Árásarmaðurinn í Kanada einn að verki og myrti bróður sinn Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 08:57 Bræðurnir Damien (31 árs) og Myles Sanderson (32 ára) voru í fyrstu taldir hafa framið morðin saman. Nú segir lögreglan að Myles hafi verið einn að verki og drepið bróður sinn. Vísir/Getty Kanadíska lögreglan segir nú að karlmaður sem stakk ellefu manns til bana í Saskatchewan í síðasta mánuði hafi verið einn að verki. Hann hafi einnig myrt bróður sinn sem var í fyrstu talinn hafa tekið þátt í morðæðinu. Víðtæk leit að bræðrunum Myles og Damien Sanderson hófst eftir að tíu manns voru stungnir til bana í fjöldamorði sem skók kanadísku þjóðina 4. september. Níu þeirra sem voru myrtir voru frumbyggjar. Damien fannst látinn eftir árásina en Myles lést í haldi lögreglu eftir að hann var tekinn höndum 7. september. Bræðurnir eru báðir sagðir hafa lagt á ráðinn um morðin og undirbúið þau. Af einhverri ástæðu myrti Myles bróður sinn Damien. Rhonda Blackmore, yfirmaður kanadísku riddaralögreglunnar í Saskatchewan, sagði að Damien hefði ekki tekið þátt í morðunum. Hún tók ekki af tvímæli um hvort að Damien hafi verið drepinn fyrir eða eftir fjöldamorðið eða hvort hann hafi tekið einhvern þátt í að ráðast á fólk, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bræðurnir eru sagðir hafa selt eiturlyf í samfélagi frumbyggja kvöldið fyrir fjöldamorðið. Þeir hafi í þrígang lent í útistöðum við fólk þann dag sem ekki var tilkynnt um til lögreglu. Lögreglumenn höfðu þó afskipti af Damien í tengslum við bíl sem hann stal þá um kvöldið. Hann gaf lögreglu hins vegar upp rangt nafn. Blackmore sagði fjölmiðlum að aldrei yrði vitað hvers vegna Myles framdi morðin. Óljóst er hvernig Myles lést. Réttarmeinafræðingur segir að líklega verði ekki greint frá dánarorsök hans fyrr en á næsta ári þegar tveimur óháðum rannsóknum lýkur. Kanadískir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum sínum að Myles hafi tekið inn töflur skömmu áður en hann var handtekinn og hann hafi látist af ofskammti. Kanada Tengdar fréttir Hinn árásarmaðurinn lést í haldi lögreglu Kanadamaðurinn Myles Sanderson, sem grunaður er um að hafa stungið tíu til bana og sært átján í röð árása í héraðinu Saskatchewan fyrr í vikunni, lést í gærkvöldi stuttu eftir að hann var handtekinn af lögreglu. 8. september 2022 06:39 Seinni árásarmaðurinn í haldi lögreglu Annar þeirra sem var leitað eftir stunguárásirnar í Saskachewan í Kanada nú a dögunum hefur verið handsamaður. Tveir árásarmenn eru sagðir hafa verið að verki og fannst annar þeirra sem lágu undir grun látinn daginn eftir að árásirnar áttu sér stað. 7. september 2022 22:28 Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4. september 2022 22:33 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Víðtæk leit að bræðrunum Myles og Damien Sanderson hófst eftir að tíu manns voru stungnir til bana í fjöldamorði sem skók kanadísku þjóðina 4. september. Níu þeirra sem voru myrtir voru frumbyggjar. Damien fannst látinn eftir árásina en Myles lést í haldi lögreglu eftir að hann var tekinn höndum 7. september. Bræðurnir eru báðir sagðir hafa lagt á ráðinn um morðin og undirbúið þau. Af einhverri ástæðu myrti Myles bróður sinn Damien. Rhonda Blackmore, yfirmaður kanadísku riddaralögreglunnar í Saskatchewan, sagði að Damien hefði ekki tekið þátt í morðunum. Hún tók ekki af tvímæli um hvort að Damien hafi verið drepinn fyrir eða eftir fjöldamorðið eða hvort hann hafi tekið einhvern þátt í að ráðast á fólk, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bræðurnir eru sagðir hafa selt eiturlyf í samfélagi frumbyggja kvöldið fyrir fjöldamorðið. Þeir hafi í þrígang lent í útistöðum við fólk þann dag sem ekki var tilkynnt um til lögreglu. Lögreglumenn höfðu þó afskipti af Damien í tengslum við bíl sem hann stal þá um kvöldið. Hann gaf lögreglu hins vegar upp rangt nafn. Blackmore sagði fjölmiðlum að aldrei yrði vitað hvers vegna Myles framdi morðin. Óljóst er hvernig Myles lést. Réttarmeinafræðingur segir að líklega verði ekki greint frá dánarorsök hans fyrr en á næsta ári þegar tveimur óháðum rannsóknum lýkur. Kanadískir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum sínum að Myles hafi tekið inn töflur skömmu áður en hann var handtekinn og hann hafi látist af ofskammti.
Kanada Tengdar fréttir Hinn árásarmaðurinn lést í haldi lögreglu Kanadamaðurinn Myles Sanderson, sem grunaður er um að hafa stungið tíu til bana og sært átján í röð árása í héraðinu Saskatchewan fyrr í vikunni, lést í gærkvöldi stuttu eftir að hann var handtekinn af lögreglu. 8. september 2022 06:39 Seinni árásarmaðurinn í haldi lögreglu Annar þeirra sem var leitað eftir stunguárásirnar í Saskachewan í Kanada nú a dögunum hefur verið handsamaður. Tveir árásarmenn eru sagðir hafa verið að verki og fannst annar þeirra sem lágu undir grun látinn daginn eftir að árásirnar áttu sér stað. 7. september 2022 22:28 Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4. september 2022 22:33 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Hinn árásarmaðurinn lést í haldi lögreglu Kanadamaðurinn Myles Sanderson, sem grunaður er um að hafa stungið tíu til bana og sært átján í röð árása í héraðinu Saskatchewan fyrr í vikunni, lést í gærkvöldi stuttu eftir að hann var handtekinn af lögreglu. 8. september 2022 06:39
Seinni árásarmaðurinn í haldi lögreglu Annar þeirra sem var leitað eftir stunguárásirnar í Saskachewan í Kanada nú a dögunum hefur verið handsamaður. Tveir árásarmenn eru sagðir hafa verið að verki og fannst annar þeirra sem lágu undir grun látinn daginn eftir að árásirnar áttu sér stað. 7. september 2022 22:28
Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4. september 2022 22:33