„Að ganga fram og sjá alla klappa fyllti mann af þakklæti“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. október 2022 12:45 Lína Birgitta á tískusýningunni í París. Arnór Trausti Lína Birgitta sigurðardóttir sýndi vörumerki sitt Define the Line Sport á tískusýningu í París um helgina. Tískuvikan í París fer fram þessa dagana þar sem helstu vörumerki heims sýna það sem væntanlegt er fyrir næsta vor og sumar. „Tilfinningin var mögnuð og eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður. Bæði stemningin að vera baksviðs og á meðan sýningunni stóð,“ segir Lína Birgitta um þetta ævintýri. Eins og kom fram hér á Lífinu um helgina kom tækifærið óvænt upp fyrir nokkrum mánuðum og ákvað Lína Birgitta að stökkva á það. „Sýningin gekk eins og í sögu þar sem að skipulagið í kringum sýninguna var uppá 10,“ segir Lína Birgitta í samtali við Lífið. Vörurnar sem sýndar voru í París fara í sölu hér á landi næsta vor og sumar.Arnór Trausti Eftir að fyrirsætur höfðu sýnt nýjustu hönnun Línu Birgittu fór hún sjálf fram sýningarpallinn líkt og algengt er að hönnuðir geri eftir sýningar. „Tilfinningin var ótrúleg. Að ganga fram og sjá alla klappa fyllti mann af þakklæti. Ég á frekar erfitt með að lýsa hvernig mér leið en þegar ég kom aftur baksviðs fékk ég þvílíkan kökk í hálsin og langað að gráta úr gleði og þakklæti og fór beint að knúsa módelin mín.“ Lína Birgitta ætlar sér að auka fjölbreytnina í vali á fyrirsætum þegar kemur að markaðsetningu merkisins.Arnór Trausti Lína Birgitta var ótrúlega ánægð með viðbrögðin sem línan fékk frá áhorfendum. „Ég kunni svo mikið að meta skilaboð sem ég fékk send um leið og sýningin var búin, frá henni Sólrúnu vinkonu en hún sendi: „Ég skelf, ertu að djóka! Ég er svo stolt af þér, þetta var klikkað!” Viðbrögðin voru mjög góð og ég er spennt fyrir næstu skrefum.“ Sólrún Diego, Frans Garðarson og Guðmundur Birkir Pálmason mættu til Parísar að styðja sína konu.Arnór Trausti Lína Birgitta segir sem minnst um það hvort þessi sýning opni fleiri dyr innan tískunnar. „Ég held að ég vilji segja sem minnst þar sem ég vil sýna hlutina í verki. Það sem er framundan er meðal annars nýjungar, pop-up markaðir, ný módel fyrir vörumerkið þar sem ég vil hafa alla húðliti og fleiri stærðir og svo mjög spennandi verkefni sem gerist 2023.“ Hönnuðurinn segir að Define the Line Sport sé lífsstílsmerki, ekki bara íþróttavörumerki.Arnór Trausti Hún útilokar ekki að endurtaka leikinn á tískuviku annarra borga. „Ef ég myndi taka þátt aftur þá væri auðvitað draumur að næsti staður væri New York.“ Vörurnar sem Lína Birgitta sýndi í París eru úr vor og sumarlínunni fyrir næsta ár (SS23). Lína Birgitta segir að vörumerkið snúist fyrst og fremst um þægindi og notagildi og að Define The Line er ekki aðeins æfinga-fatamerki heldur lífsstíls-merki. „Mesti fókusinn er á góðar æfingabuxur sem haldast uppi á æfingu, séu squat-proof og eru þægilegar en það er einnig hægt að nota margar týpur sem hversdagsbuxur eða leggings.“ Define the Line Sport á PFW.Arnór Trausti Lína Birgitta og kærasti hennar Gummi kíró áttu góða daga í París og gerðu margt skemmtilegt fyrir og eftir sýninguna. „Okkar uppáhald er auðvitað að kíkja í búðir og fara út að borða. En svo kom eitt skemmtilega á óvart í ferðinni en við munum deila því með fylgjendum í vikunni,“ segir Lína Birgitta að lokum. “ Arnór Trausti Áhugasamir geta fylgst með Línu Birgittu og merkinu Define the Line Sport á Instagram. Lína Birgitta Define the Line Arnór Trausti Tíska og hönnun Frakkland Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Vörumerki Línu Birgittu á tískuvikunni í París Tískuvörumerkið Define the Line í eigu Línu Birgittu Sigurðardóttur fékk boð um að taka þátt í tískuvikunni í París. „Ég fékk boð um að taka þátt í PFW fyrir nokkrum mánuðum en það var fyrirtæki í New York sem hafði samband við mig eftir að hafa fylgst með vörumerkinu,“ segir Lína í samtali við Vísi. 1. október 2022 18:06 Fögnuðu saman nýjasta samstarfinu Lína Birgitta Sigurðardóttir, Sólrún Diego og Gurrý Jónsdóttir, þáttastjórnendur hlaðvarpsins Spjallið, hafa gefið út nýtt partýspil. Björn Bragi Arnarson gefur út spilið en hann gaf einnig út skipulagsdagbækur Sólrúnar, auk bókanna Heima og Skipulag. 19. september 2022 14:01 Segir gleraugun ekki keypt á AliExpress Lína Birgitta Sigurðardóttir þvertekur fyrir það að gleraugun í línu hennar og Guðmundar Birkis Pálmasonar, betur þekktur sem Gummi kíró, séu pöntuð af AliExpress. Hún viðurkennir þó að gleraugun sem eru þar til sölu séu ansi lík þeirra gleraugum. 20. júlí 2022 11:17 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Tilfinningin var mögnuð og eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður. Bæði stemningin að vera baksviðs og á meðan sýningunni stóð,“ segir Lína Birgitta um þetta ævintýri. Eins og kom fram hér á Lífinu um helgina kom tækifærið óvænt upp fyrir nokkrum mánuðum og ákvað Lína Birgitta að stökkva á það. „Sýningin gekk eins og í sögu þar sem að skipulagið í kringum sýninguna var uppá 10,“ segir Lína Birgitta í samtali við Lífið. Vörurnar sem sýndar voru í París fara í sölu hér á landi næsta vor og sumar.Arnór Trausti Eftir að fyrirsætur höfðu sýnt nýjustu hönnun Línu Birgittu fór hún sjálf fram sýningarpallinn líkt og algengt er að hönnuðir geri eftir sýningar. „Tilfinningin var ótrúleg. Að ganga fram og sjá alla klappa fyllti mann af þakklæti. Ég á frekar erfitt með að lýsa hvernig mér leið en þegar ég kom aftur baksviðs fékk ég þvílíkan kökk í hálsin og langað að gráta úr gleði og þakklæti og fór beint að knúsa módelin mín.“ Lína Birgitta ætlar sér að auka fjölbreytnina í vali á fyrirsætum þegar kemur að markaðsetningu merkisins.Arnór Trausti Lína Birgitta var ótrúlega ánægð með viðbrögðin sem línan fékk frá áhorfendum. „Ég kunni svo mikið að meta skilaboð sem ég fékk send um leið og sýningin var búin, frá henni Sólrúnu vinkonu en hún sendi: „Ég skelf, ertu að djóka! Ég er svo stolt af þér, þetta var klikkað!” Viðbrögðin voru mjög góð og ég er spennt fyrir næstu skrefum.“ Sólrún Diego, Frans Garðarson og Guðmundur Birkir Pálmason mættu til Parísar að styðja sína konu.Arnór Trausti Lína Birgitta segir sem minnst um það hvort þessi sýning opni fleiri dyr innan tískunnar. „Ég held að ég vilji segja sem minnst þar sem ég vil sýna hlutina í verki. Það sem er framundan er meðal annars nýjungar, pop-up markaðir, ný módel fyrir vörumerkið þar sem ég vil hafa alla húðliti og fleiri stærðir og svo mjög spennandi verkefni sem gerist 2023.“ Hönnuðurinn segir að Define the Line Sport sé lífsstílsmerki, ekki bara íþróttavörumerki.Arnór Trausti Hún útilokar ekki að endurtaka leikinn á tískuviku annarra borga. „Ef ég myndi taka þátt aftur þá væri auðvitað draumur að næsti staður væri New York.“ Vörurnar sem Lína Birgitta sýndi í París eru úr vor og sumarlínunni fyrir næsta ár (SS23). Lína Birgitta segir að vörumerkið snúist fyrst og fremst um þægindi og notagildi og að Define The Line er ekki aðeins æfinga-fatamerki heldur lífsstíls-merki. „Mesti fókusinn er á góðar æfingabuxur sem haldast uppi á æfingu, séu squat-proof og eru þægilegar en það er einnig hægt að nota margar týpur sem hversdagsbuxur eða leggings.“ Define the Line Sport á PFW.Arnór Trausti Lína Birgitta og kærasti hennar Gummi kíró áttu góða daga í París og gerðu margt skemmtilegt fyrir og eftir sýninguna. „Okkar uppáhald er auðvitað að kíkja í búðir og fara út að borða. En svo kom eitt skemmtilega á óvart í ferðinni en við munum deila því með fylgjendum í vikunni,“ segir Lína Birgitta að lokum. “ Arnór Trausti Áhugasamir geta fylgst með Línu Birgittu og merkinu Define the Line Sport á Instagram. Lína Birgitta Define the Line Arnór Trausti
Tíska og hönnun Frakkland Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Vörumerki Línu Birgittu á tískuvikunni í París Tískuvörumerkið Define the Line í eigu Línu Birgittu Sigurðardóttur fékk boð um að taka þátt í tískuvikunni í París. „Ég fékk boð um að taka þátt í PFW fyrir nokkrum mánuðum en það var fyrirtæki í New York sem hafði samband við mig eftir að hafa fylgst með vörumerkinu,“ segir Lína í samtali við Vísi. 1. október 2022 18:06 Fögnuðu saman nýjasta samstarfinu Lína Birgitta Sigurðardóttir, Sólrún Diego og Gurrý Jónsdóttir, þáttastjórnendur hlaðvarpsins Spjallið, hafa gefið út nýtt partýspil. Björn Bragi Arnarson gefur út spilið en hann gaf einnig út skipulagsdagbækur Sólrúnar, auk bókanna Heima og Skipulag. 19. september 2022 14:01 Segir gleraugun ekki keypt á AliExpress Lína Birgitta Sigurðardóttir þvertekur fyrir það að gleraugun í línu hennar og Guðmundar Birkis Pálmasonar, betur þekktur sem Gummi kíró, séu pöntuð af AliExpress. Hún viðurkennir þó að gleraugun sem eru þar til sölu séu ansi lík þeirra gleraugum. 20. júlí 2022 11:17 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Vörumerki Línu Birgittu á tískuvikunni í París Tískuvörumerkið Define the Line í eigu Línu Birgittu Sigurðardóttur fékk boð um að taka þátt í tískuvikunni í París. „Ég fékk boð um að taka þátt í PFW fyrir nokkrum mánuðum en það var fyrirtæki í New York sem hafði samband við mig eftir að hafa fylgst með vörumerkinu,“ segir Lína í samtali við Vísi. 1. október 2022 18:06
Fögnuðu saman nýjasta samstarfinu Lína Birgitta Sigurðardóttir, Sólrún Diego og Gurrý Jónsdóttir, þáttastjórnendur hlaðvarpsins Spjallið, hafa gefið út nýtt partýspil. Björn Bragi Arnarson gefur út spilið en hann gaf einnig út skipulagsdagbækur Sólrúnar, auk bókanna Heima og Skipulag. 19. september 2022 14:01
Segir gleraugun ekki keypt á AliExpress Lína Birgitta Sigurðardóttir þvertekur fyrir það að gleraugun í línu hennar og Guðmundar Birkis Pálmasonar, betur þekktur sem Gummi kíró, séu pöntuð af AliExpress. Hún viðurkennir þó að gleraugun sem eru þar til sölu séu ansi lík þeirra gleraugum. 20. júlí 2022 11:17