Þórir hóf leik á varamannabekk Lecce og horfði upp á liðsfélaga sína lenda 1-0 undir strax á 6.mínútu þegar Chris Smalling skoraði.
Ekki vænkaðist hagur Lecce þegar Morten Hjulmand fékk að líta rauða spjaldið á 23.mínútu en þrátt fyrir það tókst Lecce að jafna metin í fyrri hálfleik með marki Gabriel Strefezza á 39.mínútu.
Paulo Dybala náði forystunni aftur fyrir Rómverja með marki úr vítaspyrnu á 48.mínútu og var staðan enn 2-1 fyrir Roma þegar Þóri var skipt inná á 72.mínútu.
Fleiri urðu mörkin ekki og 2-1 sigur Rómverja staðreynd.