Vill gefa Reykjavík risaeðlu Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2022 16:51 Áhugasamir Íslendingar geta fengið tækifæri til að taka þátt í uppgreftrinum. Nýr og tiltölulega óvenjulegur eldri borgari mun mögulega bætast við íbúahóp Reykjavíkur á næstunni. Þar er um að ræða um 65 milljóna ára gamla risaeðlu, nánar tiltekið þríhyrnu, sem fimm ára stúlka fann. Marcu Eriksen, hálfíslenskur fornleifafræðingur hefur farið þess á leit að Reykjavíkurborg fá hluta beinagrindarinnar að gjöf en til stendur að grafa hana upp í Wyoming í Bandaríkjunum næsta sumar. Eriksen á íslenska móður og ættingja hérlendis, samkvæmt grein á vef Reykjavíkurborgar, og er hann framkvæmdastjóri samtaka sem koma meðal annars að því að skipuleggja og framkvæma uppgröft á risaeðlubeinum í Wyoming. Skilyrði gjafarinnar yrði að beinagrindin fengi nafn móður hans og höfð til sýnist á safni eða sýningu í Reykjavík. „Gjöfin er gefin í nafni móður minnar og systkina hennar, sem ólust upp í Reykjavík. Þau eru nú á níræðisaldri en móðir mín flutti til Bandaríkjanna þegar ég var þriggja ára gamall. Hún lagði alla tíð hart að sér til að tryggja mér og bróður mínum gott atlæti og ég get þakkað henni þekkingarþorsta minn og sterkt íslenskt vinnusiðferði. Ég hef heyrt ótal sögur um líf hennar í Reykjavík um miðbik síðustu aldar og mig langar að heiðra kynslóð hennar með þessari gjöf til borgarinnar,“ er haft eftir Eriksen á vef Reykjavíkurborgar. Hann segist einnig vilja ýta undir vísindalæsi og menntun. Marcus Eriksen, Anna Cummins og dóttirin Avani Cummins, sem fann beinagrindina. Beinagrindin, sem kallast Ken, fannst fyrst fyrir fimm árum síðan. Það var Avani Cummins, dóttir Eriksen, sem fann hana og var hún þá fimm ára gömul. Hún fann fyrst lítinn hluta úr rifbeini og fundust fleiri bein í kjölfarið. Þar á meðal fannst halahryggjarliður sem Eriksen segir að hafi verið með bitför úr grameðlu. Eins og áður segir stendur til að grafa fleiri bein úr beinagrindinni upp næsta sumar. Áhugasamir Íslendingar geta fengið tækifæri til að taka þátt í uppgreftrinum. „Ég vil gjarnan fá fólk frá Reykjavík til okkar í Wyoming næsta sumar til að taka þátt í að grafa upp fleiri bein sem tilheyra Ken. Það væri gaman að Íslendingar tækju þátt í öllu ferlinu, þar með talið að grafa beinin upp,“ segir Eriksen. Borgarráð samþykkti í dag að stofna starfshóp til að fara yfir málið, meta hve mikill kostnaður myndi falla á borgina vegna gjafarinnar, fá staðfestan uppruna hennar og kanna áhuga safna og annarra á að hýsa hana, svo eitthvað sé nefnt. Þeirri vinnu á að ljúka fyrir 1. maí á næsta ári. Risaeðlur Reykjavík Fornminjar Söfn Vísindi Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira
Marcu Eriksen, hálfíslenskur fornleifafræðingur hefur farið þess á leit að Reykjavíkurborg fá hluta beinagrindarinnar að gjöf en til stendur að grafa hana upp í Wyoming í Bandaríkjunum næsta sumar. Eriksen á íslenska móður og ættingja hérlendis, samkvæmt grein á vef Reykjavíkurborgar, og er hann framkvæmdastjóri samtaka sem koma meðal annars að því að skipuleggja og framkvæma uppgröft á risaeðlubeinum í Wyoming. Skilyrði gjafarinnar yrði að beinagrindin fengi nafn móður hans og höfð til sýnist á safni eða sýningu í Reykjavík. „Gjöfin er gefin í nafni móður minnar og systkina hennar, sem ólust upp í Reykjavík. Þau eru nú á níræðisaldri en móðir mín flutti til Bandaríkjanna þegar ég var þriggja ára gamall. Hún lagði alla tíð hart að sér til að tryggja mér og bróður mínum gott atlæti og ég get þakkað henni þekkingarþorsta minn og sterkt íslenskt vinnusiðferði. Ég hef heyrt ótal sögur um líf hennar í Reykjavík um miðbik síðustu aldar og mig langar að heiðra kynslóð hennar með þessari gjöf til borgarinnar,“ er haft eftir Eriksen á vef Reykjavíkurborgar. Hann segist einnig vilja ýta undir vísindalæsi og menntun. Marcus Eriksen, Anna Cummins og dóttirin Avani Cummins, sem fann beinagrindina. Beinagrindin, sem kallast Ken, fannst fyrst fyrir fimm árum síðan. Það var Avani Cummins, dóttir Eriksen, sem fann hana og var hún þá fimm ára gömul. Hún fann fyrst lítinn hluta úr rifbeini og fundust fleiri bein í kjölfarið. Þar á meðal fannst halahryggjarliður sem Eriksen segir að hafi verið með bitför úr grameðlu. Eins og áður segir stendur til að grafa fleiri bein úr beinagrindinni upp næsta sumar. Áhugasamir Íslendingar geta fengið tækifæri til að taka þátt í uppgreftrinum. „Ég vil gjarnan fá fólk frá Reykjavík til okkar í Wyoming næsta sumar til að taka þátt í að grafa upp fleiri bein sem tilheyra Ken. Það væri gaman að Íslendingar tækju þátt í öllu ferlinu, þar með talið að grafa beinin upp,“ segir Eriksen. Borgarráð samþykkti í dag að stofna starfshóp til að fara yfir málið, meta hve mikill kostnaður myndi falla á borgina vegna gjafarinnar, fá staðfestan uppruna hennar og kanna áhuga safna og annarra á að hýsa hana, svo eitthvað sé nefnt. Þeirri vinnu á að ljúka fyrir 1. maí á næsta ári.
Risaeðlur Reykjavík Fornminjar Söfn Vísindi Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira