Liðin sem léku til úrslita á síðasta Evrópumeistaramóti, England og Ítalía, lentu saman í C-riðli ásamt Úkraínu. Þá eru norðurlandaþjóðirnar Danmörk og Finnland saman í H-riðli.
Undankeppnin verður leikin frá mars til nóvember á næsta ári. Þýskaland tekur ekki þátt í undankeppninni þar sem Þjóðverjar hýsa keppnina.
Það lá fyrir að Ísland gæti bara endað í riðli með einu öðru ‘vetrarríki‘ en Ísland, Eistland, Færeyjar, Belarús, Finland, Lettland, Litháen og Noregur eru skilgreind sem vetrarríki og aðeins tvö mega vera í sama riðli.
A-riðill - Spánn, Skotland, Noregur, Georgía, Kýpur.
B-riðill - Holland, Frakkland, Írland, Grikkland, Gíbraltar.
C-riðill - Ítalía, England, Úkraína, Norður-Makedónía, Malta.
D-riðill - Króatía, Wales, Armenía, Tyrkland, Lettland.
E-riðill - Pólland, Tékkland, Albanía, Færeyjar, Moldóva.
F-riðill - Belgía, Austurríki, Svíþjóð, Azerbæjan, Eistland.
G-riðill - Ungverjaland, Serbía, Svartfjallaland, Búlgaría, Litháen.
H-riðill - Danmörk, Finnland, Slóvenía, Kasakstan, Norður-Írland, San Marínó.
I-riðill - Sviss, Ísrael, Rúmenía, Kósavó, Belarús, Andorra.
J-riðill - Portúgal, Bosnía, Ísland, Lúxemborg, Slóvakía, Liechtenstein.