Netflix leitar í kvikmyndahúsin Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2022 15:03 Netflix hefur hingað til forðast það að frumsýna kvikmyndir í kvikmyndahúsum, löngu á undan frumsýningu á streymisveitunni. Getty/Jakub Porzycki Forsvarsmenn streymisveitunnar Netflix hafa ákveðið að birta myndina Gloass Onion: A Knives Out Mystery í kvikmyndahúsum. Það verður gert mánuði áður en myndin verður aðgengileg á streymisveitunni sjálfri en myndin er eins og nafnið gefur til kynna framhaldsmynd Knives Out. Kvikmyndin verður sýnd í um sex hundruð kvikmyndahúsum AMC í Bandaríkjunum í lok nóvember. Hingað til hafa yfirmenn Netflix að mestu neitað að birta kvikmyndir í kvikmyndahúsum áður en þær eru aðgengilegar á streymisveitunni. Samkvæmt Wall Street Journal hefur það nokkrum sinnum verið gert og þá nánast eingöngu svo umræddar kvikmyndir séu gjaldgengar á Óskarsverðlaunahátíðinni. Til þess þurfa kvikmyndir að vera sýndar minnst þrisvar sinnum á dag, sjö daga í röð í sex fjölmennum byggðum. Army of the Dead, eftir Zack Snyder, sem frumsýnd var í fyrra var einnig frumsýnd í kvikmyndahúsum vestanhafs en það var bara viku áður en hún varð aðgengileg á streymisveitunni. AMC hefur hingað til neitað að sýna kvikmyndir frá Netflix, vegna þess að þær hafa verið birtar á sama tíma í streymisveitunni. WSJ hefur eftir forstjóra fyrirtækisins að nú hafi forsvarsmenn Netflix samþykkt að „virða“ birtingu í kvikmyndahúsum og fundið leið fyrir streymisveitur og kvikmyndahús til að vinna saman. Frá því streymisveitur fóru að njóta meiri hylli á heimsvísu hefur endalokum kvikmyndahúsa ítrekað verið spáð og átti það sérstaklega við á tímum Covid. Í kjölfar faraldursins hafa kvikmyndahús þó sýnt ákveðna upprisu og þá kannski sérstaklega með Top Gun Maverick, sem sló í gegn hjá áhorfendum og hefur mokað inn tekjum í kvikmyndahúsum. Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Kvikmyndin verður sýnd í um sex hundruð kvikmyndahúsum AMC í Bandaríkjunum í lok nóvember. Hingað til hafa yfirmenn Netflix að mestu neitað að birta kvikmyndir í kvikmyndahúsum áður en þær eru aðgengilegar á streymisveitunni. Samkvæmt Wall Street Journal hefur það nokkrum sinnum verið gert og þá nánast eingöngu svo umræddar kvikmyndir séu gjaldgengar á Óskarsverðlaunahátíðinni. Til þess þurfa kvikmyndir að vera sýndar minnst þrisvar sinnum á dag, sjö daga í röð í sex fjölmennum byggðum. Army of the Dead, eftir Zack Snyder, sem frumsýnd var í fyrra var einnig frumsýnd í kvikmyndahúsum vestanhafs en það var bara viku áður en hún varð aðgengileg á streymisveitunni. AMC hefur hingað til neitað að sýna kvikmyndir frá Netflix, vegna þess að þær hafa verið birtar á sama tíma í streymisveitunni. WSJ hefur eftir forstjóra fyrirtækisins að nú hafi forsvarsmenn Netflix samþykkt að „virða“ birtingu í kvikmyndahúsum og fundið leið fyrir streymisveitur og kvikmyndahús til að vinna saman. Frá því streymisveitur fóru að njóta meiri hylli á heimsvísu hefur endalokum kvikmyndahúsa ítrekað verið spáð og átti það sérstaklega við á tímum Covid. Í kjölfar faraldursins hafa kvikmyndahús þó sýnt ákveðna upprisu og þá kannski sérstaklega með Top Gun Maverick, sem sló í gegn hjá áhorfendum og hefur mokað inn tekjum í kvikmyndahúsum.
Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira