Múmínbollasafnið nálgast sjöunda tug Vogue fyrir heimilið 6. október 2022 11:20 „Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi múmínheimsins og horfði á Halastjörnuna á VHS spólu heima aftur og aftur þegar ég var krakki." Erna Hrund Hermannsdóttir er forfallinn múmínbollasafnari. „Fallega hluti á að nota. Þetta eru kaffibollar heimilisins, hvort sem þeir eru metnir á tugi þúsunda eða ekki. Ég nota dýrasta bollann minn í vinnunni og þegar vinnufélagarnir komust að því hvað hann kostaði spurðu þau hvað ég væri eiginlega að hugsa en ég er bara að drekka úr honum kaffi, til þess er hann,“ segir Erna Hrund Hermannsdóttir, eldheitur múmínaðdáandi og forfallinn safnari. Erna á hátt í sjötíu múmínbolla og auk þeirra leynist í skápunum safn af múmíndiskum, múmínskálum, múmínskeiðum og jólavörum úr múmínlínunni. Erna vandar valið á bolla fyrir morgunkaffið og lætur skapið ráða. „Börnin mín eiga múmíndót og við horfum reglulega á múmínteiknimyndirnar. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi múmínheimsins og horfði á Halastjörnuna á VHS spólu heima aftur og aftur þegar ég var krakki. Ég hef farið til Finnlands og skoðað allt hjá Múmín og var meira að segja í samstarfi við þau í Finnlandi um tíma. Mig dreymir um að fara með krakkana út í Múmínland, ég veit ekki hvert okkar myndi skemmta sér betur, þau eða ég.“ Eins og sönnum safnara sæmir fylgir Erna Hrund hópum múmínsafnara á samfélagsmiðlum, það sé eðli safnara að deila hvert með öðru og spjalla um munina. Hún á einnig „múmínvinkonu“ sem hún hefur samið sérstaklega við um sjaldgæfan bolla. „90 ára amma barnsföður míns er finnsk og einstaklega skemmtileg. Við deilum þessu áhugamáli og æsum hvora aðra upp. Ég keypti einu sinni sinn hvorn bollann handa okkur tveim sem framleiddir voru í mjög takmörkuðu upplagi og innan í tíunda hverjum þeirra var mynd af gleraugum. Hún fékk bollann með gleraugunum og er búin að lofa mér honum eftir sinn dag,“ segir Erna. Hún leiti uppi sjaldgæfa múmínbolla á netinu og fylgist alltaf spennt með þegar nýr bolli er gefinn út. „Ég kaupi alla bolla sem koma út ef mér finnst þeir fallegir, sem á eiginlega við þá alla." „Ég kaupi alla bolla sem koma út ef mér finnst þeir fallegir, sem á eiginlega við þá alla. Svo skoða ég gömlu bollana og ef ég sé einhvern fallegan leita ég hann uppi á netinu. Ég keypti eintak af upprunalega bollanum á eBay fyrir tugi þúsunda fyrir nokkrum árum. Ég segi manninum mínum ekkert alltaf hvað þeir kosta,“ bætir hún við hlæjandi. Bollarnir haldi þó verðmæti sínu. „Ég á alla vetrarbollana langt aftur í tímann en þeir eru mjög verðmætir í dag. Það kemur nýr vetrarbolli út á morgun, 7. október, sjúklega flottur og ég er orðin mjög spennt. Ég á afmæli í október og veit að ég fæ hann,“ segir Erna hress. Bollasafnið geymir hún að sjálfsögðu uppi við í hillu svo hægt sé að njóta þess. „Ég hef mjög gaman af því að raða bollunum upp. Svo vel ég mér bolla fyrir morgunkaffið eftir því hvernig skapið er þann daginn. Mér er alls ekki sama og pæli mikið í hvaða bolli á best við,“ segir Erna. Múmínbollarnir séu einnig hin fullkomna tækifærisgjöf því alltaf sé hægt að finna einhvern viðeigandi bolla fyrir þann sem á að fá gjöfina. Snabbi er í sérstöku uppáhaldi hjá Ernu Hrund. „Svo eru þeir í fullkominni stærð, alveg passlegir fyrir kaffi, te og kakó og líka á passlegu verði. Ég bæti oft kakódufti og sykurpúðum við og gef með sem tilbúinn skammt í bollann,“ segir Erna. En hver ætli sé uppáhalds karakterinn hennar? „Það er erfitt að gera upp á milli en ég segi Snabbi, sá sem lítur út eins og kengúra en er það ekki.“ Múmínvörurnar fást í Vogue fyrir heimilið . Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Fleiri fréttir Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Sjá meira
Erna á hátt í sjötíu múmínbolla og auk þeirra leynist í skápunum safn af múmíndiskum, múmínskálum, múmínskeiðum og jólavörum úr múmínlínunni. Erna vandar valið á bolla fyrir morgunkaffið og lætur skapið ráða. „Börnin mín eiga múmíndót og við horfum reglulega á múmínteiknimyndirnar. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi múmínheimsins og horfði á Halastjörnuna á VHS spólu heima aftur og aftur þegar ég var krakki. Ég hef farið til Finnlands og skoðað allt hjá Múmín og var meira að segja í samstarfi við þau í Finnlandi um tíma. Mig dreymir um að fara með krakkana út í Múmínland, ég veit ekki hvert okkar myndi skemmta sér betur, þau eða ég.“ Eins og sönnum safnara sæmir fylgir Erna Hrund hópum múmínsafnara á samfélagsmiðlum, það sé eðli safnara að deila hvert með öðru og spjalla um munina. Hún á einnig „múmínvinkonu“ sem hún hefur samið sérstaklega við um sjaldgæfan bolla. „90 ára amma barnsföður míns er finnsk og einstaklega skemmtileg. Við deilum þessu áhugamáli og æsum hvora aðra upp. Ég keypti einu sinni sinn hvorn bollann handa okkur tveim sem framleiddir voru í mjög takmörkuðu upplagi og innan í tíunda hverjum þeirra var mynd af gleraugum. Hún fékk bollann með gleraugunum og er búin að lofa mér honum eftir sinn dag,“ segir Erna. Hún leiti uppi sjaldgæfa múmínbolla á netinu og fylgist alltaf spennt með þegar nýr bolli er gefinn út. „Ég kaupi alla bolla sem koma út ef mér finnst þeir fallegir, sem á eiginlega við þá alla." „Ég kaupi alla bolla sem koma út ef mér finnst þeir fallegir, sem á eiginlega við þá alla. Svo skoða ég gömlu bollana og ef ég sé einhvern fallegan leita ég hann uppi á netinu. Ég keypti eintak af upprunalega bollanum á eBay fyrir tugi þúsunda fyrir nokkrum árum. Ég segi manninum mínum ekkert alltaf hvað þeir kosta,“ bætir hún við hlæjandi. Bollarnir haldi þó verðmæti sínu. „Ég á alla vetrarbollana langt aftur í tímann en þeir eru mjög verðmætir í dag. Það kemur nýr vetrarbolli út á morgun, 7. október, sjúklega flottur og ég er orðin mjög spennt. Ég á afmæli í október og veit að ég fæ hann,“ segir Erna hress. Bollasafnið geymir hún að sjálfsögðu uppi við í hillu svo hægt sé að njóta þess. „Ég hef mjög gaman af því að raða bollunum upp. Svo vel ég mér bolla fyrir morgunkaffið eftir því hvernig skapið er þann daginn. Mér er alls ekki sama og pæli mikið í hvaða bolli á best við,“ segir Erna. Múmínbollarnir séu einnig hin fullkomna tækifærisgjöf því alltaf sé hægt að finna einhvern viðeigandi bolla fyrir þann sem á að fá gjöfina. Snabbi er í sérstöku uppáhaldi hjá Ernu Hrund. „Svo eru þeir í fullkominni stærð, alveg passlegir fyrir kaffi, te og kakó og líka á passlegu verði. Ég bæti oft kakódufti og sykurpúðum við og gef með sem tilbúinn skammt í bollann,“ segir Erna. En hver ætli sé uppáhalds karakterinn hennar? „Það er erfitt að gera upp á milli en ég segi Snabbi, sá sem lítur út eins og kengúra en er það ekki.“ Múmínvörurnar fást í Vogue fyrir heimilið .
Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Fleiri fréttir Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Sjá meira