveimur nefúðum að hanga á sama stað. Almenningur ætti einnig að þekkja einkenni ofskömmtunar og kunna að bregðast rétt við. Með samheldnu átaki getum við fækkað ótímabærum dauðsföllum af völdum ópíóíðum, því hvert mannslíf skiptir máli og við missum því miður alltof marga einstaklinga á þennan hátt á hverju ári. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Lyf Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Árlega látast tugir einstaklinga vegna lyfjaeitrana hér á landi. Á síðasta ári voru andlátin fleiri en nokkru sinni, en þá létust 46 einstaklingar. Algengasta lyfið sem fannst í þeim látnu voru ópíóíðinn Oxycontin og flogaveikilyfið Pregabalin. Níu þeirra látnu voru einstaklingar undir þrítugu, jafn mörg og öll þau er létust í umferðinni hér á landi sama ár. Þrátt fyrir þennan gífurlega fjölda fólks á öllum aldri sem lætur lífið vegna ofskömmtunar á ópíóíðum, svo sem Contalgini, Heróíni, Methadoni, Fentanýli, Oxykódoni eða Búprenorfíni, var mótefni við því ekki aðgengilegt hér á Íslandi fyrr en nú á þessu ári, en þá var eitt stærsta mannréttindaskref fyrir einstaklinga sem nota ólögleg vímuefni stigið og lyfið Nyxoid gert aðgengilegt fyrir öll, þeim að kostnaðarlausu. Nyxoid lyfið, sem inniheldur virka efnið Naloxone, hefur verið til í áratugi og margsannað gildi sitt víða um heim. Mótefnið fæst meðal annars sem nefúði og það er ekki hægt að misnota. Dreifing á Nyxoid hófst hér á Íslandi fyrir alvöru þegar skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiður og neyslurýmið Ylja, hófu dreifingu á því í marsmánuði fyrir tilstuðlan styrks frá fjársterkum einstaklingum. Fljótlega tók heilbrigðisráðuneytið við sér og um haustið var mótefnið gert aðgengilegt öllum þeim sem það þurfa, sem og viðbragðsaðilum. Þessu mikilvæga mannréttindaskrefi í heilbrigðisþjónustu á Íslandi ber að fagna. Skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins hafa nú dreift tæplega 200 skömmtum til notenda og kennt þeim að nota lyfið. Lyfið er í raun er afar einfalt í notkun og allir Íslendingar ættu að þekkja einkenni ofskömmtunar og kunna að bregðast við þeim. Áður en lyfið er gefið skal ganga úr skugga um hvort einstaklingurinn sé með meðvitund, en helstu einkenni ofskömmtunar eru: Skortur á viðbrögðum við snertingu og/eða hljóði. Öndunin verður hæg eða jafnvel stöðvast. Hrotur, hrygglur eða köfnunarhljóð koma frá viðkomandi. Neglur og varir verða bláar. Augasteinar verða agnarsmáir (e. pinpoint). Ef grunur liggur á ofskömmtun er mikilvægt að hringja strax í 112. Síðan er nefúðinn gefinn í aðra nösina, en í hverju hylki er einn skammtur. Ef sjúklingur sýnir engan bata eða einkenni ofskömmtunar hafa komið aftur skal gefa annan skammt af nefúðanum 2-3 mínútum síðar og þá í hina nösina og úr öðru hylki. Lyfið á að verka nokkuð skjótt og hjá einstaklingum sem eru háðir ópíóíðum geta fráhvarfseinkenni frá þeim gert vart við sig. Líkt og hjartastuðtæki sem hanga uppi á flestum opinberum stofnunum og fjölmennum vinnustöðum ætti lítil gul Naloxone taska með tveimur nefúðum að hanga á sama stað. Almenningur ætti einnig að þekkja einkenni ofskömmtunar og kunna að bregðast rétt við. Með samheldnu átaki getum við fækkað ótímabærum dauðsföllum af völdum ópíóíðum, því hvert mannslíf skiptir máli og við missum því miður alltof marga einstaklinga á þennan hátt á hverju ári. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun